Fréttablaðið - 11.02.2023, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 11.02.2023, Blaðsíða 18
Vivian Didriksen Ólafsdóttir fer mikinn á hvíta tjaldinu þessa dagana í aðalhlutverki í Napóleónsskjölunum sem byggð eru á samnefndri bók Arnaldar Indriðasonar. Vivian fór ekki hefðbundna leið að markmiðinu enda einstæð fjögurra barna móðir sem á stutt í fertugt þegar stóra tæki- færið kemur. Harða gellan í kvik- my nd i n n i L ey n i- löggan, sem sló í gegn á síðasta ári, vakti töluverða at hyg l i enda andlit sem fáir þá þekktu, í nýfrumsýndum Napóleonsskjöl- unum ber hún svo uppi myndina og raðar í kringum sig þekktum leikur- unum eins og Iaian Glen úr Game of Thrones, Ólafi Darra Ólafssyni, Þresti Leó Gunnarssyni og fleirum. Það lá því beinast við að komast að fleiru um konuna á bak við hina grjóthörðu karaktera sem hún túlkar í fyrrnefndum myndum og byrja á alþjóðlegu nafninu, hvaðan kemur nafnið Vivian? „Ég er hálffæreysk, Vivian er borið fram sem Vívian og Didriksen er fær- eyska ættarnafnið mitt. Móðir mín er færeysk og ég er fædd í Þórshöfn þar sem við bjuggum ásamt föður mínum fyrstu þrjú ár lífs míns.“ Móðuramma og -afi Vivian höfðu flutt hingað til lands ung að árum og er móðir hennar fædd og uppalin á Íslandi. „Mamma og pabbi ákváðu svo að prófa að hoppa þarna yfir og búa í nokkur ár.“ Alltaf á leiðinni til Færeyja Vivian segir tengslin við Færeyjar sterk hjá fjölskyldunni en sjálf hafi hún ekki ræktað þau nægilega. „Ég hef ekki komið til Færeyja síðan ég var níu ára. Ég var alltaf á leiðinni og var komin með miða þegar Covid skall á svo það frestaðist enn og aftur.“ Aðspurð segir Vivian færeyskuna blunda í sér. „Svo þegar það eru ætt- armót og annað slíkt þá bara kemur hún. Ég skil meira og minna allt en það fer auðvitað eftir því hvaðan Færeyingarnir koma. En mig hefur langað mikið að fara aftur, ná tungu- málinu alveg og mynda mín eigin tengsl við landið og fólkið. Ég mun gera það.“ Eftir upphafið hjá frændum vorum Færeyingum segist Vivian hafa alist upp hér og þar. Í dag býr hún ásamt börnum sínum í Mosfells- bænum, þaðan sem faðir hennar var ættaður. „Við vorum eitthvað hér, á Sauðárkróki, mörgum stöðum í bænum og í Þýskalandi. Foreldrar mínir skildu þegar ég var sjö ára og voru að fóta sig sitt í hvoru lagi.“ Vivian á fjögur systkini. „Systir mín, Anní Ólafsdóttir, er líka í kvik- myndagerð. Við erum mjög nánar og það er eiginlega út af henni sem ég leiddist út í þennan geira. Þegar ég var yngri ætlaði ég að verða svona milljón hlutir en man að ég hugsaði: Kannski verð ég bara leikari!“ Hrökklaðist frá Hollywood Tuttugu og eins árs gömul ákvað Vivian aldeilis að láta á það reyna og réðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, heldur stefndi lóðbeint á Hollywood. Vivian var að heimsækja Bandaríkin í fyrsta sinn og leist engan veginn á menninguna. „Ég var bara í skítugu Hollywood, nýkomin frá Sauðárkróki. Ég fór á tveggja mánaða námskeið hjá virtum leik- listarskóla í Santa Monica og skoð- aði þetta aðeins en var fljót að segja: Nei, takk!“ segir hún með áherslu. „Mér fannst þetta fólk klikkað. Allir ógeðslega örvæntingarfullir, mikið eldri en ég og í volæði að reyna að meika það. Ég hugsaði með mér: Ég ætla ekki að vera hluti af þessu!“ Vivian segir að þegar heim var komið hafi henni verið bent á að þetta væri ekki rétta leiðin, frekar hefði hún átt að fara til Evrópu þar sem ekki væri sami sirkusinn. „Ég kom heim í hruninu og fór í framhaldi til Þýskalands. Ég var þar í tvö og hálft ár og eftir að hafa búið í Þýskalandi sem barn náði ég þarna aftur tengingu við landið og fullum tökum á tungumálinu.“ Frá grasalækningum í leiklist Þegar Vivian flutti aftur heim var hún ákveðin í að fara í nám. „Ég ætlaði í nám í grasalækning- um en það er enn stórt áhugamál hjá mér, næring og meltingarvegur- inn. Ég fann virtan grasalæknaskóla í Skotlandi, og þá bara verð ég ólétt,“ segir Vivian og skellir upp úr. Þarna var hún 24 ára, ekki í sam- bandi og átti óvænt von á sínu fyrsta barni og frestaði grasa- læknisnáminu. „Þegar dóttirin var komin í heiminn var systir mín byrjuð í námi í Kvikmyndaskól- anum og hvatti mig til að tékka aftur á leikaradrauminum og fara í Kvikmyndaskólann,“ segir Vivian og viðurkennir að upplifunin frá Hollywood-tímanum hafi enn setið í henni. „Ég hafði sett þetta til hliðar og ætlaði að gera eitthvað allt annað. Í Þýskalandi fór ég meira að segja í trúarbragðafræði og heimspeki. Ég var rosa mikið að reyna að finna út hver ég væri og hvað ég vildi gera.“ Í inntökupróf illa undirbúin Vivian þakkar systur sinni alfarið að hún hafi farið í nám í Kvik- myndaskólanum. „Hún lætur mig hafa pistil sem ég átti að læra. Ég lærði hann ekki einu sinni almennilega en hún skutlaði mér og sendi mig inn. Ég var illa undirbúin en komst inn mér algjörlega að óvörum. En stundum er þetta svona í lífinu, þegar maður er alveg opinn og slakur og hugsar að manni sé sama. Ég er of boðslega þakklát fyrir þennan skóla sem var eini skólinn sem bauð upp á kvikmyndatengt nám en ég hafði aldrei áhuga á að starfa í leikhúsi.“ Þrjú börn bættust við Vivian útskrifaðist árið 2012 og er þá aftur barnshafandi. Björk Eiðsdóttir bjork @frettabladid.is Mér fannst þetta fólk klikkað. Allir ógeðs- lega örvæntingarfullir, mikið eldri en ég og í volæði að reyna að meika það. Ég hugsaði með mér: Ég ætla ekki að vera hluti af þessu! Það þýðir ekkert að standa og væla Vivian hefur undanfarinn áratug unnið að því að koma sér á framfæri sem kvikmyndaleik- kona, á sama tíma og hún eignaðist fjögur börn. Fréttablaðið/ Sigtryggur ari  18 helgin FRÉTTABLAÐIÐ 11. FeBRúAR 2023 lAUgARDAgUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.