Fréttablaðið - 11.02.2023, Side 46

Fréttablaðið - 11.02.2023, Side 46
Ég er fjórtán ára þegar ég kem út úr skápnum og hélt í fyrstu að ég þyrfti að hætta í bog- fimi en ákvað að halda áfram. Nóam Óli varð í fyrra fyrsta trans manneskjan til að keppa fyrir Íslands hönd á alþjóðlegu íþróttamóti. Hann segist helst fá hrós frekar en fordóma og segir umræðu um þátttökurétt trans fólks oft þröngsýna. Nóam Óli Stefánsson er á átjánda ári, nemandi í myndlist, gítarleikari og bogfimiiðkandi. Hann braut blað í íslenskri íþróttasögu á síðasta ári þegar hann varð fyrsti trans ein­ staklingurinn til að keppa fyrir Íslands hönd. „Ég er trans táningur, er í list­ námi í framhaldsskóla, gítarleikari í hljómsveitinni Ókindarhjarta sem var að gefa út sína fyrstu plötu og hef stundað bogfimi frá tólf ára aldri.“ Vissi það snemma Nóam var á unglingsaldri þegar hann kom út úr skápnum og óttað­ ist í fyrstu að með því þyrfti hann að hætta að keppa í bogfimi. „Ég er fjórtán ára þegar ég kem út úr skápnum og hélt í fyrstu að ég þyrfti að hætta í bogfimi en ákvað að halda áfram. Á þeim tímapunkti hélt ég að það væri ekki hægt að vera trans í íþróttum, en eins og með margt annað var það hægt. Ég var löngu viss um þetta skref, en fjórtán ára er maður að verða að manneskju og mér fannst þetta rétti tímapunkturinn til að koma út úr skápnum,“ segir Nóam sem fékk strax stuðninginn sem hann þurfti. „Í fyrstu kom ég út úr skápnum við fjölskyldu og nánustu vini en ég þurfti að láta íþróttafélagið vita. Þegar ég breytti nafninu á Facebook fór fólk aðeins að spyrjast fyrir og ég bað starfsfólkið hérna í Bogfimi­ setrinu að láta fólk vita. “ Hann var ekki í íþróttum á yngri árum en foreldrar Nóams skoruðu á hann að prófa bogfimi. „Foreldrar mínir voru að hjálpa mér að finna íþrótt og þau mundu eftir því að mér líkaði við bogfimi þegar ég var í skátasumarbúðum. Ég sá auglýsinguna, prófaði þetta og fann mig strax í þessu.“ Reyndist ekkert stórmál Nóam segir að það hafi ekki verið auðvelt að finna fyrirmyndir þegar hann skoðaði möguleikann á að keppa sem trans strákur í bogfimi. „Bogfimi er lítið samfélag og trans samfélagið er lítið. Þessi tvö mengi tengjast ekki svo þegar ég var að googla trans fólk í bogfimi kom ekk­ ert upp og í öðrum íþróttagreinum var umræðan yfirleitt neikvæð. Trans strákarnir sem ég kynntist sem voru á svipuðum aldri voru ekki í íþróttum, svo það var eng­ inn nálægt að ganga í gegnum það sama og ég. Í fyrstu vildi ég ekki vera fyrstur, og þetta f lækjustig inni í hausnum á mér stækkaði, en eins og þegar ég kom út úr skápnum þá var mikill léttir að taka þessa ákvörðun. Það reyndist lítið mál að breyta nafninu í keppnum og þá átt­ aði ég mig á því að þetta yrði ekkert stórmál fyrir aðra,“ segir Nóam sem keppir í trissuboga. „Trissubogi er ólíkur hefðbund­ inni bogfimi, það eru trissur sem stýra þyngdinni. Það hentar mér mjög vel sem lágvöxnum trans strák að keppa við stærri sís stráka (sís er forskeyti sem er notað um fólk sem upplifir sig á þann hátt að það til­ heyri því kyni sem því var úthlutað við fæðingu. Sís karl er karl sem var úthlutað kyninu „drengur“ við fæð­ ingu, innskot blaðamanns). Ég hef ekki verið á hormónum nægilega lengi til að fá þennan vöðvamassa og trissubogi hentar betur fyrir lág­ vaxna. Það er ekki víst að ég verði mikið hærri en 1,60 svo að það hentar mér vel,“ segir Nóam. Kyn þátttakenda skiptir ekki öllu máli En hvað þarf til að verða góður í bogfimi? „Það þarf mikla æfingu og ein­ beitingu. Þetta snýst um að geta gert eitthvað alveg eins trekk í trekk.“ Í ársbyrjun 2022 keppti Nóam í fyrsta sinn fyrir Íslands hönd þegar hann var hluti af U21 árs liði Íslands á Evrópumótinu. „Við vorum nokkuð viss um að ég yrði fyrsti trans einstaklingurinn til að keppa fyrir Íslands hönd og við ræddum við bæði ÍSÍ og Samtökin ‘78. Hvorugt vissi til þess að það hefði trans manneskja keppt fyrir Íslands hönd svo að við erum að stóla á að ég sé fyrstur, þó að það sé ekki hægt að útiloka annað,“ segir bogfimikappinn sem íhugaði hvort hann vildi láta andstæðingana vita. „Við tókum samtalið um hvort við ættum að láta aðra keppendur vita að ég væri trans. Þarna er ég ekki byrjaður á hormónum, lítill og kannski erfitt að ljúga að ég sé sís strákur. En mér fannst mikil­ vægt, ef einhver unglingur er í sömu sporum og ég einn daginn, að hann geti kynnt sér söguna mína. Það er of boðslega mikilvægt að geta lesið jákvæðar sögur, því umfjöll­ unin sem trans fólk fær í íþróttum er misgóð,“ segir Nóam og segir sína sögu vera dæmi um að leyfa krakka að keppa í íþrótt sem hann er með ástríðu fyrir. „Stuðningurinn var ótrúlega dýr­ mætur. Ég þurfti að tileinka mér það hugarfar að það væru aðrir hlutir sem skiptu máli en kyn þátttak­ enda.“ Bleika hárið vakti meiri athygli Aðspurður segist Nóam ekki hafa upplifað fordóma af hálfu þátt­ takenda á mótinu, enda hafi f lestir verið einbeittir á keppnina. „Ég held að einhverjir hafi áttað sig á því, en það voru allir bara að einbeita sér að keppninni. Það vakti meira athygli að ég væri 1,55 metrar á hæð og með bleikan mull­ ett og miklu minni en allir aðrir í íslenska liðinu. Dómararnir köll­ uðu mig litlu dúlluna í íslenska liðinu. Fólki finnst merkilegra að heyra af þessu í fjölmiðlum en þátt­ takendunum,“ segir hann og heldur áfram: „Fólki finnst þetta merkilegt, að vera trans í íþróttum og keppa við stráka þó að ég minni sömu aðila á að stelpuliðið sé frábært. Það koma oft spurningar um hvort það sé ekki rosalegt að keppa við stráka en þegar allt kemur til alls eru þetta bara íþróttir. Bogfimi er íþrótt þar sem maður spyr sig af hverju það sé kynjaskipt keppni. Er munurinn mikill?“ Nóam segist vera tilbúinn að svara spurningum ef einstaklingar komi til hans með spurningar. „Ég er opinn með það að vera trans og hef tekið þátt í pallborðs­ umræðum um upplifun mína. Það eru margar spurningar og það erfitt að yfirfæra þetta á sumar íþróttir. Ég get bent fólki á það hvernig ég fór að þessu, hvernig ég kom út innan íþróttarinnar og hvernig ég tekst á við fordóma. Bogfimi er mjög umburðarlynd íþrótt.“ Pólitísk umræða Talið berst að umræðu um þátttöku trans fólks í íþróttum. Á síðasta ári tilkynnti Alþjóðasundsambandið um reglur sem fóru langt með að banna þátttöku trans kvenna á afreksstigi. Alþjóðafrjálsíþrótta­ sambandið er með sitt regluverk til skoðunar. „Mér finnst þetta oft vera þröng­ sýn umræða. Það er ákveðin ímynd um hvernig trans fólk er, en fólk áttar sig ekki á fjölbreytileikanum. Líffræðin er f lóknari en við viljum meina og það er hættulegt að setja reglur um líkama fólks þegar kemur að íþróttagreinum,“ segir Nóam og bætir við: „Afreksfólk fæðist oft með ein­ hverja náttúrulega hæfileika og eiginleika og æfir ofan í það. Það er misskilningur að trans konur séu ríkjandi í íþróttum en þegar það gerist er það blásið upp af því að þetta er einföld og ódýr blaða­ mennska á kostnað minnihluta­ hópa. Eru þessar hugmyndir byggð­ ar á staðreyndum, eða út frá skoðun einstaklinga sem vilja ekki að trans fólk taki þátt?“ Hann segir sérstakt að vita til þess að deilt sé um tilvist manns sem ein­ staklings. „Það er verið að búa til viðmið fyrir trans fólk af fólki sem þekkir ekki þessar tilfinningar. Þetta getur verið yfirþyrmandi, því mann langar ekki að vita að tilvist manns geti orðið að slíku deilumáli. Það gleymist að þú ert að rífast um til­ vist manneskju sem sést ekki í ein­ hverjum tölum á blaði.“ n Auk þess að æfa bogfimi er Nóam í námi og gítarleikari í hljómsveitinni Ókindarhjarta. Fréttablaðið/ernir Trissubogi hentar Nóam betur þar sem hann er hannaður til að stýra þyngdinni betur og hentar því betur lágvöxnu fólki eins og Nóam sem er um 1,6 metrar á hæð. Fréttablaðið/ernir Kristinn Páll Teitsson kristinnpall @frettabladid.is 26 helgin FRÉTTABLAÐIÐ 11. FeBRúAR 2023 lAUgARDAgUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.