Fréttablaðið - 11.02.2023, Page 56

Fréttablaðið - 11.02.2023, Page 56
Ewa Marcinek og Pálína Jóns- dóttir byggja verkið Djöfulsins snillingur á sameiginlegri reynslu af því að fara í gegnum umsóknarkerfi sem útlending- ur í nýju landi, og skáldskap. Reykjavík Ensemble er alþjóðlegur leikhópur sem var stofnaður 2019 yfir kaffibolla í Iðnó af Pálínu Jóns- dóttur og Ewu Marcinek. Reykjavík- urborg útnefndi Reykjavík Ensemble Listhóp Reykjavíkur árið 2020 og nýlega gerði borgin þriggja ára sam- starfssamning við þau. Pálína: „Þetta er fyrsti langtíma- samningurinn sem við fáum til þess að standa undir starfsemi Heims- leikhússins sem er með leikhópinn Reykjavík Ensemble International Theatre Company. Þetta er leikhús sem býr til pláss fyrir allar þjóðir og tungur sem fela í sér mikla hæfileika og á leiksviðinu.“ Þær Pálína og Ewa lýsa Reykjavík Ensemble sem fyrsta og eina sjálf- stætt starfandi heimsleikhúsinu á Íslandi en helsta markmið þeirra er að búa til virkan atvinnuvettvang innan sviðslista fyrir fjölþjóðlega og íslenska listamenn. Ewa: „Við byrjuðum með ekk- ert á milli handanna fyrir rúmum þremur árum. Fyrsti stóri áfanginn kom 2020 þegar við vorum útnefnd Listhópur Reykjavíkurborgar árið 2020 og það hjálpaði okkur mikið eftir að hafa aðeins verið starfandi í nokkra mánuði. Að fá þennan sam- starfssamning núna er mikil viður- kenning sem stuðlar að sjálfbærni og stöðugleika okkar.“ Eitthvað alveg nýtt Reykjavík Ensemble hefur hingað til sett upp þrjú sviðsverk frá stofnun 2019, þar á meðal Opening Cere- mony og Ísland pólerað, byggt á bók Ewu. Pálína: „Þetta var eitthvað alveg nýtt sem við komum með inn í íslensku sviðslistasenuna, það er að segja að opna gáttina fyrir erlent sviðslistafólk til faglegrar þátt- töku, án þess að tala óaðfinnanlega íslensku. Ísland hefur breyst mjög mikið og nú er hér sest að fjölbreytt sviðslistafólk og listafólk almennt og það var bara klárlega skortur á sýnileika og kynningu á þessu hæfi- leikafólki og tækifærum fyrir það til að vera í samstarfi við íslenskt sviðslistafólk og koma fyrir sjónir áhorfenda.“ Spurðar um hvað felist í þriggja ára samningnum við Reykjavíkur- borg segir Ewa um vera að ræða fjár- hagsstyrk til þriggja ára sem styðji að hluta til starfsemi Reykjavík Ensemble. Ewa: „Að gera leikhús er kostn- aðarsamt og við reiðum okkur á styrki til að gera verkefni okkar að veruleika og borga listamönnunum. Okkur tókst að fjármagna þetta fjórða sviðsverk okkar með styrk frá Sviðslistasjóði og listamanna- launum. Það hefur aftur á móti reynst erfitt að fjármagna verkefni okkar einvörðungu á Íslandi og á heildina litið er meirihluti þess fjármagns, sem gerir okkur kleift að viðhalda starfseminni, fenginn úr erlendum sjóðum. Þessi stuðningur frá Reykjavíkurborg er því afar kær- kominn.“ Stöndum á tímamótum Ewa Marcinek er pólsk að uppruna en hefur búið á Íslandi í tæpan ára- tug. Hún er einnig rithöfundur og gaf í fyrra út ljóðabókina Ísland pólerað sem samnefnd leiksýning byggði á og fjallar um upplifun ungrar pólsk- rar konu af því að flytja til Íslands. Finnst þér íslenski listheimurinn vera að opnast meira fyrir ólíkum menningarstraumum? Ewa: „Mér finnst hafa orðið mikil breyting og við stöndum á ákveðn- um tímamótum þar sem svo margt er að gerast. Við vitum hvað er að gerast í bókmenntaheiminum en í fyrra voru nokkrar bækur gefnar út eftir rithöfunda af erlendum upp- runa. Við Pálína vorum með eitt fyrsta framtakið til að ná til erlends sviðs- listafólks en síðan hafa orðið til fleiri sviðslistahópar á borð við Pólís og R.E.C. Arts og það eru mun f leiri núna sem eru að styðja við jaðar- setta minnihlutahópa sem er frá- bært.“ Manneskja með hæfileika Ný ja st a lei k verk Reyk jav í k Ensemble, Djöfulsins snillingur, verðu frumsýnt í Tjarnarbíói í lok mars. Verkið fjallar um Urielu, unga listakonu sem flytur til Íslands og sækist eftir að fara í áheyrnarprufu hjá Þjóðsirkusnum. Í stað þess að komast inn í listaelítuna lendir hún í erfiðri baráttu við kerfið. Pálína: „Orðatiltækið „djöfulsins snillingur“ er bæði húmor og hrós og stundum líka notað í háði, nokkuð sem við segjum stundum hvert við annað þegar eitthvað er sniðuglega leyst, sem vísar í að hafa hæfileika. Manneskja með hæfileika getur líka virst svolítið hættuleg, sérstaklega ef við þekkjum hana ekki, því hún getur afhjúpað okkur og samfélag okkar á nýjan, óvæntan og stundum óþægilegan hátt. Það er einmitt eitt meginhlutverk listarinnar.“ Pálína bætir því við að söguþráð- urinn byggi á sameiginlegri upp- lifun meðlima Reykjavík Ensemble af því að fara í gegnum umsóknar- kerfi sem útlendingur í nýju landi. „Ég hef verið innflytjandi í Banda- ríkjunum og þau sem vinna með mér hér hafa reynslu af samskipt- um sínum við Útlendingastofnun – stofnun sem er í kastljósinu um þessar mundir. Við erum að spyrða saman bæði það að vera útlendingur en líka í ofanálag það að vera lista- maður. Það er svona tvöföld áskor- un, tvöfalt drama,“ segir hún. Kafkaísk svört kómedía Ewa, er þetta eitthvað sem þú hefur upplifað sjálf hér á Íslandi? Ewa: „Klárlega. Þetta hefur verið langt ferðalag og margt ótrúlegt sem gerðist á leiðinni. Eins og þegar ég hitti Pálínu í kaffi árið 2019 og sama daginn stofnuðum við leik- félag. Ég hef verið mjög heppin og það sem við erum líka að reyna að gera með þessu leikfélagi er að búa til vettvang til að gefa öðrum tækifæri og líka að sviðsetja okkar sögur svo aðrir innflytjendur geti komið á sýningar og fyllst inn- blæstri.“ Verkinu Djöfulsins snillingur er lýst sem svartri kómedíu og sækir verkið innblástur til Gleðileiksins guðdómlega eftir Dante og Gesta- boðs Babettu eftir Karen Blixen. Pálína : „Við sameinuðumst í gegnum þá hugmynd að skrifa kaf kaíska svarta kómedíu út frá sjónarhorni manneskju sem mætir fáránlegum aðstæðum. Söguhetjan kemur hingað með þá köllun að starfa sem listamaður og er með nokkuð skýra mynd af því hvað hún vill leggja af mörkum í þessu landi en upplifir það að f lækjast í geðþóttafullu, vélrænu sjálfsaf- greiðslukerfi valdsins sem metur hvort hún er þess verðug að hljóta landvistar- og atvinnuleyfi.“ Fimm þjóðerni Stór alþjóðlegur hópur listamanna tekur þátt í verkinu. Pálína leik- stýrir en þær Ewa skrifuðu hand- ritið saman. Þá semur hinn þekkti ástralsk-íslenski tónlistarmaður Ben Frost tónlist og hljóðverk. Pálína: „Aðalleikkonan okkar heitir Jördis Richter og kemur frá Þýskalandi, svo erum við með einn leikara frá Írlandi sem heitir Paul Gibson, írsk-enska leikkonu sem heitir Heidi Bowes, íslenskan leikara sem heitir Snorri Engil- bertsson og spánskan leikara sem heitir Jordic Mist. Leikritið fer fram á nokkrum tungumálum, er fyrst og fremst borið upp á enskri tungu en líka íslenskri og þýskri.“ n Stofnuðu alþjóðlegan leikhóp yfir kaffibolla Sviðslista- konurnar Pálína Jónsdóttir og Ewa Marcinek segja Reykjavík Ensemble vera fyrsta og eina sjálfstætt starf- andi heimsleik- húsið á Íslandi. Fréttablaðið/ Sigtryggur ari Þorvaldur S. Helgason tsh @frettabladid.is Þetta var eitthvað alveg nýtt sem við komum með inn í íslensku sviðslistasenuna, það er að segja að opna gáttina fyrir erlent sviðslistafólk. Pálína Jónsdóttir Djöfulsins snill- ingur verður frumsýnt í Tjarnarbíói í lok mars. mynd/aðSend 36 menning FRÉTTABLAÐIÐ 11. FeBRúAR 2023 LAUgARDAgUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.