Fréttablaðið - 03.02.2023, Blaðsíða 38
Ég veit að hann getur
hluti sem aðrir geta
ekki.
Brandur Karlsson
Í HELGARBLAÐINU
Óttalaus
í Ameríku
Guðlaug Jónsdóttir, arkitekt og
hönnuður, f lutti til Los Ange
les aðeins 19 ára gömul og þar
hefur hún búið síðan. Hún er þekkt
fyrir stórbrotna hönnun hótela og
veitingahúsa um allan heim. Gulla
nýtur lífsins í Ameríku en hún
naut þess einnig að vera í öruggu
umhverfi á Íslandi í Covid. Gulla
ræðir f jölskyldulíf ið, framann,
arkitektúr og fegurðina í helgar
blaði Fréttablaðsins.
Sagan heldur áfram
annars staðar
Bryndís Ragna Brynjólfsdóttir
f ylgdi föður sínum, Br y njólf i
H. Björnssyni, í nokkrar vikur í
nóvember með myndavélina að
vopni. Hún festi á filmu þegar ævi
starfi hans, versluninni Brynju, var
pakkað saman ofan í kassa.
Nýtir sára reynslu til góðs
Þórunn Pálsdóttir er einn stofnenda Gleym mér ei,
styrktarfélags til stuðnings foreldrum sem missa barn
á meðgöngu og í eða eftir fæðingu. Hún segir eigin sára
reynslu hafa kveikt viljann til að styðja foreldra í sömu
sporum.
toti@frettabladid.is
Tómas
Valgeirsson
kvikmyndarýnir
„Eins og
margir unnendur
eftirheimsenda,
blóðsúthellinga
og eymdarsagna
með yljandi
vonarneista hef ég ekki komist hjá
því að kíkja á fyrstu þrjá þættina úr
spennuseríunni The Last of Us.
Þótt samnefndur tölvuleikur
muni seint teljist einhver snilld er
með ólíkindum hversu vel tekst til
með þessa aðlögun hans að kvik-
myndaforminu. Þetta er grípandi
gott!“ segir Tómas Valgeirsson um
HBO-þættina sem allir eru að tala
um og horfa á þessar vikurnar.
Pedro Pascal og Bella Ramsey
eru fremst í flokki í hlutverkum
Joel og Ellie og hann segir þau og
fleiri leikara nýta tímann vel og ná
auðveldri tengingu við áhorfand-
ann. „Þetta er gæðaframleiðsla
sem hittir í mark og allt stefnir í
þrælgóða uppvakningaseríu sem
brýtur um leið ákveðið blað með
því að splundra þeirri mýtu um
að bíóaðlaganir tölvuleikja séu
alltaf rusl. Þetta er hægt. Þetta er
skemmtilegt.
Það er ekki bara traust rennsli
sem skiptir helstu máli hér, heldur
tengingin við kjarna uppruna-
lega leiksins. The Last of Us hugar
fyrst að karakterum og síðan að
hasarnum og þannig gengur þetta
prýðilega upp sem sjálfstæð þátta-
röð án þess að áhorfandinn þurfi
að kunna að ræsa leikjatölvu eða
hafa haldið á stýripinna.
Þegar svona ágætis ástríða er
lögð í áframþróun „tölvuleikja-
efnis“ má fastlega gera ráð fyrir að
stórrisar kvikmyndavera eigi eftir
að stökkva á færibandið og dæla
hressilega af þessum tanki. Ofur-
hetjumyndir eru á útleið og þættir
eða bíómyndir byggðar á tölvu-
leikjum munu núna taka við. Þótt
almenningur megi óhjákvæmi-
lega slaka örlítið á öllu „hæpi“ og
„hæper bólum“, þá er þetta fanta-
flott sjónvarp þegar allt kemur til
alls og mikið bíó. Kjósum Pedro!“ n
Kjósum Pedro
Á SKJÁNUM |
Heimildarmyndin Atomy
fjallar um ferðalag fjölfatlaða
listamannsins Brands Karls
sonar til Nepal þar sem
heilarinn Rahul hét honum
því að hann gæti gengið á ný
innan árs. Brandur segist hafa
upplifað kraftaverk í Nepal og
er þess fullviss að örlögin hafi
leitt heilarann á sinn fund.
toti@frettabladid.is
Heimilda r my nd in Atomy er
afrakstur þess að leikstjórinn og
framleiðandinn Logi Karlsson
fylgdi fjölfatlaða listamanninum
Brandi Karlssyni eftir í þrjú ár á
meðan hann fór í gegnum óhefð
bundna meðferð hjá heilaranum
Rahul í Nepal.
„Viðbrögðin við myndinni eru
búin að vera rosaleg. Alveg yfir
þyrmandi bara. Fólk er að gráta og
hlæja yfir henni og kemur síðan til
mín eftir á og talar um hvað þetta
hafi veitt þeim mikinn innblástur,“
segir Brandur.
„Það er líka einhver ábyrgð í því
sem er svolítið áhugaverð og minnir
mann á að halda áfram og að þetta
er ekki búið ennþá.“
Brandur segist viss um að örlögin
hafi leitt þá Rahul saman en þar sem
Brandur var með laust aukaherbergi
þáði heilarinn gistingu hjá honum
þegar hann kom til Íslands að halda
námskeið.
„Þannig að við erum mjög örlaga
trúar í þessu öllu saman og trúum
að þetta hafi einhvern veginn átt að
gerast.“
Kraftaverk í Nepal
Þegar Rahul var búinn að vera með
námskeið hérna í þrjú ár bauð hann
Brandi að koma með sér til Nepal
þar sem hann gæti hjálpað honum
að endurheimta hreyfigetuna og
ganga á ný innan árs.
„Hann hugsaði þetta sem ein
hvers konar æfingabúðir með því að
taka mig út úr mínum daglega þæg
indaramma og fara bara til Nepal.
Framfarirnar sem urðu þarna úti
voru bara kraftaverki líkastar,“ segir
Brandur um meðferðina sem hefur
reynst svo áhrifarík að hann hefur
öðlast mikla hreyfigetu í kjölfarið.
„Þegar þú ert eins og ég var búinn
að vera, liggjandi í mörg, mörg ár
uppi í rúmi, þá þarf svolítinn kraft
til að koma manni í gang og það var
það sem ég fékk þarna. Þetta vakti
mig svolítið upp frá dauðum.“
Hann segir meðferðina hafa verið
heilmikið ferli sem ekki sér fyrir
endann á. „Við byrjuðum á líkam
anum en svo fattaði ég með tíman
um að hugurinn er alveg jafn mikil
fyrirstaða og líkaminn. Núna erum
við svolítið mikið að fókusa á það.“
Efasemdamaður í eðli sínu
Brandur og Alma, kærastan hans,
héldu ásamt aðstoðarmönnum
sínum til Nepal 2019 og í mynd
inni er lögð megináhersla á fyrsta
mánuð meðferðarinnar þar og svo
eftirfylgnina og framvindu áhrifa
hennar á líf og ástand Brands.
„Ég held að við Logi séum báðir
mjög fegnir að þetta sé búið,“ segir
Brandur um þriggja ára heimildar
myndargerðina sem þeir félagar
hafa uppskorið mikið lof fyrir.
Brandur segir þó aðspurður að
innan um allt hrósið og þakkirnar
heyrist vissulega einnig efasemda
raddir um lækningamátt Rahuls.
Hann kippi sér þó ekkert upp við
slíkt. „Ég er sjálfur mjög skeptískur
að eðlisfari og það hefur kannski
alltaf staðið pínu í vegi fyrir mér.
En það sem vegur náttúrlega bara
á móti er að ég er búinn að vera með
Rahul úti í Nepal og sjá hann gera
svo ótrúlega hluti. Hvort sem ég
trúi öllu sem hann segir og gerir þá
skiptir það orðið ekkert máli. Ég veit
að hann getur hluti sem aðrir geta
ekki.“
Sýningar á Atomy hófust í Bíó
Paradís undir lok janúar og aðeins
tvær sýningar eru eftir. Á laugardag
inn klukkan 14.30 og á þriðjudaginn
klukkan 16.30. n
Brandur reis upp
frá dauðum
í Nepal
Brandur
Karlsson hélt
til Nepal ásamt
fylgdarliði
2019 og Logi
Karlsson festi
ferðalagið til
betri lífsgæða á
filmu. Útkoman
er heimildar-
myndin Atomy
sem á tvær
sýningar eftir í
Bíó Paradís.
MYNDIR/AÐSENDAR
Ljúflingurinn Rahul gaf ekkert eftir og gerði það sem gera þurfti til þess að
láta Breka gera það sem gera þurfti til þess að koma honum af stað.
18 LÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 3. FEBRÚAR 2023
FÖSTUDAGUR