Fréttablaðið - 11.02.2023, Page 15

Fréttablaðið - 11.02.2023, Page 15
182 Jóhann Berg er á sínu sjöunda tímabili hjá Burnley. Í heildina hefur hann spilað 182 leiki og gæti því farið yfir 200 leiki fyrir félag- ið á þessu tímabili. hordur@frettabladid.is Fótbolti Það verður líf og fjör í enska boltanum um helgina en topplið Arsenal tekur á móti Brent- ford á heimavelli. Fróðlegt verður að sjá hvernig lærisveinar Mikel Arteta svara fyrir sig eftir verulega óvænt tap gegn Everton um síðustu helgi. Manchester City sem tapaði á sama tíma fær Aston Villa í heimsókn en Pep Guardiola reynir að koma sínum mönnum í takt. Helgin hefst á grannaslag West Ham og Chelsea en bláliðar hafa verið í tómu tjóni þrátt fyrir botn- lausa eyðslu á þessu tímabili. Manchester United gerði jafntefli við Leeds á heimavelli í miðri viku en á sunnudag fer liðið í heimsókn á Elland Road, mikið fjör er iðulega í leikjum liðanna. Krísa hefur verið á Anfield und- anfarnar vikur en Jurgen Klopp og hans menn fara í áhugaverðan grannaslag gegn Everton á mánu- dag. Everton vann frækinn sigur á Arsenal um síðustu helgi sem var fyrsti leikur liðsins undir stjórn Sean Dyche. n Grannaslagur í Bítlaborginni Klopp þarf að leysa krísu Liverpool. Fréttablaðið/Getty Dagskrá helgarinnar laugardagur 12.30 West Ham – Chelsea 15.00 Arsenal – Brentford 15.00 Crystal Palace – Brighton 15.00 Fulham – Nottingham Forest 15.00 Leicester – Tottenham 15.00 Southampton – Wolves 17.30 Bournemouth – Newcastle Sunnudagur 14.00 Leeds – Manchester United 16.30 Manchester City – Aston Villa Mánudagur 20.00 Liverpool – Everton benediktboas@frettabladid.is Fótbolti Íslenski landsliðsmaður- inn Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður enska B-deildarliðsins Burnley, var til viðtals í Íþrótta- vikunni með Benna Bó þar sem þeir félagar fóru yfir stöðuna hjá Jóhanni sjálfum sem og Burnley sem hefur verið á miklu flugi. Fyrir yfirstandandi tímabil tók belgíska Manchester City-goð- sögnin Vincent Kompany við stjórnartaumunum hjá Burnley sem hafði fallið niður úr ensku úrvals- deildinni. Segja má að Burnley hafi gengið í gegnum endurnýjun lífdaga undir stjórn Kompany, liðið spilar meira aðlagandi fótbolta nú en undir stjórn hins íhaldssama Sean Dyche, og situr á toppi ensku B-deildarinn- ar um þessar mundir. Jóhann Berg segir mikið hafa breyst hjá Burnley eftir komu Kompany. „Já, þetta er náttúrulega svakaleg breyting á stuttum tíma frá því sem var, líka á leikmannahópn- um. Það hafa margir nýir leik- menn komið inn í þetta. Það sem Vincent Kompany hefur gert á þessum stutta tíma er náttúrulega ákveðið afrek út af fyrir sig. Það vissu ekki margir hvað my ndi gerast m e ð s v o n a miklum breyt- ingum.“ K o m p a n y hef ur hrósað Jóha n n i B er g í háster t ef tir að hann tók við Burnley f y r ir y f irstandandi tímabil. „Okkar samband er mjög gott. Þegar hann kom inn held ég að hann hafi tengt mikið við mig vegna þess að á hans leikmannsferli, hjá Manchester City, átti hann í erfiðleikum með meiðsli. Svipuð meiðsli og ég var að ganga í gegnum,“ segir Jóhann. Kompany glímdi sjálfur við þrálát meiðsli á sínum leikmanna- ferli hjá Manc- hester City og skilur því hvað Jóha n n Berg hefur gengið í gegnum. Þ á h a f i K o m p a n y auðvitað einn- ig séð knattspyrnulegu gæðin sem Jóhann býr yfir. „Það var fullt af leikmönnum sem hann losaði sig við síðasta sumar og maður þurfti náttúrulega líka að sýna sig og sanna, maður gerði það. Hann hefur verið frábær við mig frá fyrsta degi og ég þakka honum mikið fyrir það.“ Kompany stýrir líka álaginu á Jóhanni. „Það er stóra breytingin í þessu, álagið sem hann hefur stýrt á mér í leikj- um sem og æfingum. Í sumum tilfellum er ég ekki með á allri æfingunni, ég get verið úti í 40 mínútur á meðan aðrir eru að djöflast í klukkustund eða eina og hálfa klukkustund. Þetta skiptir máli því það sem skiptir höfuðmáli í þessu er að vera heill heilsu og klár í slaginn í leikjum.“ n Jóhann Berg ber stjóranum sínum Kompany vel söguna Jóhann Berg í ár Leikir 21 Mörk 2 Stoðsendingar 4 Gul spjöld 2 Það stefnir allt í það að íslenski landsliðsmaður- inn verði í ensku úrvalsdeildinni í haust. Fréttablaðið/ Getty Styrkir til krabbameins- rannsókna Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins auglýsir: Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins Markmið Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins er að efla rannsóknir á orsökum krabbameina, forvörnum, meðferð og lífsgæðum sjúklinga. 41 rannsóknarverkefni af fjölbreyttum toga hefur fengið styrk úr sjóðnum frá árinu 2017. Á þessu ári er stefnt að því að a.m.k. 30% úthlutunar fari til klínískra rannsókna. Sérstaklega er hvatt til umsókna vegna rannsókna á krabba- meinum hjá börnum þar sem sjóður Kristínar Björnsdóttur, sem ætlaður er slíkum rannsóknum, var hluti af stofnfé Vísindasjóðsins. Rynkebysjóður Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna Á árunum 2017 - 2021 styrkti Team Rynkeby Ísland Styrktarfélag krabba- meinssjúkra barna um 80 milljónir króna sem skyldu renna til rannsókna á krabbameinum hjá börnum. Í ár verður í fyrsta sinn úthlutað rannsóknar- styrkjum úr sjóðnum samhliða úthlutun úr Vísindasjóði Krabbameinsfélagsins. Farið verður með umsóknir í Rynkebysjóðinn á sama hátt og umsóknir í Vísindasjóð Krabbameinsfélagsins, eftir því sem við á, þannig að faglegar kröfur Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins gilda. Úr sjóðnum er einungis hægt að sækja um styrki til rannsókna sem tengjast krabbameinum hjá börnum. Frekari upplýsingar um umsóknir í báða sjóði • Hámarksupphæð styrks úr hvorum sjóði er 10.000.000 kr. • Sama verkefni getur fengið styrk að hámarki í þrjú ár • Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti sunnudaginn 12. mars • Umsóknareyðublöð, úthlutunarreglur og aðrar upplýsingar er að finna á www.krabb.is/visindasjodur/ Erna Magnúsdóttir hlaut 4.793.400 kr. styrk til verkefnisins BLIMP1 miðluð stjórnun á frumuhring í Walden- strömsæxlum. Tómas Guðbjartsson hlaut 1.920.000 kr. styrk til verkefnisins Nýjungar í skurðmeðferð lungnakrabbameins á Íslandi. Valtýr Stefánsson Thors hlaut 5.647.397 kr. styrk til verkefnisins Ónæmissvar barna eftir krabba- meinsmeðferð - hvernig og hvenær er rétt að bólusetja? Dæmi um rannsóknir sem fengu styrk úr Vísindasjóði á síðasta ári: styrkur milljónir Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins er fjármagnaður með styrkjum frá almenningi og fyrirtækjum í landinu. Með þeim styrkjum hefur með sameinuðu átaki tekist að bylta stöðu krabbameinsrannsókna hér á landi. Fréttablaðið íþróttir 1511. Febrúar 2023 LAUGArDAGUr

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.