Fréttablaðið - 11.02.2023, Side 20
„Ég kynntist fyrr verandi
eiginmanni mínum og barnsföður
í Kvikmyndaskólanum. Við gerðum
tvær bíómyndir saman, önnur kom
aldrei út en hina tók okkur sjö ár að
vinna, eiginlega allt hjónabandið
okkar.“
Um var að ræða It hatched, hryll-
ingsmynd með gamansömum
undirtón sem var sýnd í Laugarás-
bíó. „Þetta var svona indí-mynd sem
enginn tók eftir en ég mæli svo inni-
lega með henni en hún er aðgengileg
á netinu í dag.“
Vivian eignaðist tvö börn með
fyrrverandi eiginmanni sínum en
fljótlega eftir skilnaðinn varð hún
barnshafandi í fjórða sinn.
„Það kom bara einn lítill karl í
viðbót,“ segir hún og hlær en yngsti
sonurinn er í dag tæplega fjögurra
ára. Vivian var ekki í sambandi við
barnsföðurinn en gat ekki hugsað
sér annað en að eiga barnið þó að
aðstæður væru vissulega flóknar.
Ekki mælt með barneignum
„Frá því ég steig inn í Kvikmynda-
skólann í fyrsta sinn hef ég verið
ákveðin í að ég er leikari, punktur.
Þetta er búið að vera brjálæðis hark
en ég er líka búin að njóta þess. Það
hafa komið upp alls konar verkefni
á leiðinni, lífið,“ segir Vivian sem
viðurkennir alveg að það hafi bitnað
á fjárhagnum að elta drauminn.
Ég fékk alveg að heyra að ekki
væri mælt með því að eignast börn í
þessum geira og eftir annað barnið
var mér bent á að vera ekki að bæta
f leirum við. En svo fór þetta samt
svona hjá mér og ég er svo þakklát
að núna, tíu árum eftir útskrift,
að hingað sé ég komin. Ég horfi til
baka og hugsa að þetta hafi verið
þess virði.“
Vivian viðurkennir að það
hafi þurft blöndu af kæruleysi og
ákveðni til að halda áfram eins lengi
og hún hefur gert. „Það þarf gott
f læði, ákveðið kæruleysi og mikla
ákveðni.“
Ætla að snúa þessu við
Aðstæður Vivian eru vissulega aðrar
en f lestra leikkvenna sem eru að
koma sér á framfæri og þá sérlega
þar sem hugurinn stendur út fyrir
landsteinana.
„Ég hef alveg fundið fyrir því að
einhverjum finnist það fyrirstaða
að ég eigi fjögur börn. En ég ætla
bara að snúa þessu við og nota það
mér til framdráttar. Enda er ég búin
að koma mér hingað í öllu harkinu.
Auðvitað komu þó upp tímabil þar
sem ég hugsaði með mér hvort ég
gæti þetta eða hvort það væri eigin-
gjarnt af mér gagnvart börnunum
að vera listamaður. Ég hef ekki
getað veitt þeim endilega það sama
og vinir þeirra fá.“
Vivian segist í dag sannfærð um
að staða hennar nýtist henni til
góðs. „Maður þarf að standa með
sjálfum sér. Ég er stolt af því sem ég
hef áorkað og drifkrafturinn sem
börnin gefa manni vinnur gegn
erfiðinu. Þau eru mitt stolt og mér
finnst til fyrirmyndar að hafa kom-
ist hingað og held að það geti gefið
öðrum í svipaðri stöðu von.“
Við erum í Doddabæ
Eins og fyrr segir leikur Vivian aðal-
hlutverkið í kvikmyndinni Napó-
leónsskjölunum en hvernig ætli hafi
gengið að koma tökunum fyrir með-
fram hinum daglegu verkefnum?
„Ég nýt þess að leika og elska það,
það er aldrei erfitt en það erfitt að
púsla heimilislífinu. Þetta hefur
stundum verið geðveiki en ég á gott
bakland fjölskyldu og vina. Börnin
fara vanalega til feðra sinna langar
helgar og á meðan á tökum stóð í
þrjá mánuði breyttum við fyrir-
komulagi þannig að þau voru meira
hjá þeim og komu til mín langar
helgar.“
Vivian hefur undanfarin ár leikið
aukahlutverk í ýmsum þáttum en
stærsta innkoman hefur komið úr
erlendum auglýsingum.
„Það sem hélt mér uppi allan
þennan tíma sem ég hef verið að
reyna að meika það sem leikkona,
voru þessar erlendu auglýsingar.“
Vivian hefur gengið vel að koma
sér á framfæri hér á landi enda segist
hún þakklát fyrir að koma úr svo
litlu samfélagi.
„Við erum bara í Doddabæ þar
sem allir hafa möguleika. Ég veit
hvernig það er að reyna að koma
sér á framfæri úti í hinum stóra
heimi þar sem þú ert bara einhver
kennitala og milljón manns jafn
hæfileikaríkir og þú – ef ekki bara
hæfileikaríkari – og ekki með fjögur
börn,“ segir hún með áherslu. „Ég er
sjúklega heppin.“
Leitaði sér aðstoðar
Fyrir tveimur árum fékk Vivian
staðfestingu á því sem hana hafði
grunað, að hún væri með ADHD.
„Ég var í raun útbrennd eftir
skilnaðinn og að hafa svo eignast
barn ein, beint í kjölfarið. En það
þýðir ekkert að standa og væla og
maður verður bara að keyra þetta
áfram. Áfram gakk! En svo fór að ég
leitaði mér aðstoðar í Virk.“
Í fyrsta viðtali hjá Virk lýsti Vivi-
an því að þó að það væri ekki föst
vinna sem væri að sliga hana þá væri
hún einstæð móðir sem hreinlega
væri búin með orkuna.
„Ég sagði: „Ef það að vera ein með
fjögur börn er ekki full vinna, þá veit
ég ekki hvað! Og ég er útbrennd og
þarf hjálp.“ Þau sögðust ekki geta
sagt nei við þessu og ég fékk aðstoð.
Því miður kom svo Covid svo ég gat
nýtt mér það minna en planið var.
En þetta hjálpaði mér að rétta mig
aðeins af. Þarna fór ég þó að sjá að
ég funkera ekki eðlilega, ég á erfitt
með að fara í málin og klára þau. Ég
flutti að heiman sextán ára svo þetta
er löng saga af mér einni að díla við
fullorðins dót án þess að kunna það.“
Af hverju er ég svona?
Vivian fór í ADHD-greiningu og
segir það hafa verið gott að vita
hvað amaði að sér og geta þannig
tekið á því. „Ég hef svo oft hugsað:
Af hverju er ég svona?“
Vivian hefur ekki tekið lyf við
ADHD þó að hún útiloki það ekki en
hefur skoðað mataræðið vel og seg-
ist þannig halda niðri einkennum.
„Ég er hrædd við lyf því ég er með
psoriasis, tourette og ADHD, svo
ef ég fer að dæla í mig einhverjum
lyfjum við einu, getur það haft áhrif
á annað. En ég passa rosalega hvað
ég borða – ef ég geri það ekki krassar
kerfið mitt.“
Vivian segir áhugann á áhrifum
mataræðis á heilsuna lengi hafa
fylgt sér en eftir greininguna hafi
hann aukist enn frekar.
Ég sagði: „Ef það að
vera ein með fjögur
börn er ekki full vinna,
þá veit ég ekki hvað!
Og ég er útbrennd og
þarf hjálp.“
Vivian hér
ásamt börnum
sínum fjórum.
Unu, 14 ára, Esju,
11 ára, Óla, 6 ára
og Funa, 4 ára.
mynd/ aðsend
Kvikmyndin
Napóleons-
skjölin er
byggð á sam-
nefndri bók
Arnaldar Ind-
riðasonar sem
kom út árið
2007.
mynd/Juliette
Rowland
20 helgin FRÉTTABLAÐIÐ 11. FeBRúAR 2023
lAUgARDAgUR