Fréttablaðið - 11.02.2023, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 11.02.2023, Blaðsíða 48
Líkamsleifar keisara- ynjunnar Anastasíu fundust ekki fyrr en nokkrum árum eftir fall Sovétríkjanna. Anna Anderson Árið 1918 var rússneska keis­ arafjölskyldan myrt af bolsév­ íkum. Í kjölfarið fór orðrómur á kreik þess efnis að Anastasía, yngsta dóttir Nikulásar II. keisara, væri á lífi. Meðal ann­ ars vegna þess að líkamsleifar hennar höfðu ekki fundist. Margir reyndu að notfæra sér það og sögðust vera rússneska prinsessan og þeirra á meðal var Anna Anderson. Anna, sem þótti ansi lík Anastasíu, reyndi að sanna að hún væri prins­ essan, en tapaði dómsmáli þess efnis árið 1938. Fólk sem þekkti til rússnesku keisarafjölskydunnar átti erfitt með að trúa henni, en aðrir voru fullvissir um að Anna væri Anastasía. Anna lést á níunda áratug síðustu aldar 87 ára gömul. Raunverulegar líkamsleifar Anastasíu fundust ekki fyrr en eftir fall Sóvíetríkjanna, nánar tiltekið árið 2007. Í kjölfarið var erfðarannsókn gerð sem leiddi í ljós að hún hefði í raun verið pólsk verkakona að nafni Franziska Schanzkowska, en ekki Anastasía. Steven Spielberg átti eftir að leikstýra kvikmynd um æfi Abagnale og fékk sjálfan Leonardo DiCaprio til að fara með hlutverkið fréttablaðið/epa Frank Abagnale Hinn bandaríski Frank Abagn ale er hvað þekktastur fyrir að hafa verið leikinn af Hollywood­stjörnunni Leonardo DiCap­ rio í kvikmynd Steven Spielberg, Catch Me If You Can, en myndin fjallar einmitt um líf þessa uppátækjasama lygara og svindlara. Eftirminnilegustu lygar Abagn ale varða líklega það hvernig hann kom sér í ákveðin störf ungur að aldri. Á sjöunda áratug síðustu aldar varð hann flugmaður einungis sextán ára gamall og fékk háa stöðu á bráðadeild átján ára. Í hvorugu tilfelli hafði hann nokkur réttindi til að sinna starfinu. Eftir að upp komst um fjölda svika Abagnale þurfti hann einungis að dúsa í fangelsi í fimm ár. En þá fékk hann starf hjá bandarísku alríkislögreglunni sem ráðgjafi við rannsóknir sem vörðuðu svik. Wilhelm Voigt Árið 1906 útvegaði hinn þýski Wilhelm Voigt sér búning prússnesks herforingja. Jafnvel þó að búningurinn passaði Voigt illa tókst honum að láta hann koma sér að góðum notum. Hann heimsótti herskála í Berlín og sannfærði tíu hermenn um að fylgja sér. Þeir fóru saman í bæinn Köpenick og tóku ráðhúsið yfir. Hann sagði hermönnunum að standa vörð um húsið og stöðvaði allar skilaboðasendingar til Berlínar. Síðan lét hann handtaka féhirði bæjarins og sjálfan bæjarstjórann. Og hafði sjálfur á brott með sér fjögur þúsund mörk. Hann skildi eftir nótu, titlaða á fangelsisstjóra sem Voigt hafði kynnst er hann sat inni. Að lokum kom hann sér á brott, með því að skipta yfir í venjuleg föt. Hann var handtekinn vegna málsins tíu dögum síðar. Voigt hlaut viður­ nefnið Kafteinninn af Köpenick. Robert Ripley Bandaríski þúsundþjalasmiðurinn LeRoy Robert Ripley gaf lengi vel út tímaritið Ripley’s Believe It or Not! sem innihélt fjölda sturlaðra „staðreynda“, sem áttu það þó til að vera ekki sannleikanum samkvæmar. Margt sem finna mátti í blaðinu var satt, en annað ósatt. Til að mynda var mikið fjallað um ótrúleg fyrirbrigði í dýraríkinu. Maður með horn á höfði, barn með eitt auga (eins og kýklópar í grískri goðafræði), kona með tungu eins og gaffal, fiskar sem klifra upp tré og kjúklingar með fjóra fætur eru á meðal þeirra vera sem fjallað var um í tímaritinu. Ripley fékk viðurnefnið „mesti lygari heims“, en þegar hann var spurður út í það svaraði hann: „Það skiptir engu máli hvað ég segi. Þið trúið mér hvort eð er ekki.“ Charles Dawson Árið 1912 kynntu breski steingervingaáhuga­ maðurinn Charles Dawson og samstarfsmaður hans, jarðfræðingurinn Arthur Smith Woodward, mikla vísindauppgötvun. Þeir höfðu fundið höfuðkúpu sem þeir töldu vera af týnda hlekknum á milli mannsins og apa í malarnámu við þorpið Piltdown. Piltdown­maðurinn reyndist þó vera settur saman af Dawson, meðal annars úr höfuðkúpu manneskju og tönnum úr órangútan. Það kom þó ekki í ljós fyrr en árið 1953, rúmum fjórum ára­ tugum eftir að félagarnir kynntu uppgötvunina. Undanfarnar vikur hefur bandaríski þing- maðurinn George Santos verið ansi áberandi í fjölmiðlum vegna fjölda fjölbreyttra lyga. Greint hefur verið frá því að ferilskrá hans innihaldi ósannindi og þá hefur hann verið gripinn glóðvolgur við að skrökva að almenningi. jonthor@frettabladid.is Santos hefur til dæmis haldið því fram að móðir hans hafi látið lífið í árásinni á tvíburaturnana, hann hafi rekið dýraskýli, að amma hans hafi lifað af helför- ina og hann segist sjálfur hafa sloppið undan morðtilræði. Ekki hefur tekist að færa sönnur á þessar fullyrðingar. Í tilefni af þessu ótrú- lega máli tók Fréttablaðið saman lista yfir nokkra alræmdustu lygara sög- unnar. n Mestu lygarar sögunnar Bandaríski þingmað­ urinn George Santos hefur gert garðinn frægan undanfarið vegna fjölbreyttra lyga sinna. fréttablaðið/epa 28 helgin FRÉTTABLAÐIÐ 11. FeBRúAR 2023 lAUgARDAgUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.