Fréttablaðið - 03.02.2023, Side 36
65
milljónir dollara er
áætlaður kostnaður
við gerð True Detective
á Íslandi.
toti@frettabladid.is
Glæpasagan
Úti eftir Ragnar
Jónasson er ein
þeirra tíu bóka
sem tilnefndar
eru til Audiolib-
hljóðbóka-
verðlaunanna
í Frakklandi.
Þetta er önnur
tilnefningin sem
bókin hlýtur á skömmum tíma þar
í landi en á dögunum var greint frá
því að hún væri tilnefnd til Grand
prix des lectrices de Elle.
Fyrsta bókin sem hlaut hljóð-
bókaverðlaunin í Frakklandi árið
2013 var Sannleikurinn um mál
Harrys Quebert eftir Joël Dicker.
Úti kom út í Frakklandi ekki alls
fyrir löngu og sagði gagnrýnandi
franska ríkissjónvarpsins á vef
miðilsins að bókin væri „kæfandi
þriller … blanda af Agöthu Christie-
sögu í snjó og Reservoir Dogs eftir
Quentin Tarantino. Ísköld norræn
glæpasaga.“ Gagnrýnandi Les
Echos sagði enn fremur að útgáfa
nýrrar glæpasögu Ragnars væri
alltaf viðburður í Frakklandi. Sú
nýjasta væri hugvitsamlega smíð-
aður og harður spennutryllir.
Frakkar hafa tekið Ragnari
opnum örmum. Bækur hans hafa
verið þaulsætnar á metsölu-
listum allt frá því að Snjóblinda
var gefin þar út árið 2016. Snjó-
blinda var nú fyrir jólin einmitt
valin besta glæpasaga sem gefin
hefur verið út í Frakklandi undan-
farin 50 ár. Sömu verðlaun í flokki
bóka almenns efnis hlaut bókin
Gúlag-eyjarnar eftir Alexander
Solzhenitsyn en Where the Craw-
dads Sing eftir Deliu Owens varð
hlutskörpust í flokki skáldsagna. n
Úti er enn inni
í Frakklandi
Ragnar Jónas-
son rithöfundur.
FRÉTTIR AF FÓLKI |
Við vonum bara að M3GAN verði ekki jólagjöfin í ár.
KVIKMYNDIR
M3GAN
Leikstjórn: Gerard Johnstone
Leikarar: Allison Williams, Violet
McGraw, Ronny Chieng
Arnar Tómas Valgeirsson
Dúkkur með drápseðli hafa lengi
verið uppskrift að fínustu ræmum.
Child’s Play-serían um Chucky og í
seinni tíð The Conjuring-afsprengið
Annabelle hafa svo sem aldrei
verið á stuttlista hjá Óskarsverð-
laununum en það er engu að síður
skemmtilegt að horfa á leikföng
koma fólki fyrir kattarnef.
M3GAN segir frá leikfanga-
hönnuðinum Gemmu sem tekur
við umsjá systurdóttur sinnar
Cady eftir að foreldrar hennar
látast í bílslysi. Gemma finnur sig
engan veginn tilbúna til að takast
á við móðurhlutverkið en ákveður
að kynna Cady fyrir nýjasta, og til-
raunakenndasta, leikfanginu sem
hún er að þróa: M3GAN.
Það er varla hægt að kalla dúkk-
una M3GAN leikfang en hún er
háþróað vélmenni sem getur bæði
lært og aðlagað sig aðstæðum og er
hannað til að vernda eiganda sinn.
Cady er frá sér numin af hrifningu
yfir nýja leikfélaganum en Gemmu
grunar að ekki sé allt með felldu.
M3GAN gæti verið að taka hlut-
verki sínu sem verndari Cady full-
alvarlega.
Það kemur skemmtilega á
óvart hvað það er mikið í M3GAN
spunnið. Þótt söguþráðurinn sé
fyrirsjáanlegur þá er kafað í ýmis
þemu á borð við skjánotkun barna
og hættuna að baki gervigreind og
það tekst ágætlega til.
Dúkkan M3GAN er frábær skúrk-
ur. Þrátt fyrir fágað yfirbragð þá sést
snemma að þráðurinn í henni er
stuttur og vélrænn kvalalosti sem
blossar upp við minnsta tilefni, oft
með sprenghlægilegum niðurstöð-
um. Aðrir leikarar í myndinni eru
fínir og Violet McGraw sem leikur
Cady stendur sig allt í lagi – mikið
hrós fyrir barnaleikara í hryllings-
mynd.
Þótt M3GAN sé ekkert tímamóta-
verk þá mætti hiklaust mæla með
henni fyrir yngri áhorfendur (ekki
of unga þó) sem vilja dýfa tánum í
hrollvekjuheiminn. n
NIÐURSTAÐA: Fínasta hrollvekja
sem heldur vel á spöðunum þrátt
fyrir að vera uppskriftarmynd.
Dæmalaust er stúlkan fín
Öll vötn falla nú til Dalvíkur
þar sem tökur eru byrjaðar
á glæpaþáttunum á True
Detective og Samherji greinir
frá því á heimasíðu sinni að
kvikmyndatökuliðið frá sjón-
varpsrisanum HBO hafi lagt
undir sig gamla fiskvinnslu-
húsið og ráðið starfsfólk fyrir-
tækisins í aukahlutverk.
toti@frettabladid.is
Það er allt að gerast á Dalvík eftir
að tökur hófust þar á fjórðu seríu
bandarísku glæpaþáttanna True
Detective sem skartar Jodie Foster
í aðalhlutverki. Fréttablaðið hefur
áður fjallað um í máli og myndum
að búið er að gera hluta hans að
sviðsmynd smábæjarins Ennis í
Alaska en hermt er að tökuliðið tali
nú um að bærinn sé í Dalaska en
ekki Alaska.
Búið er að skrúfa rækilega fyrir
samskipti þeirra sem að kvik-
myndagerðinni koma við fjölmiðla
og þannig tókst ekki að fá staðfest
í gær hvort Jodie Foster væri að
spóka sig um götur Dalaska. Þeirri
spurningu og öðrum álíka er ein-
faldlega svarað með því að skrifa
undir samning með þagnarákvæði.
Samherji upplýsti þó á heimasíðu
sinni, samherji.is, í gær að kvik-
myndatökuliðið væri búið að koma
sér fyrir með skrifstofu og leik-
myndadeild í gamla fiskvinnsluhúsi
fyrirtækisins.
Fiskvinnsla í nýju hlutverki
Samherji.is hefur eftir verkefnis-
stjóra framleiðandans að f isk-
vinnsluhúsið sé algerlega sniðið
að þeirra þörfum. „Og við erum
afskaplega þakklát Samherja fyrir
að hleypa okkur inn í húsið með til-
tölulega skömmum fyrirvara.“
Á vef Samherja kemur einnig
fram að í gömlu fiskvinnslunni
hafi kvikmyndagerðarfólkið fundið
margar hentugar vistarverur og
þannig sé gamli vinnslusalurinn
orðinn að smíðaverkstæði.
Gott að vera í Dalaska
Þá lætur verkefnisstjórinn hafa eftir
sér að það sé hreint út sagt frábært
að vera á Dalvík. Íbúarnir hafi tekið
vel á móti þeim og lagt sig fram um
að auðvelda þeim vinnu sína.
„Sömu sögu er að segja um
sveitarfélagið og öll fyrirtæki, sem
eru boðin og búin til að greiða
götu okkar á allan hátt.“ Þá fylgir
sögunni að ánægja tökuliðsins
með bæinn og móttökurnar sé slík
að þau grínist með að smábærinn
Ennis sé í Dalaska en ekki Alaska.
„Sem undirstrikar hversu heppin
við erum með alla aðstöðu hérna á
Dalvík,“ segir verkefnisstjórinn við
Samherja. n
HBO fann samherja í Dalaska
Gamla fiskvinnslan í Dalvík reyndist vera mikill happafengur fyrir
fylgdarlið Jodie Foster í bænum sem grínast er með að sé í Dalaska.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Fréttablaðið.is sagði
frá Jodie Foster á
skíðum í Hlíðarfjalli
á Akureyri í fyrradag
en ekki fæst uppgefið
hvort hún sé búin að
renna sér til Dalvíkur.
Dalvík hefur
undanfarið
verið að taka á
sig mynd bæjar
í Alaska með
slíkum árangri
að gantast er
með að bærinn
sé í Dalaska.
MYND/HELGI
JÓNSSON
16 LÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 3. FEBRÚAR 2023
FÖSTUDAGUR