Fréttablaðið - 11.02.2023, Qupperneq 40
Lystigarðurinn á Akureyri á
sér falinn leyndardóm sem
ekki allir eru búnir að finna.
Veitingastaðurinn LYST var
opnaður í apríl á síðasta ári
og er rómaður fyrir ljúf-
fengar veitingar, framúr-
skarandi þjónustu og hlýlegt
umhverfi.
sjofn@frettabladid.is
Reynir Gretarsson matreiðslu-
maður rekur LYST en hann er frá
Akureyri. Reynir hefur ávallt haft
mikinn áhuga á matar- og súkku-
laðigerð og með árunum jókst
áhugi hans á því að fara út í eigin
rekstur. „Áður en ég fór í þetta
verkefni var ég framleiðslustjóri
hjá Omnom í fimm ár. Þar á undan
hafði ég unnið á veitingastað í
Malmö í tvö ár. Ég bý með kær-
ustunni minni Berglindi Harðar-
dóttur hér á Akureyri.
Ég hef alltaf haft áhuga á matar-
gerð og var fljótur að ákveða að
þetta væri eitthvað sem ég vildi
vinna við. Eftir að hafa unnið í
Svíþjóð, þar sem ég gerði mikið
konfekt, fékk ég áhuga á súkku-
laði sem leiddi mig yfir í að vinna
með Kjartani Gíslasyni og Óskari
Þórðarsyni hjá Omnom. Þessi ár
jókst áhugi minn á eigin rekstri og
pældi ég mikið í hvernig konsept-
veitingastaðir eru með og hvernig
þeir funkera,“ segir Reynir.
Allar kaffibaunirnar kláruðust
Aðspurður segir Reynir að LYST
hafi orðið til þegar Akureyrarbær
auglýsti eftir tilboðum í rekstur í
fallegasta húsi bæjarins, í glæsi-
legasta garði landsins, Lystigarð-
inum. „Berglind bjó þá á Akureyri
og var ekki annað hægt en að keyra
á þetta verkefni, búa til konsept og
finna gott fólk til að vinna með. Ég
var heppinn að hafa kynnst fullt
af frábæru fólki og fyrirtækjum
eftir að hafa unnið hjá Omnom
og hef nýtt mér þau tengsl mikið.
Ég hef einnig fundið fyrir miklum
stuðningi hjá Akureyrarbæ og
bæjarbúum sem vilja auðvitað
hafa LYST opið allt árið en það
hafði ekki verið gert í mörg ár af
fyrri rekstraraðilum.“
Viðtökurnar við opnun á staðn-
um fóru strax fram úr væntingum.
„Við opnuðum LYST í apríl 2022,
og vissum ekkert við hverju var að
búast. Akureyringar tóku okkur
strax svakalega vel, við erum þeim
ævinlega þakklát fyrir skilning
á fyrstu vikunum, til dæmis um
páskana mættu mun fleiri en við
höfðum gert ráð fyrir og allar
kaffibaunirnar kláruðust. Við sem
LYST í lostafulla lystigarðinum á Akureyri
Reynir opnaði veitingastaðinn LYST í apríl á síðasta ári og hafa viðtökurnar verið frábærar, langt fram úr björtustu vonum. Margt er fram undan á LYST næstu
vikurnar og það má með sanni segja að búið sé að glæða Lystigarðinn á Akureyri lífi. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN
Húsið sem hýsir LYST er reisulegt og fallegt, staðsett í einum fallegasta garði
landsins. Logi Einarsson teiknaði húsið og gluggarnir eru listaverk út af fyrir
sig. Rýmið er listrænt og fallegt.
Vinsælasti rétturinn á LYST er þetta girnilega avókadósalat á súrdeigsbrauði.
betur fer lærðum af þessu og hefur
það ekki komið fyrir aftur.“
Frá orðinu lostagarður
Reynir segir að það hafi ekki verið
erfitt að finna nafn á staðinn.
„Nafnið LYST kemur frá stað-
setningunni. Einhver sagði mér að
það væri skrifað með ypsílon vegna
þess að þetta kæmi frá orðinu losta-
garður. En okkur fannst sniðugt að
kalla staðinn LYST með tengingu
í orðið matarlyst líka. Margir átta
sig reyndar ekki á því að staðurinn
heitir ekki Kaffi Lyst, heldur LYST,
en við vildum sleppa orðinu kaffi
þar sem okkur langaði að gera
meira en bara kaffihús. Staðurinn
er kaffihús á daginn, en tónleika-
og viðburðastaður á kvöldin. Við
leggjum mikið upp úr góðu nátt-
úruvíni og íslenskum bjór.“
LYST býður alla virka daga
upp á ferskan fisk og grænmeti í
hádeginu. „Við fáum inn ferskan
fisk á hverjum degi og kemur það
reglulega fyrir að hann klárist, en
við viljum frekar klára fiskinn í
hádeginu heldur en að enda á að
vera að elda þriggja daga gamlan
fisk. Fiskurinn hjá okkur er eins
ferskur og mögulegt er. Með því að
bóka fyrir fram er hægt að tryggja
sér fisk í hádeginu. Hægt er að
panta fisk og grænmeti á kvöldin
líka. Með þessu fyrirkomulagi
erum við að reyna að minnka
matarsóun eins og mögulegt er og
halda öllu hráefni fersku,“ segir
Reynir.
Húsið sem hýsir LYST er ein-
staklega fallegt. „Að okkar mati
er LYST í fallegasta húsi bæjarins.
Logi Einarsson teiknaði húsið en
gluggarnir eru listaverk út af fyrir
sig. Verkefnið okkar á LYST var
fyrst og fremst að koma lífi í húsið
allt árið um kring. Síðustu ár hefur
verið frekar rólegt í garðinum á
veturna og fannst okkur það vera
illa farið með svona frábæra stað-
setningu. Margir höfðu áhyggjur
af snjómokstri en það hefur alltaf
verið á misskilningi byggt, Guðrún,
forstöðumaður Lystigarðsins, og
hennar starfsfólk er nefnilega alltaf
mætt fyrst að moka stígana og er
Lystigarðurinn líklega best mokaði
svæðið á Akureyri,“ segir Reynir.
Pop-up dinner konudagshelgina
Ætlunin er að vera reglulega með
viðburði á LYST. „Við byrjuðum
fljótlega eftir opnun að vera með
viðburði, sá fyrsti var líklegast
sumarhátíð LYST. Við stefnum á
að stækka hátíðina enn frekar og
halda sumar- og bjórhátíð. Svo
reynum við að vera með alls kyns
viðburði til að halda lífi í húsinu, á
næstunni verður til að mynda pop-
up dinner með Kára Þorsteins-
syni frá Nielsen á Egilsstöðum og
Kjartani frá Omnom, við ætlum að
vera með fimm rétta veislu og vín-
pörun um konudagshelgina. Síðar í
febrúar verður svo kabarettsýning
þar sem Margrét Erla Maack og
Gógó Starr mæta ásamt fleirum.
Um páskana er stefnan sett á að
hafa nokkra tónleika,“ segir Reynir
og segir að best sé að fylgja LYST á
samfélagsmiðlunum til að fylgjast
með viðburðum.
Við fengum Reyni til ljóstra því
upp hvaða réttur njóti mestrar
hylli meðal iðskiptavina. „Einn
vinsælasti rétturinn okkar hefur
verið avókadósalat á súrdeigs-
brauði frá Brauð & Co, en við
vinnum mikið með þeim,“ segir
Reynir sem er afar spenntur fyrir
framhaldinu.
Avókadósalat
500 g avókadó
125 g sýrður rjómi 36% (mjög
mikilvægt að hafa 36%)
60 g vorlaukur
55 g skalottlaukur
1 stk. rauður chilli
25 g limesafi
4 g salt
Byrjið á því að skera avókadó í
bita og tossið í limesafa. Fínsaxið
vorlaukinn, skallottlaukinn og
chilli. Blandið saman og berið
fram á fallegum disk þar sem
salatið fangar augað. n
6 kynningarblað A L LT 11. febrúar 2023 LAUGARDAGUR