Fréttablaðið - 11.02.2023, Síða 30
Ertu fjölhÆfur sérfrÆÐingur mEÐ
áhuga á samskiptum og störfum þingsins?
Skrifstofa Alþingis leitar að öflugum sérfræðingi til að sinna krefjandi og fjölbreyttum verkefnum í lifandi
umhverfi. Um er að ræða stöðu í stoðteymi sem sinnir almennri ritaraþjónustu fyrir nefndir og fleiri einingar
auk annarra verkefna. Til greina kemur að ráða í tímabundna stöðu vegna afleysingar.
• Almenn ritaraþjónusta þ.m.t. boðun funda og gesta
• Miðlæg móttaka og skráning erinda og gagna
• Þátttaka í skipulagningu og undirbúningi nefndastarfa
• Gerð samantekta, greiningarvinna og
úrvinnsla upplýsinga
• Önnur verkefni sem stoðteyminu eru falin
• Háskólamenntun og starfsreynsla sem nýtist í starfi
• Faglegur metnaður, jákvæðni og framúrskarandi
samskiptahæfni
• Frumkvæði, sjálfstæði og góð skipulagshæfni
• Mjög gott vald á íslensku og ensku
• Góð tölvufærni og þekking á skjalastjórn
• Reynsla af teymisvinnu er kostur
Helstu verkefni og ábyrgð HÆfniskröfur
Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar 2023 og sótt er um starfið á starfatorg.is
Nánari upplýsingar: Hildur Eva Sigurðardóttir, sviðsstjóri nefnda- og greiningarsviðs | hildureva@althingi.is | 563-0500
frekari upplýsingar um starfið
fagmennska | v irðing | framsækni
Íþróttafélagið Grótta óskar eftir starfsmanni
í 100% starf í íþróttamannvirki Gróttu
Grótta er staðsett á Seltjarnarnesi og innan vébanda þess eru
þrjár deildir; fimleikadeild, handknattleiksdeild og knattspyrnu-
deild. Íþróttamannvirki Gróttu samanstanda af tveimur íþrótta-
sölum, gervigrasvelli, fimleikasal auk búnings- og fundarher-
bergja, skrifstofuaðstöðu, styrktaraðstöðu og veislusals.
Meginmarkmið Íþróttafélagsins Gróttu er að þjónusta alla
félagsmenn á sem bestan hátt. Áhersla er lögð á árangursríkt
samstarf við þá fjölmörgu sem nýta sér þjónustu Gróttu dag
hvern.
Helstu verkefni og ábyrgð
• Starfsmaður aðstoðar nemendur grunn- og leikskóla og iðkendur Íþróttafélagsins Gróttu í leik og starfi.
• Dagleg þrif á íþróttamannvirkinu, t.d. íþróttasölum, göngum, anddyri, veislusal og búningsklefum.
Hæfniskröfur
• Áhugi á að vinna með börnum
• Sveigjanleiki og hæfni í mannlegum samskiptum
• Frumkvæði, jákvæðni og sjálfstæð vinnubrögð
• Hæfni til að vinna í hóp
Vinnutími er breytilegur eða eftir samkomulagi, óskað er er
eftir starfsólki í fullt starf og hlutastörf.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Kári Garðarsson í síma
561-1133 og tölvupósti kari@grotta.is. Nánari upplýsingar um
Íþróttafélagið Gróttu er að finna á www.grotta.is.
Umsóknarfrestur er til 18. febrúar 2023. Umsóknir ásamt
ferilskrá og kynningarbréfi skal senda á netfangið
kari@grotta.is. Viðkomandi þarf að geta hafið störf í síðasta
lagi 1. apríl nk.
Starfsmaður
óskast
Sérfræðingur
í greiningardeild ríkislögreglustjóra
Við leitum að einstaklingi sem hefur góða þekkingu á innlendum og alþjóðlegum fjármálamörkuðum, reynslu af gagnagreiningu, úrvinnslu og framsetningu gagna og hefur brennandi áhuga á að
starfa í síkviku umhverfi. Starfshlutfall er 100%. Umsóknarfrestur er til og með 13. febrúar 2023.
Hlutverk greiningardeildar er að samhæfa og samræma öflun og greiningu upplýsinga og stuðla að nýtingu þeirra við ákvörðunartöku innan löggæslustofnanna. Greiningardeild fer með stjórn
rannsókna mála er lúta að landráðum og brotum gegn stjórnskipan ríkisins og æðstu stjórnvöldum. Greiningardeild framkvæmir áhættumat vegna skipulagðrar brotastarfsemi og hryðjuverka,
þá tekur deildin jafnframt þátt í margvíslegu innlendu og erlendu samstarfi varðandi öryggismálefni.
Í ljósi ríkjandi kynjahlutfalls innan lögreglu og jafnréttisáætlunar lögreglunnar, eru konur sérstaklega hvattar til að sækja um.
Vakin er athygli á því að samkvæmt 28. gr. a. lögreglulaga nr. 90/1996 má engan skipa, setja eða ráða til starfa hjá lögreglu sem hefur hlotið fangelsisdóm fyrir refsiverðan verknað sem framinn
var eftir að hann varð fullra 18 ára eða sýnt af sér háttsemi sem getur rýrt það traust sem starfsmenn lögreglu verða almennt að njóta. Til þess að staðreyna þetta er lögreglu heimilt að afla
upplýsinga úr sakaskrá og málaskrám lögreglu. Með vísan til 24. gr. varnarmálalaga nr. 34/2008 og 20. gr. reglugerðar nr. 959/2012, sbr. einnig 30. og 31. gr. reglugerðarinnar þarf starfsmaður að
standast bakgrunnskoðun til að hljóta öryggisvottun vegna starfans.
Helstu verkefni og ábyrgð
• Gerð áhættumats fyrir peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og önnur tilfallandi verkefni
á grundvelli laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka nr. 140/2018.
• Rannsóknir mála er kunna að varða við X. og XI. kafla almennra hegningarlaga. • Aðgerðir til að koma í veg fyrir fjármögnun hryðjuverka og annarra skyldrar háttsemi. • Önnur tilfallandi verkefni greiningardeildar.
Hæfnikröfur
Menntun, þekking og reynsla
• Meistarapróf í fjármálaverkfræði, hagfræði, viðskiptafræði eða sambærilegu sem nýtist í
starfi.
• Starfsreynsla af fjármálamarkaði eða frá öðrum stjórnvöldum sem og góð þekking á inn-
lendum og alþjóðlegum fjármálamörkuðum.
• Reynsla af þátttöku í alþjóðlegu samstarfi.
• Tölfræðiþekking, reynsla af gagnagreiningu, úrvinnslu og framsetningu gagna.
• Reynsla af gerð áhættumats af einhverju tagi, og/eða menntun, þjálfun eða annars konar
þekking á því sviði.
• Þekking og skilningur á margvíslegum eiginleikum mismunandi kerfa og ferla.
• Gott vald á íslensku, framúrskarandi enskukunnátta og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.
Persónulegir eiginleikar
• Jákvætt viðmót, hæfni til að vinna sjálfstætt sem og hluti af teymi.
• Frumkvæði, lausnamiðuð nálgun og metnaður til að ná árangri í starfi.
• Aðlögunarhæfni, seigla og geta til að vinna undir álagi.
• Skipulagshæfni og öguð vinnubrögð.
Frekari upplýsingar um starfið
Umsóknir skulu berast í gegnum Starfatorg (www.starfatorg.is). Umsóknir sem berast eftir að
umsóknarfresti lýkur verða ekki teknar til greina. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá lokum um-
sóknarfrests. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Umsækjendur skulu senda inn ferilskrá að hámarki 2 bls. ásamt kynningarbréfi sem er að
hámarki 1 bls. á íslensku þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda
sem nýtist til að sinna starfinu í samræmi við þær hæfniskröfur sem fram koma í auglýsingu.
Umsækjendum um störf hjá embætti ríkislögreglustjóra kann að vera gert að leysa verkefni í
ráðningarferlinu sem kæmu, auk annarra þátta, heildstætt inn í mat á hæfni þeirra til við-
komandi starfa.
Embætti ríkislögreglustjóra leitar að öflugum sérfræðingi til starfa í teymi
greiningardeildar.
RÁÐUM EHF • Sími 519 6770
www.radum.is • radum@radum.is
Við ráðum
Ráðum býður upp á ráðgjöf og ráðningar
sniðnar að þörfum viðskiptavinarins.