Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.02.2023, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 11.02.2023, Qupperneq 26
Hugmyndin að pastagerð- inni La Fresca í Kaupmanna- höfn kviknaði í helgarferð Fannars Hannessonar og Francescu Tenze til Bologna á Ítalíu meðan þau voru í námi. Þau sögðu bæði upp krefjandi störfum sínum og létu drauminn rætast. starri@frettabladid.is Undir lok síðasta árs opnuðu Fannar Hannesson og kærastan hans, Francesca Tenze, pasta- gerðina La Fresca í Vanløse- hverfinu í Kaupmannahöfn. Þar framleiða þau og selja ferskt pasta sem fólk tekur með heim og eldar á stuttum tíma, eins og algengt er á Ítalíu. Fannar og Francesca bjóða meðal annars upp á ravioli með mismunandi fyllingum, ólíkar teg- undir af tagliatelle og þrjár gerðir af gnocchi. „Við framleiðum einnig heimalagaðar sósur eins og hinar klassísku bolognese- og arrabiata- sósur auk þess sem við f lytjum mismunandi sósur frá Ítalíu. Viðtökurnar hafa svo sannarlega farið fram úr væntingum okkar og Íslendingar eru duglegir að styðja við sitt fólk, sem er frábært,“ segir Fannar. Bakgrunnur Fannars og Fran- cescu liggur alls ekki í veitinga- geiranum sem gerir sögu þeirra enn skemmtilegri. „Við erum bæði útskrifuð með master í Interna- tional Marketing & Management frá Copenhagen Business School (CBS),“ segir Fannar sem er 29 ára en hann flutti til Kaupmanna- hafnar fyrir tíu árum síðan ásamt foreldrum og systkinum. „Ég kláraði BSc. í viðskiptafræði frá CBS og hélt svo áfram í meistara- námið og þar hitti ég Francescu á fyrsta skóladegi.“ Francesca er 26 ára og f lutti til Kaupmannahafnar frá Mílanó á Ítalíu fyrir fimm árum til þess að hefja meistaranám sitt við CBS. Byrjaði með einu námskeiði Eftir útskrift þeirra árið 2020 hófu þau bæði störf hjá alþjóðlegum lyfjafyrirtækjum, Fannar hjá Novo Nordisk og Francesca hjá Colo- plast. Hugmyndin að La Fresca kviknaði hins vegar í helgarferð sem parið fór í til Bologna á Ítalíu á seinustu önninni í meistara- námi þeirra. „Þar ákváðum við að skrá okkur á námskeið þar sem við lærðum að búa til ferskt pasta, bara svona upp á gamanið. Bologna er þekkt sem höfuðborg lasagna og þar eru pastagerðir líkar okkar úti um allt sem búa til ótrúlega gott ferskt pasta á hverjum degi.“ Það var í kjölfar þessarar helgar- ferðar sem þau fóru að velta fyrir sér hvort grundvöllur væri fyrir slíkum stað í Kaupmannahöfn. „Á meðan við skrifuðum meistara- ritgerðirnar okkar byrjuðum við því hægt og rólega að pæla meira í hugmyndinni og safna að okkur meiri upplýsingum. Að lokum vorum við komin með 40 blað- síðna rekstraráætlun og fengum síðan fjármögnun upp á átta milljónir íslenskra króna frá sjóði hér í Danmörku til þess að gera La Fresca að veruleika. Hálfu ári seinna skrifuðum við undir leigu- samning á Jernbane Allé 35 í Van- løse, sögðum upp störfum okkar og fórum á fullt með La Fresca.“ Mikil vinna en skemmtileg Það eru mikil viðbrigði að stökkva úr fyrri störfum hjá alþjóð- legum fyrirtækjum í að reka eigin pastagerð en þrátt fyrir mikla vinnu hefur allt ferlið verið mjög skemmtilegt að sögn Fannars. „Það er í rauninni auðvelt að skrá fyrirtæki hér í Kaupmannahöfn og um leið er góður aðgangur að viðskiptahröðlum sem veita góða leiðsögn og innsýn í það sem er gott að hafa í huga þegar maður íhugar að fara í rekstur. Það er mjög hjálplegt þegar maður hefur ekki hugmynd um hvar á að byrja.“ Eins og er reka þau einu pasta- gerðina í borginni sem selur eingöngu ferskt pasta til að taka með heim þannig að engin bein samkeppni er enn til staðar. „Hins vegar er veitingabransinn í Kaupmannahöfn mjög virkur og samkeppnin getur verið mjög hörð innan hans.“ Þessa dagana gera þau því lítið annað en að sinna rekstrinum. „En þegar við höfum tíma finnst okkur gaman að uppgötva nýja matarstaði í borginni og verja tíma með vinum og fjölskyldu. Það er almennt ljúft að lifa og starfa í Kaupmannahöfn. Hér eru auð- veldar samgöngur, gott jafnvægi milli vinnu og daglegs lífs að mestu leyti og við hlökkum nú þegar til sumarsins sem er dásamlegt í Dan- mörku.“ n Hægt er að fylgjast með á Face­ book (lafrescadk), Instagram (lafrescadk) og á lafresca.dk. Afdrifarík helgarferð til Bologna Francesca Tenze og Fannar Hannesson opnuðu pastagerðina La Fresca undir lok síðasta árs í Kaupmannahöfn. Viðtökur hafa verið góðar. MYNDir/AÐSENDAr La Fresca býður meðal annars upp á úrval af ravioli, tagliatelle og gnocchi. Sigríður hefur fundið mik- inn mun á sér eftir að hún byrjaði að taka inn Liði frá Protis. Morgunbrakið í ökkl- unum og viðkvæmir liðir heyra nú sögunni til og hún getur að eigin sögn „djöflast eins og henni sýnist“. „Ég byrjaði að taka inn kollagen því ég var komin á aldur og langaði til að prófa það. Ég er að verða sextug og var farin að finna fyrir liðunum og svo er ég með undirliggjandi rauða úlfa, sem er sjálfsofnæmissjúkdómur,“ segir Sigríður Svava Þorsteinsdóttir sem starfar sem lífeindafræðingur á Landspítalanum. „Ég hef stundað íþróttir af kappi alla mína ævi og haldið mér í góðu formi. Ég hreyfi mig daglega og þar sem ég er í vaktavinnu og starf mitt er líkam- lega erfitt þá er það mikilvægt fyrir mig að vera í formi,“ segir hún. Hafði engu að tapa „Stirðleikinn kemur með aldr- inum og þegar ég stóð upp úr rúminu á morgnana brakaði heil ósköp í helstu þyngdarpunktum neðst í ökklunum. Ég fann líka fyrir töluverðum sársauka við brakið. Nú er ég ekki þung og held mér í nokkuð góðu formi. Ástæðan fyrir brakinu og liða- verkjunum er því aðallega slit sem gerist þegar maður hefur verið mikið í hreyfingu. Ég stundaði langhlaup í mörg ár en geri það ekki lengur. Í dag er ég meira í þolþjálfun á þrektækjum í ræktinni. Mig vantaði eitthvað til að styðja betur við líkamann og kollagen er nú eitthvað sem þú færð ekkert allt of mikið af úr fæðunni. Ég hef lesið mér til um kollagen og sem lífeindafræðingur þá hef ég smá þekkingu á þessu og veit að það getur haft góð áhrif. Ég hafði því í raun engu að tapa.“ Hylkin henta henni Sigríður hefur nú tekið Protis Liði í ár en formúlan er mjög rík af kollageni. „Ég fann mikinn mun á mér eftir um tvo til þrjá mánuði af inntöku. Fyrst byrjaði ég á því að taka inn kollagen frá öðru fyrir- tæki sem kom í duftformi. En mér líkaði ekki lyktin af því, svo mér datt í hug að prófa Liði frá Protis. Ég hafði séð þetta í búðum og það heillaði mig að bætiefnið væri íslensk framleiðsla og að það kæmi úr sjónum við strendur Íslands. Mér finnst gaman að prófa ýmsar húðvörur og f leira sem er framleitt hér á Íslandi, og svo skemmir ekki fyrir að þetta eru f lottar umbúðir. Ég tek fjórar töflur á dag af Protis Liðum og tek það með mér hvert sem ég fer. Þar sem það kemur í hylkjaformi er engin lykt af því sem truflar mig. Í dag finn ég ekki lengur fyrir neinum liða- verkjum í líkamanum og brakið er horfið, sem sýnir að Protis Liðir virka. Ég vil geta hreyft mig og djöflast eins og mér sýnist og þetta smyr vélina. Ég finn líka að hárið er heilbrigðara og ég er farin að safna hári núna á eldri árum, en það er þekkt að kollagen hafi góð áhrif á húð, hár og neglur.“ Er ekki vítamínfrík „Ég þekki sjálfa mig og veit að ég endist ekki í því að taka inn fæðubótarefni sem mér líkar ekki og hefur ekki áhrif. Ég hef til dæmis reynt að taka inn lýsi en gefst alltaf upp á því vegna þess að mér líkar ekki hvernig bragðið af því kemur sífellt upp aftur yfir daginn. Ég er ánægð með Protis Liði enda virkar það fyrir mig. Ég er ekki mikið vítamínfrík og ef Protis Liðir virkuðu ekki fyrir mig þá væri ég einfaldlega ekki að taka það.“ Undraefni fyrir liði, brjósk og bein Protis Liðir er kollagenrík blanda sem kalla má undraefni fyrir liði, brjósk og bein. Það sem gerir vöruna einstaka er innihaldsefnið sæbjúgnaextrakt sem er unnið úr skráp villtra sæbjúgna sem eru veidd í hafinu við Ísland. Form- úlan er sérþróuð sem stuðningur við þá sem vilja bæta heilsu liða, brjósks og beina. Vítamín bæta virknina Protis Liðir er með viðbættu C-vítamíni sem hvetur eðlilega myndun kollagens í brjóski, D-vítamíni sem er mikilvægt fyrir heilbrigði beina þar sem það stuðlar að frásogi kalks úr meltingarvegi, og mangani sem er nauðsynlegt við myndun á brjóski og liðvökva. Túrmerik er svo ákaf- lega ríkt af jurtanæringarefninu curcumin. Þessi einstaka vara er í uppáhaldi hjá mörgum viðskiptavinum en hún er byggð á íslensku hugviti og er afrakstur áralangra rannsókna og þróunarvinnu á efnum sem kallast IceProtein®. n Protis Liðir fæst í flestum mat­ vöruverslunum, apótekum og Heilsuhúsinu. Þess má geta að nú eru bætiefnin frá Protis komin í nýjar og glæsilegar umbúðir. Viðkvæmir liðir heyra nú sögunni til Sigríður Svava Þorsteinsdóttir vinnur á Land­ spítalanum í líkamlega erfiðu starfi og segir gríðarlega mikil­ vægt fyrir sig að vera í formi. Protis Liðir segir hún að smyrji vélina. FréttAblAÐiÐ/ ErNir 4 kynningarblað A L LT 11. febrúar 2023 LAUGARDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.