Fréttablaðið - 16.02.2023, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 16.02.2023, Blaðsíða 4
Það er verið að reyna til þrautar hvort sjáist til lands. Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA Búið að dreifa 45 tonn- um af sandi í vetur í fjórum umferðum. Ef ójafnræði ríkir milli íslenskra flugfélaga og erlendra flugfélaga minnkar flugið í kring- um Ísland ekki neitt. Það breytist bara þannig að íslensk flugfélög detta úr leik. Guðlaugur Þór Þórðarson, um­ hverfisráðherra kristinnpall@frettabladid.is Reykjavík Búið er að dreifa um 45 tonnum af sandi á götur Reykja- víkurborgar það sem af er vetri, sem er mun minna en síðastliðin ár. Það er hluti af markmiðum borgarinnar að minnka sandnotkun. Þetta kom fram í svari Reykja- víkurborgar við fyrirspurn borgar- ráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Í svarinu kemur fram að borgin hafi hætt að dreifa sandi á stofn- og hjólastígum og dreift sandi fjórum sinnum á stíga í þjónustuflokki 3 það sem af er vetri. Það sé vilji borgarinnar að halda áfram þar sem þetta hafi komið vel út og markmiðið sé að draga alveg úr sandnotkun á stígum þar sem það komi betur út þegar borgar- landið komi undan vetri. n Vilja hætta að sanda göturnar Sandurinn á það til að setja ljótan svip á götur borgarinnar þegar tekur að vora. fréttablaðið/Pjetur Guðlaugur Þór Þórðarson segir að bréf Katrínar Jak- obsdóttur til Ursulu von der Leyen um aðstæður Íslend- inga líkt og aðrar áherslur íslenskra stjórnvalda miði að því að jafna samkeppnis- stöðu íslenskra flugfélaga. bth@frettabladid.is UmhveRfismál Óskir íslenskra stjórnvalda um að horft verði til hagsmuna Íslendinga er kemur að losunarskatti á millilandaflug hafa ekki leitt til niðurstöðu. Óskirnar hafa komið fram í bréfaskriftum Katrínar Jakobsdóttur forsætis- ráðherra og Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB. Ekki er um að ræða að Ísland njóti sérstakra forréttinda í mengunar- málum að sögn umhverfisráðherra. „Í meginatriðum snýst málið um að íslensk f lugfélög starfi á jafn- ræðisgrundvelli við erlend flugfélög í því kerfi sem við búum við,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson. „Ef ójafnræði ríkir milli íslenskra f lugfélaga og erlendra f lugfélaga minnkar f lugið í kringum Ísland ekki neitt. Það breytist bara þann- ig að íslensk flugfélög detta úr leik,“ bætir hann við. Fram hefur komið að Ursula hefur ritað svarbréf við bréfi Katr- ínar. Ekki liggur fyrir hvaða afstaða kemur fram í svarinu. Íslensk stjórnvöld hafa synjað Fréttablað- inu um aðgang að bréf legu svari Ursulu. Guðlaugur Þór segir málið fyrst og fremst á forræði utanríkisráðu- neytisins. Af máli hans má skilja að ráðherrar ríkisstjórnarinnar séu einhuga um hagsmunabaráttuna. „Við þurfum ekkert að skammast okkur fyrir að benda á að fyrirhug- uð reglugerð ESB um losunarskatt af flugi kunni að mismuna löndum. Við erum eyja í Atlantshafinu og ef ný reglugerð þýðir að ekki verði hægt að reka íslensk flugfélög þá er það ekki léttvægt mál,“ segir Guð- laugur Þór. Amerísk eða bresk flugfélög eftir Brexit gætu  svo eitt sé nefnt  haft íslensku flugfélögin undir í Íslands- f luginu að sögn Guðlaugs Þórs ef Ísland muni ekki njóta skilnings. „Þetta mál snýst alls ekki um að Ísland verði stikkfrítt,“ segir Guð- laugur Þór. Hann bætir við að það myndi ekki bæta loftslagið í heim- inum neitt ef umferð yrði sú sama yfir landinu en allt f lugið færðist yfir í hendur erlendra félaga. „Við erum ekkert að gefa eftir í loftslagsmálunum. Við von- umst til að geta verið í fararbroddi þegar kemur að umhverfisvænu eldsneyti á f lugvélar og margt jákvætt er að gerast, en við þurfum skilning á að að íslensk félög geti keppt á jafnræðisgrundvelli.“ Umhverfisráðherra segir ótíma- bært að spá fyrir um lyktir máls- ins. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins hefur ESB ekki gefið nein skýr svör um að sambandið muni fallast á rök Íslands sem bundið er upptöku tilskipana ESB með EES- samningnum. „Það eru mjög miklir hagsmunir undir, allir eru að passa sitt. Heim- urinn er að ganga í gegnum gríðar- legar breytingar en það fylgir engin handbók hvernig best sé að vinna að þeim breytingum. Álitaefnin eru mörg,“ segir Guðlaugur Þór Þórðar- son. n Umhverfisráðherra segir að erlend flugfélög gætu haft Ísland undir Framkvæmda­ stjórn ESB og íslensk stjórn­ völd standa í deilu um hvort horft verði til hagsmuna Íslendinga í millilandaflugi er kemur að losunarmálum. Staða Ice land­ air gæti að óbreyttu veikst. fréttablaðið/ anton brink Þú finnur allar nýjustu fréttir dagsins á frettabladid.is. Innlendar og erlendar fréttir, léttar fréttir, íþróttafréttir, viðskiptafréttir, skoðanapistla, spottið og auðvitað blað dagsins ásamt eldri blöðum. Hvað er að frétta? frettabladid.is gar@frettabladid.is kjaRamál Samninganefndir Sam- taka atvinnulífsins og Ef lingar vörðu deginum í gær við fundahöld í húsakynnum ríkissáttasemjara. Hlé var gert á fundum síðdegis en þeir hófust aftur klukkan átta. „Við erum að reyna að gera það sem hægt er til þess að reyna að koma á eigin legum kjara samnings- við ræðum,“ sagði Ást ráður Har- aldsson, settur ríkissáttasemjari, í gær  um viðræðurnar fram að fundarhléinu. „Það á að ræða saman eitthvað inn í kvöldið til þess að átta sig á því hvort grundvöllur sé til að halda kjarasamingsviðræðum áfram,“ sagði Eyjólfur Árni Rafnsson, for- maður SA, rétt áður en fundir hóf- ust að nýju. Farið verði yfir ýmsa hluti í þeim tilboðum sem legið hafi á borðinu. „Það er verið að reyna til þrautar hvort sjáist til lands,“ sagði Eyjólfur og ítrekaði að ekki yrði samið af hálfu SA á öðrum grundvelli en þegar hafi verið samið við önnur stéttarfélög. „Þetta er bara spurn- ing um útfærslu innan þess.“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formað- ur Eflingar, sagði nýtt hljóð komið í deilurnar. Hún gekk ekki svo langt að segjast vera bjartsýn en sagði að það væri gott að deiluaðilar væru í hið minnsta í Karphúsinu. „Aðgerðir okkar virðast í hið minnsta hafa skilað þeim árangri að gera deiluaðilum í SA það ljóst hve mikilvægt Ef lingarfólk er í samfélaginu,“ segir Sólveig Anna, sem segir það opinbera hve rétt- mætar kröfur Eflingar hafi alltaf verið. Nú eru alls um 800 hótelstarfs- menn og um 70 olíubílstjórar sem taka þátt í verkfalli Eflingar. Í dag hefst atkvæðagreiðsla um verkfall um 1.700 Ef lingarmanna til við- bótar. Er það starfsfólk á hótelum, í ræstingum og í öryggisgæslu. n Funduðu í húsakynnum ríkissáttasemjara fram á kvöld í gær 4 Fréttir FRÉTTABLAÐIÐ 16. FeBRúAR 2023 FiMMtUDAGUr

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.