Fréttablaðið - 11.02.2023, Side 57
Í Hringrás fá
áhorfendur
að sjá hrífandi
myndbandsinn-
setningu af
líkama Þyríar
Huldar á með-
göngu á meðan
hún dansar sjálf
á sviðinu.
Mynd/Saga Sig
Dans
Hringrás
Íslenski dansflokkurinn
Höfundur og dansari: Þyrí Huld
Árnadóttir
Tónskáld: Urður Hákonardóttir
Búninga- og leikmyndahönnun:
Júlíanna Lára Steingrímsdóttir
Myndbandsinnsetning: Saga
Sigurðardóttir
Sesselja G. Magnúsdóttir
Í dansverkinu Hringrás sem frum-
sýnt var á Litla sviði Borgarleikhúss-
ins 3. febrúar 2023 skoðar Þyrí Huld
Árnadóttir hvað gerist við líkama
kvenna við meðgöngu og fæðingu.
Í verkinu fá áhorfendur að sjá hríf-
andi myndbandsinnsetningu af
líkama hennar á meðgöngunni og
með börnunum sínum eftir fæðingu
en hún dansar sjálf á sviðinu, aftur
komin í sitt fyrra form sem dansari.
Hugmyndina að verkinu má rekja
allt að tvö ár aftur í tímann þegar
Þyrí, þá komin nálægt 30 vikur
á leið með sitt annað barn, gerði
stutt myndbandsverk ásamt Sögu
Sigurðardóttur ljósmyndara þar
sem líkami hennar og hreyfingar
voru í fyrirrúmi. Þær héldu síðan
áfram að safna myndefni alveg þar
til hún var komin á steypirinn og
eftir fæðinguna, þá líka með henni
og börnunum tveimur.
Eigin líkami, eigin hreyfingar
Verkið Hringrás er óður til kven-
líkamans og hvernig hann aðlagast
og bregst við því að bera barn en
ekki síður þá áskorun sem konur
standa frammi fyrir þegar líkami
þeirra breytist í það að vera hýsill
fyrir annan einstakling en ekki
þær sjálfar. Þyrí sem hefur einstakt
vald á líkama sínum sem skilar sér
í áhugaverðum og persónulegum
dansstíl leyfir styrkleikum sínum
sem dansara að njóta sín og hæfir
hreyfiforði hennar sérlega vel við-
fangsefni verksins.
Það var á millistríðsárunum að
nýr stíll í dansi tók að þróast bæði
í Bandaríkjunum og Þýskalandi,
dansstíll sem seinna var kallaður
módern dans. Hann lagði áherslu á
að hver dansari yrði að vinna með
„eigin líkama og eigin hreyfingar“
í danssköpun sinni og sækja þær
hreyfingar hið innra. Tjáningin
var grundvallaratriði og markmið
sýninga var að hreyfa við áhorf-
endum. Þessi þá nýja nálgun var
sett fram sem gagnrýni á ballettinn
sem byggði á „skilgreindum líkams-
ímyndum og skilgreindum sporum“
og hafði að markmiði að heilla
áhorfandann með ofurtækni og
mikilfenglegri umgjörð. Nú skyldi
dansinn takast á við málefni líðandi
stundar og sammannleg viðfangs-
efni í stað þess að setja ævintýri
til af þreyingu á svið. Ævintýra-
prinsessur og dísir voru ekki lengur
túlkaðar á sviðinu heldur raunveru-
legar konur og viðfangsefni þeirra.
En áfram voru það þó aðeins ungir
vel þjálfaðir dansarar sem dönsuðu
á sviðinu.
Falleg og djörf ákvörðun
Það er ekki langt síðan ófrískar
konur huldu ástand sitt. Útþaninn
kviður og þrútin brjóst þóttu ekki
aðlaðandi hvað þá á sviði. Ákvörðun
Þyríar að setja kvenlíkamann í sinni
viðkvæmustu mynd á svið er falleg
og djörf. Þungaður líkami hennar
birtist reyndar í mynd en ekki í
raunheimum en sú staðreynd að
þungun er ástand sem hefur sinn
tíma og ekki er hægt að stöðva gerir
annað erfitt viðureignar. Umgjörð
verksins, búningur úr fínlegu efni í
húðlit og myndbandsinnsetningin
með nánast nakinn líkamann, form
hans og mýkt hæfði efninu líka vel.
Það er ekki síður fallegt hvernig hún
hyllir móðurina sem eins og Fönix
rís aftur upp eftir barnsburð og
verður jafnvel enn sterkari en áður.
Það er enn viðkvæmt fyrir marga
að gefa sviðið þeim sem ekki passa
inn í hefðbundna ímynd dansar-
ans þó að innan dansheimsins hér
á landi hafi á undanförnum árum
verið unnið að því að skilgreina og
þróa upp á nýtt hverjir hafa rödd
og líkama til að tjá sig í hreyfingu á
sviði danslistarinnar. Verkið Hring-
rás er áhugavert innlegg í þessa
umræðu sem er aðeins rétt að byrja.
Fall er fararheill
Frumsýning verksins gekk þó ekki
vandræðalaust fyrir sig því í tví-
gang varð að stöðva sýninguna
vegna þess að tæknin virkaði ekki,
eitthvað sem á ekki að gerast í stóru
atvinnuleikhúsi. Í fyrra skiptið
hafði Þyrí dansað nokkra stund
áður en hún stoppaði og tekið var
um 10 mínútna hlé vegna þess að
tónlistin lét á sér standa. Hreyfing-
arnar virkuðu algjörlega einar og
sér þó að heildarupplifunin yrði
enn sterkari þegar tónlist Urðar
Hákonardóttir var einnig til staðar
og f læddi ljúf lega með. Seinna
skiptið sem varð aðeins augnabliks
hlé gáfu áhorfendur sitt í að skapa
stemmingu í salnum með Þyrí en
þar kom ekki síður vel í ljós hvað
hún er sterkur f lytjandi að geta
dottið inn og út úr dansinum án
sýnilegra vandkvæða. n
niðurstaða: Hringrás er
heillandi verk um undur kven-
líkamans og það magnaða ferli
að verða móðir. Allt yfirbragð
verksins er látlaust en á sama tíma
sterkt.
Óður til móður og líkama hennar
Sveinn Ólafur og Sara Dögg halda áhorfendum á tánum en ná ekki saman þannig að smellur í. Mynd/aðSend
Leikhús
Venus í feldi
eftir david ives
Tjarnarbíó í samvinnu við edda
Production
Leikarar: Sara Dögg Ásgeirsdóttir
og Sveinn Ólafur Gunnarsson
Þýðing: Stefán Már Magnússon
Leikstjórn: Edda Björg
Eyjólfsdóttir
Leikmynd: Brynja Björnsdóttir
Búningar: María Ólafsdóttir
Tónlist og hljóðmynd: Halldór
Eldjárn
Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson og
Jóhann Friðrik Ágústsson
aðstoð við danshreyfingar:
Sveinbjörg Þórhallsdóttir
dramatúrg og aðstoð við
leikstjórn: Hafliði Arngrímsson
Sigríður Jónsdóttir
Við erum stödd í leikhúsi. Prufur
standa yfir en ganga ekki vel. Tómas,
leikskáld og leikstjóri, er á leiðinni
heim í rigningunni. Allt í einu birtist
leikkona eins og elding inni í leik-
húsinu. Hún heitir Vanda, alveg eins
og aðalpersónan í nýja leikritinu,
aðlögun á skáldsögunni Venus í feldi
eftir Leopold von Sacher-Masoch en
hugtakið masókismi dregur nafn
sitt frá honum.
Hvalreki fyrir leikhúsið
Venus í feldi var frumsýnt í Tjarnar-
bíó í janúarlok og verður að teljast
hvalreki fyrir íslenskt leikhús. Leik-
rit David Ives hafa örsjaldan ratað
á leiksvið landsins, sem er synd því
verk hans eru iðulega forvitnileg,
fyndin og skarplega ígrunduð. Þar
má sérstaklega benda á All in the
Timing, safn örleikrita sem komu
honum á kortið. Draga má þó í efa
skynsemi hans að selja kvikmynda-
réttinn af Venus í feldi til leikstjór-
ans Romans Polanski. Í verkinu
leikur hann sér að leikhúsforminu,
frásagnarhefðum og regluverki sam-
félagsins. Raunveruleiki og fantasía
blandast saman, persónur skipta
stöðugt um ham og áhorfendur vita
ekki hvaðan á sig stendur veðrið.
Karl og kona. Leikstjóri og leik-
kona. Tómas og Vanda. Severin og
Vanda. Sveinn Ólafur og Sara Dögg.
Þrátt fyrir að persónur verksins séu
einungis tvær eru mögulegar sam-
setningar nánast óteljandi. Mikið
mæðir á leikurunum tveimur sem
þurfa að feta mjög f lókinn stíg á
milli heima og tilfinninga. Fram-
vindan er reglulega brotin upp af
karakterunum, sem togast á um
völd og samfélagslega stöðu. Sveinn
Ólafur og Sara Dögg halda áhorf-
endum á tánum, lifandi í túlkun
sinni en ná ekki saman þannig að
smellur í.
Köld upplifun
Listræna teymið vinnur lipurt
saman til að styðja við textann
og þá er kannski markverðust sú
ákvörðun að staðsetja áhorfendur
á sviðinu sjálfu þannig að horft er
út í sal. Áhorfendur eru dregnir
inn í leikrænu fantasíuna en alltaf
meðvituð um að vera í leikhúsi.
Leikstjórinn Edda Björg Eyjólfs-
dóttir hefur ágætis tök á textanum
og skilar verkinu vel upp á leiksvið
en kryddið vantar, x-ið í Madame X
og yfirnáttúrulegu tengslin. Mögu-
lega má skrifa þessa fjarlægð að
einhverju leyti á Ives, hann er ætíð
ofurmeðvitaður um form og bók-
menntafræðilegt innihald frekar
en að skrifa um persónur af holdi
og blóði.
Sýningatími er knappur og eru
áhorfendur hvattir til að kaupa
miða. Það er ekki á hverjum degi
sem að sjálfstæða senan býður upp
á fersk erlend leikrit, eitthvað sem
fleiri mættu huga að. Hver hefur að
lokum valdið? Sá sem kýs refsingu
eða sá sem refsar? Hvernig stjórna
áföll fortíðarinnar ákvörðunum
framtíðar? Venus í feldi fjallar um
allt þetta og meira. En þrátt fyrir
eldheit efnistök er Venus í feldi
fremur köld upplifun, handverkið er
of sýnilegt á kostnað persónulegrar
tengingar. n
niðurstaða: Laglega fram-
kvæmd og spennandi sýning sem
skortir ástríðu.
Valdið
og þráin
Verkið Hringrás er
óður til kvenlíkamans
og hvernig hann
aðlagast og bregst við
því að bera barn.
Venus í feldi var frum-
sýnt í Tjarnarbíó í
janúarlok og verður að
teljast hvalreki fyrir
íslenskt leikhús.
Fréttablaðið menning 3711. Febrúar 2023
LAUgARDAgUR