Fréttablaðið - 11.02.2023, Side 21

Fréttablaðið - 11.02.2023, Side 21
Frá því ég steig inn í Kvikmyndaskólann í fyrsta sinn hef ég verið ákveðin í að ég er leikari, punktur. Þetta er búið að vera brjál- æðis hark en ég er líka búin að njóta þess. „Þá fór ég að skoða þetta í kjölinn og læra mikið inn á sjálfa mig,“ segir Vivian sem lærði mikið á námi í Heilsumeistaraskólanum. „Það kviknaði á risastórri ljósa- peru hjá mér og ég skildi svo margt. Ég er ekki á móti lyfjum og útiloka ekki að prófa þau, en fyrir mig fyndist mér ekki rétt að taka lyf að staðaldri. Ég borða allt og er algjör nautnaseggur og er ekkert heilög þegar að því kemur. En dagsdag- lega neyti ég engra mjólkurvara eða hveitis og legg mikla áherslu á græn- meti, ávexti, olíur, ensím og gerla og reyni að hafa mataræðið basískt.“ Vivian segist ekki hafa fengið formlega greiningu á tourette. „Ég veit það bara, ég þarf ekki að fara í greiningu. Þetta var mikið meira þegar ég var yngri, ég var með rosa- lega mikið af kækjum og réð stund- um ekkert við mig. Á þessum tíma var ég líka algjör kálfur og drakk helst lítra af mjólk á dag og sem unglingur var ég öll afmynduð af hormónarugli,“ segir Vivian. „Þetta er þó eitthvað sem ég er búin að mastera, ég lærði sem krakki að fela þetta því mamma skammaði mig mikið fyrir kækina. Hún vissi ekki hvernig hún átti að taka á þessu, það vissi enginn hvað þetta var.“ Mataræðið veitt kontról Vivian segir mikið hafa breyst þegar hún tók út mjólkurvörur. „Ég varð allt önnur líkamstýpa. Mataræðið veitti mér kontról.“ Aðspurð hvernig gangi að læra texta, hvort ADHD hái henni þar svarar Vivian: „Ég læri texta í gegnum líkamann og geri alls konar æfingar til þess. Ég kveiki á grát með ákveðinni hreyfingu, ég þarf ekki einu sinni að hugsa. Í skóla lærir maður alls konar tækni en svo tínir maður út það sem hentar og býr til eigin verkfærakistu. Ég man engin nöfn en er brilljant í tilfinningu,“ segir hún í léttum tón. Vivian segist hafa notið þess í botn að taka þátt í Napóleónsskjölunum. „Ég hugsaði aðeins um það hvernig maður kæmi út sem nóboddí innan um þessa geggjuðu leikara. Ég spurði mig hvort ég yrði sambærileg þessu fólki. En svo gekk þetta alveg rosa- lega vel enda Óskar æðislegur. Ég var líka dugleg að taka smá pláss og nýta mér reynslu hinna leikaranna. Stór- stjarnan Iain var duglegur að gefa af sér til okkar allra og koma með punkta. Það er svo gaman að vinna með svona kláru og reynslumiklu fólki.“ Aðspurð hvernig hafi verið að sjá sig á hvíta tjaldinu með fullum sal af áhorfendum segir Vivian: „Í öllu því sem ég hef gert hef ég alltaf átt erfitt með að horfa á sjálfa mig. Ég er ekki alveg komin þangað. Ég er dugleg að fá að sjá mónitorinn í tökum og það dugir mér. Mér fannst myndin geggjuð en ég ætla ekkert að horfa á hana aftur,“ segir hún og hlær enda ekki mikið fyrir það að horfa á sjálfa sig eins og fram hefur komið. Það er ýmislegt fram undan hjá Vivian en stærsta verkefnið er þættir eftir bókum Yrsu Sigurðardóttur. „Ég er að lesa fyrstu bókina, DNA,“ segir hún og bendir á bókina á stofu- borðinu. „Þetta er allt að púslast saman og ég er spennt fyrir þessu verkefni.“ Viljum heyra um eldri konur Aðspurð hvort hún sé nú komin á þann stað sem hún ætlaði sér svarar hún ákveðin: „Nú er þetta að fara að byrja. Hefði ég verið fljótari hefði ég ekki átt þessi börn? Ég veit það ekki. Ég er svo þakklát fyrir að vera kona á þessum tímum. Ef ég hefði verið uppi 40 árum fyrr væri ég búin að missa bitastæðu hlutverkin og væri sett í hlutverk mömmunnar og svo ömm- unnar vegna aldurs. Þetta er búið að breytast svo mikið, nú viljum við heyra sögur um konur sem eru fimm- tugar og eldri. Þær eru aðalkarakter- arnir, við erum ekki lengur að kaupa það að einhver 25 ára skvís sé búin að mastera allt í lífinu, það eru bara krakkar.“ Vivian er handviss um að æsku- dýrkunin sem tröllriðið hefur þess- um geira lengi vel sé á undanhaldi. „Ég er mjög ánægð með það og það væri gaman að vera til fyrirmyndar í þeim efnum, að vera leikkona sem var fyrst að meika það um fertugt. Mér var bent á það af umboðsmanni að klukkan væri farin að tikka hjá mér og benti honum á móti á að hann vissi greinilega ekki hvað klukkan væri að tikka yfirhöfuð. Þetta er framtíðin!“ segir hún ákveðin að lokum. n Vivian hér ásamt leikurunum Jack Fox, Iain Glen og Adesuwa Oni. Mynd/Juliette Rowland Vivian segir stórleikarann Iain Glen sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt úr Game of Thrones, hafa gefið mikið af sér við tökurnar og hún hafi getað sótt í reynslubrunn hans eins og aðrir leikarar. Mynd/Juliette Rowland Vivian hér við tökur ásamt leikstjóra myndarinnar, Óskari Þór Axelssyni. Mynd/Juliette Rowland Ef ég hefði verið uppi 40 árum fyrr væri ég búin að missa bita- stæðu hlutverkin og væri sett í hlutverk mömmunnar og svo ömmunnar vegna aldurs. Fréttablaðið helgin 2111. Febrúar 2023 lAUgARDAgUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.