Fréttablaðið - 11.02.2023, Page 55
Nissan Max-Out fram-
tíðarsportbíllinn er
með láréttu stýri og
engum pedulum en
ekki hefur verið gefið
upp af hálfu Nissan
hvað drífur bílinn
áfram.
Í fyrra seldust aðeins
32.506 Kia Rio bílar
sem er fækkun um 9%
frá 2021.
J.D. Power er stofnun í Banda-
ríkjunum sem mælir gæði
bílamerkja og hversu oft þau
þurfa á viðgerðum að halda.
Stofnunin gaf í vikunni út
tölfræði síðasta árs og þar var
það Lexus-merkið sem tók
aftur toppsætið.
njall@frettabladid.is
Hverju merki eru gefin stig fyrir
vandamál á hvert hundrað farar-
tækja. Vandamálin geta verið ýmiss
konar, allt frá vandamálum með
margmiðlunarskjá upp í bilanir á
vélbúnaði. Vandamál með marg-
miðlunarskjái var reyndar algeng-
asta vandamálið og voru það vanda-
mál tengd Apple CarPlay og Android
Auto, raddstýringu, blátannarbún-
aði og úreltum landakortum sem
voru algengust.
Eins og áður sagði var Lexus í
fyrsta sæti yfir heildina með 133
vandamál á hverja 100 bíla. Fram-
leiðendum er skipt í lúxusflokk og
framleiðendur fjöldaframleiddra
bíla, en í lúxusflokki komu Genesis,
Cadillac og BMW næstir. Í f lokki
fjöldaframleiddra bíla stóð Kia-
merkið sig best með 152 stig, Buick
í öðru sæti með 159, en á eftir komu
Chevrolet, Mitsubishi og Toyota.
Þau merki sem hækkuðu mest frá
síðustu könnun voru Ram, Volvo
og Nissan. Tesla fékk að taka þátt í
fyrsta skipti þrátt fyrir að hafa ekki
leyft J.D. Power að fá aðgang að
neytendamálum í öllum fylkjum
Bandaríkjanna. Fékk Tesla alls 242
stig og var frekar neðarlega á lista og
talsvert fyrir neðan meðallag fram-
leiðenda, sem er 186 stig. n
Lexus tekur aftur fyrsta
sætið í könnun J.D. Power
Lexus er aftur komið í toppsæti áreiðanleikakönnunar J.D. Power. MYND/NJÁLL GUNNLAUGSSON
Kia-merkið
er með fæst
vandamál í
flokki fjölda-
framleiddra
bíla.
njall@frettabladid.is
Nissan hefur frumsýnt útlit nýs
sportbíls sem kallast Max-Out og
mun það nafn vera tilkomið vegna
þess að bíllinn á að fullnýta kolefnis-
lausan akstur til hins ýtrasta. Nissan
hefur þó ekkert gefið upp um hvað
drífur bílinn áfram en líklegast mun
það vera fastkjarnarafhlaða.
Hingað til hafa aðeins verið
birtar tölvumyndir af bílnum en
hér er hann kominn í föstu formi
sem tveggja sæta opinn sportbíll.
Athygli vekur ljósabúnaður í hjóla-
búnaði og stórt loftinntakið að
framan. Að aftan er stór ljósarönd
með Nissan merkingu. Í innréttingu
er breiður upplýsingaskjár yfir allt
mælaborðið sem getur gert allt frá
því að spila tölvuleiki upp í að skrá
brautartíma. Bíllinn er með láréttu
stýri og engir pedalar eru sjáan-
legir, og því má jafnvel búast við að
bíllinn hafi einhverja sjálfsaksturs-
eiginleika. n
Nissan Max-Out framtíðarsportbíllinn
Hvort að Nissan Max-Out tilraunabíllinn nái í einhverju formi í framleiðslu er
engan veginn víst enn þá. MYND/NISSAN
njall@frettabladid.is
Kia Rio mun fara af Evrópumarkaði
áður en árið er úti og án þess að það
komi bíll í staðinn fyrir hann. Er
Kia Stonic ætlað að fylla upp í þann
kaupendahóp sem hann skilur eftir
sig.
Kia Rio hefur verið framleiddur
í Sohari í Suður-Kóreu og er á sinni
fjórðu kynslóð. Alls hafa 148.000
Kia Rio verið afhentir kaupendum
sínum frá 2001 þegar hann kom á
markað. Sala á bílnum hefur minnk-
að mikið á undanförnum þremur
árum og aðeins seldust 32.506 Kia
Rio árið 2022 sem er 9% fækkun frá
2021. Sá bíll sem keppir helst við
Kia Rio er Opel Corsa sem seldist í
164.119 eintökum í fyrra. Kia Rio er
þannig einn af mörgum smábílum
sem hafa fallið fyrir hendi smærri
jepplinga frá sama framleiðanda. n
Kia Rio af Evrópukortinu
Kia Rio smábíllinn verður ekki lengur seldur í Evrópu eftir 2023.
njall@frettabladid.is
Geely sækir nú í sig veðrið sem aldrei
fyrr og von er á fjölda nýrra bíla frá
fyrirtækinu. Undirvagnar frá Geely
munu verða undir mörgum nýjum
bílum frá Volvo, Smart, Zeekr og svo
Polestar.
Ef marka má nýjustu njósna-
myndir af Polestar 4 raf bílnum
má telja líklegt að bíllinn verðir
frumsýndur á þessu ári. Eins og
nafnið bendir til er þetta fjórði bíll
Polestar-merkisins en á markaði
eru Polestar 2 og Polestar 3 sem
var frumsýndur nýlega. Polestar 4
verður jepplingur í millistærðar-
flokki sem mun keppa við bíla eins
og Tesla Model Y og Mercedes-Benz
EQC.
Polestar 4 er fyrsti bíll merkisins
til að koma á PMA-undirvagninum,
sem er svipaður undirvagn og SEA-
undirvagninn frá Geely. Það þýðir
að um 800 volta rafkerfi verður að
ræða og rafmótora sem geta skilað
allt að 637 hestöflum. Myndirnar
sýna vel útlit bílsins og eins og sjá
má sækir hann mikið af útliti sínu
til Polestar 2 og 3. Bíllinn er lægri
en Polestar 3 og eins og forstjóri
Polestar, Thomas Ingenlath, orðaði
það: „faðmar“ hann meira götuna.
Þaklínan er með meira kúpulagi en
innanrýmið verður ekki langt frá
því sem það er í Polestar 3. Loftflæði
mun skipta meira máli í Polestar 4
til að auka drægi bílsins. Þess vegna
er bíllinn með innfelld hurðarhand-
föng til að mynda. Ingenlath hefur
einnig látið hafa eftir sér að bíllinn
myndi byrja í kringum 7 milljónir
króna í verði svo að hann verður
aðeins dýrari en Polestar 2. n
Ný njósnamynd af Polestar 4
Þrátt fyrir mikinn felulit má sjá að framendinn er líkur öðrum Polestar-bílum
með litlu grilli neðarlega á bílnum. MYND/AUTOCAR
Tegund Stig
Lexus 133
Genesis 144
Kia 152
Buick 159
Chevrolet 162
Mitsubishi 167
Toyota 168
Hyundai 170
Mini 170
Nissan 170
Dodge 172
Cadillac 173
Mazda 174
GMC 175
BMW 184
Meðaltal 186
Tegund Stig
Ram 189
Jeep 196
Honda 205
Infiniti 205
Porsche 208
Acura 211
Subaru 214
Volvo 215
Volkswagen 216
Chrysler 226
Jaguar 229
Mercedes-Benz 240
Tesla 242
Ford 249
Audi 252
Lincoln 259
Land Rover 273
FRéttabLaðið bílar 3511. FEbRúaR 2023
laUGarDaGUr