Fréttablaðið - 11.02.2023, Page 44

Fréttablaðið - 11.02.2023, Page 44
Whitney Houston var uppgötvuð á nætur- klúbbi aðeins 19 ára gömul. Hér sést Whitney Houston syngja á tónleikum í Mílanó á Ítalíu árið 1993. Plötur Houston hafa selst í meira en 200 milljónum eintaka og hún vann til fjölda verðlauna fyrir tónlist sína. fréttablaðið/Getty Hér er Whitney í upptökuveri á há- tindi frægðar sinnar á 10. áratugnum. Whitney með móður sinni Cissy Houston í maí árið 1985. Whitney Houston, Bobby Brown og dóttir þeirra Bobbi Kristina Brown. Fjöldi fólks kom saman og minntist Whitney í Los Ange- les þann 13. febrúar, tveimur dögum eftir að hún lést. Söngkonan Whitney Houston lést á þessum degi árið 2012 aðeins 48 ára gömul. Í ár hefði hún orðið sextug hefði hún lifað. Whitney vann til fjölda Grammy-verðlauna og selst hafa yfir 200 milljónir platna. Whitney Houston fæddist í Newark í New Jersey þann 9. ágúst árið 1963. Hún lést á þessum degi árið 2012 en í ár hefði hún orðið 60 ára hefði hún lifað. Whitney var ung að árum þegar fólk var farið að gruna að hún yrði söngkona. Hún átti ekki langt að sækja hæfileikana en söngkonan Dionne Warwick var frænka hennar og móðir hennar stjórnaði kórnum í New Hope-baptistakikjunni og var þekkt í gospelheiminum, söng meðal annars með Arethu Franklin. Whitney byrjaði ung að syngja í kórnum hjá móður sinni og sagðist f ljótt hafa áttað sig á því að rödd hennar væri guðsgjöf. Á unglingsár- unum kom Whitney oft fram ásamt móður sinni og var þá farið að dreyma um frama sem söngkonu. Hana langaði í plötusamning. Um svipað leyti uppgötvaði ljósmynd- ari Whitney og hún varð eftirsótt fyrirsæta, var meðal annars á for- síðu tímaritsins Seventeen sem þá var afar vinsælt. Sló strax í gegn Þegar Whitney Houston var nítján ára kom hún fram á stórum nætur- klúbbi og það sama kvöld var Clive Davis í salnum. Davis var stofnandi plötuútgáfunnar Arista Records og gerði samning við Whitney á staðnum. Hann hóf strax að breyta ímynd hennar úr gospelstelpunni í poppstjörnu. Árið 1983 kom Whitney fram í sjónvarpi í fyrsta sinn, þegar hún söng lagið Home úr söngleiknum The Wiz í The Merv Griffin Show sem sýndur var um öll Bandaríkin. Þau Davis vörðu svo næstu tveimur árum í að vinna að fyrstu plötu Whitney. Þau lögðu mikla vinnu í að finna tónlist sem bæri vitni um afbragðs sönghæfileika hennar. Fyrsta platan kom svo út árið 1985 og bar nafn söngkonunnar, Whitney Houston. Um leið og platan kom út sló Whitney í gegn og var orðin poppstjarna. Sama ár komu svo út smáskífurnar Saving All My Love for You og How Will I Know, þær nutu mikilla vinsælda og komu plötunni á topplista þar sem hún var í fjórtán vikur. Árið 1986 vann Whitey svo Grammy-verðlaun fyrir Saving All my Love for You og það var frænka hennar Dionne Warwick sem afhenti henni verðlaunin. En móðir Warwick og amma Whitney voru systur. Eftir mikla velgengni fyrstu plötu Whitney Houston var ákveðið að gefa út aðra plötu strax árið 1987 en þá kom út platan Whitney. Sú plata seldist líkt og sú fyrri eins og heitar lummur og hlaut Whitney Grammy- verðlaun fyrir lagið I Wanna Dance with Somebody (Who Loves Me). Í kjölfarið jukust vinsældir hennar enn meir og Whitney fór í túr um heiminn. Whitney og Bobby Fyrstu fjórar breiðskífur Whitney seldust í 86 milljónum eintaka um allan heim. Árið 1992 lék hún svo í kvikmyndinni The Bodyguard ásamt Óskarsverðlaunaleikaran- um Kevin Costner og seldist plata Whitney með tónlist úr myndinni í 33 milljónum eintaka. Aldrei hafði frægðarsól hennar skinið eins skært en það sama ár giftist Whitney söngvaranum Bobby Brown en þá höfðu þau verið trúlofuð í þrjú ár. Í fyrstu var hjónabandi ástríkt og kærleiksríkt en það átti eftir að verða stormasamt. Bæði Whitney og Bobby neyttu vímuefna óhóf- lega og snemma fóru á kreik sögur um að hjónabandinu væri lokið. Þá Litrík ævi Whitney Houston birtu slúðurblöð reglulega fréttir af fíkniefnamálum og óæskilegri hegðun hjónanna. Bobby Brown og Whitney Hous- ton eignuðust dótturina Bobbi Kristina Brown árið 1993, hún lést aðeins 22 ára gömul árið 2015. Whit- ney og Bobby voru í mikilli neyslu vímuefna og sagði Bobby í viðtali eftir andlát Whitney að þau hefðu margoft lokað sig inni í einni álmu heimilis síns og neytt vímuefna dögum saman á meðan barnfóstrur sáu um dóttur þeirra. Whitney og Bobby Brown skildu árið 2007 en nokkrum árum fyrr var Brown handtekinn fyrir að beita eiginkonu sína of beldi. Storma- samt hjónabandið, of beldið sem Whitney varð fyrir og neyslan hafði mikil áhrif á líf hennar og ferilinn. Á tímabili þurfti hún trekk í trekk að fresta tónleikum og heilsu hennar hrakaði ört. Hún reyndi margoft að hætta að nota vímuefni en aldrei gekk það vel. Besta vinkona Whitney, Robyn Crawford, segir í nýrri bók að Whit- ney hafi aðeins verið 14 ára gömul þegar hún prófaði kókaín í fyrsta sinn. Oft hafi hana langað að hætta en aldrei hafi hún verið tilbúin og aldrei hafi það tekist. Kókaín var meðal þess sem fannst í blóði Whitney Houston eftir and- lát hennar. Whitney drukknaði í baðkeri á Beverly Hills-hótelinu kvöldið fyrir Grammy-verðlauna- hátíðina á þessum degi árið 2012. Þremur árum seinna fannst dóttir hennar nær dauða en lífi einn- ig í baðkeri og lést hún nokkrum dögum síðar. Whitney og Robyn Robyn Crawford og Whitney Hous- ton voru vinkonur frá því þær voru ungar og allt til ársins 2000 vann Robyn fyrir Whitney. Eftir andlát hennar sagði Robyn frá því að þær hefðu verið meira en vinkonur, að Whitney Houston hefði verið föst inni í skápnum. Whitney var alin upp á afar trú- uðu heimili og var mikið í kirkjunni. Sumarið þegar Whitney var 19 ára vann hún í æskulýðsstarfi ásamt Robyn og það sumar áttu þær í ástarævintýri. Síðar fluttu þær inn saman og nutu lífsins og fékk svo móðir Whitney, Cissy Houston, fregnir af sambandinu og tók því ekki vel. Þegar Whitney fékk fyrsta plötu- samninginn stuttu síðar vissi hún að hún yrði að binda enda á sam- bandið, samfélagið væri ekki tilbú- ið fyrir poppstjörnu sem væri svört lesbía. Whitney er frá því sögð hafa falið samband sitt við Robyn og það hver hún raunverulega væri. Hún tók þó alla tíð afstöðu með hinsegin samfélaginu og kom meðal annars fram í gleðigöngunni í New York árið 1999. Líf Whitney Houston var stórt og litríkt. Hún hafði áhrif á fólk um allan heim og var lengi vel sú lista- kona sem hafði hlotið flest verðlaun fyrir tónlist og hafa plötur hennar nú selst í yfir 200 milljónum ein- taka. Hún lést aðeins 48 ára gömul en í ár hefði hún fagnað 60 ára afmæli sínu þann 9. ágúst hefði hún lifað. n Birna Dröfn Jónasdóttir birnadrofn @frettabladid.is 24 helgin FRÉTTABLAÐIÐ 11. FeBRúAR 2023 lAUgARDAgUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.