Fréttablaðið - 16.02.2023, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 16.02.2023, Blaðsíða 22
Stemningin sem er í Krikanum núna flýtti samt kannski aðeins fyrir og gerði ákvörð- unina um að koma heim strax í sumar auðveldari. Barcelona situr í toppsætinu á Spáni á meðan Manchester United er í þriðja sæti á Englandi. Það er alltaf mikil eftirvænting hjá golf- áhugafólki þegar Tiger Woods reimar á sig skóna og tekur upp kylfurnar. Hann hefur ekki tekið þátt í móti frá því á miðju síðasta ári. hordur@frettabladid.is Golf Tiger Woods, einn fremsti kylf- ingur sögunnar, snýr aftur á golfvöll- inn í dag þegar Genesis-mótið fer af stað í Kaliforníu. Líkamlegt ástand Tiger hefur komið í veg fyrir að hann spilaði golf undanfarna mánuði. Kylfingurinn lenti í mjög alvarlegu bílslysi árið 2021 þar sem hann var nær dauða en lífi. Læknar telja það kraftaverk að hann geti gengið í dag, hann hefur tekið þátt í nokkrum mótum eftir slysið en ekki spilað síðan í júlí á síðasta ári. Tiger hafði boðað endurkomu sína á golfvöllinn í desember en varð að draga sig úr leik á síðustu stundu vegna eymsla. „Það er meira ökklinn á mér sem er til vandræða frekar en leggurinn. Leggurinn er betri en á síðasta ári en núna er það ökklinn. Þetta snýst um að hann jafni sig frá degi til dags. Þetta hefur tekið á,“ segir Tiger í aðdraganda mótsins. Um undirbúning sinn undan- farnar vikur segir Tiger hann hafa gengið ágætlega. „Ég vippa og pútta, ég er með fínt æfingasvæði í garð- inum hjá mér. Ég fer svo út á völl og slæ bolta og reyni að labba völlinn, ég hoppa upp í golfbíl ef ég finn fyrir þreytu. Ég hef verið að vinna mig upp úr því að spila nokkrar holur, yfir í níu holur og svo klára 18 holur. Þetta snýst um að byggja sig rétt upp og það hefur gengið frábærlega undan- farið,“ segir Tiger, sem vinnur að því að vera í sínu besta formi þegar Masters-mótið verður leikið í byrjun apríl. Genesis-mótið er eitt af þeim stærstu á ári hverju fyrir utan stór- mótin fjögur en á vellinum verður að finna flesta af fremstu kylfingum í heimi. n Eftirvænting fyrir endurkomu Tígursins á golfvöllinn Tiger Woods mætir til leiks í dag. Fréttablaðið/Getty hordur@frettabladid.is fótbolti Tvö af stærstu félagsliðum fótboltans, Barcelona og Manc- hester United, eigast við síðdegis í dag þegar liðin mætast í Evrópu- deildinni. Bæði félög hafa gengið í gegnum verulega erfiða tíma síð- ustu ár og eru ekki á meðal liða sem taka nú þátt í Meistaradeild Evrópu sem er stærsta svið fótboltans. Barcelona mistókst að komast upp úr riðli sínum í Meistaradeild- inni fyrir áramót á meðan United hefur í allan vetur spilað í Evrópu- deildinni. Um er að ræða fyrri leik liðanna sem fram fer á Nývangi í Katalóníu en síðari leikurinn fer fram eftir viku í Manchester. Það verður áfram hausverkur fyrir Erik ten Hag, stjóra Manches- ter United, að stilla upp miðsvæði sínu en Christian Eriksen er áfram frá vegna meiðsla og þá tekur Mar- cel Sabitzer út leikbann. Ten Hag gleðst þó yfir því að Casemiro er aðeins í banni í enska boltanum og má því taka þátt í leiknum í kvöld. „Bæði félög hafa gaman af því að mæta hvort öðru, þetta er stór áskorun. Við hefðum viljað mæta þeim í úrslitum en svona er þetta,“ segir Ten Hag um leikinn en sigur- vegari einvígisins fer í 16 liða úrslit. „Við erum spenntir, þetta gefur okkur mikla orku því þetta verður frábær leikur. Þetta verður mikil áskorun, við sjáum hvaða leik- menn eru heilir en þetta verður leikur í hæsta gæðaflokki,“ segir sá hollenski. n Stórslagur á Nývangi í kvöld Ten Hag, stjóri Manchester United, er spenntur. Fréttablaðið/Getty Markvörðurinn Daníel Freyr Andrésson er á leið aftur til Íslands. Hann heldur aftur í uppeldisfélagið, FH. Daníel segir að ekkert annað hafi komið til greina en að fara í Fimleikafélagið eftir að ákvörðun um að flytja heim til Íslands hafði verið tekin. Hann er spenntur fyrir komandi tímum. helgifannar@frettabladid.is Handbolti Það var staðfest í gær að handboltamarkvörðurinn Daníel Freyr Andrésson myndi ganga í raðir FH á nýjan leik. Hinn 33 ára gamli Daníel kemur frá danska úrvalsdeildarliðinu Lemvig-Thybo- røn, þar sem hann hefur leikið frá því síðasta sumar. Kappinn gerir tveggja ára samning við Fimleika- félagið. „Þetta er í raun ekki búið að eiga sér langan aðdraganda. Ég talaði fyrst við FH í kringum áramótin og síðan gekk þetta frekar hratt fyrir sig í kjölfarið,“ segir Daníel í samtali við Fréttablaðið. Tímasetningin hentaði Sem fyrr segir hefur Daníel áður verið á mála hjá FH. Hann er uppal- inn hjá félaginu og náði með því frá- bærum árangri á árum áður. Daníel varð til að mynda Íslandsmeistari með FH árið 2011 og var á meðal bestu markvarða í handboltanum hér á landi. Kappinn hélt svo frá FH í atvinnumennsku árið 2014. „Það kom ekkert annað til greina en að fara aftur heim í Krikann,“ segir hann eftir endurkomuna. Samningur Daníels við Lemvig- Thyborøn átti ekki að renna út fyrr en eftir næstu leiktíð en verkefnið hjá FH heillaði, enda búið að leggja mikið í að styrkja liðið fyrir átökin á næstu árum. „Mér leið eins og þetta væri f lottur tímapunktur. Það eru líka spennandi tímar fram undan í Krikanum.“ Félag með háleit markmið Sem fyrr segir er FH stórhuga fyrir næstu leiktíð í Olís-deildinni. Ljóst er að landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson mun einnig snúa heim í Kaplakrika fyrir næstu leiktíð. Hann hefur verið einn fremsti handboltamaður heims undanfarin ár og er afar sigursæll. Ef allt er eðli- legt ætti Aron að reynast hvalreki fyrir Fimleikafélagið. Daníel segir það hafa haft áhrif. „Það spilaði inn í, þó að planið hafi alltaf verið að fara heim í FH. Stemningin sem er í Krikanum núna f lýtti samt kannski aðeins fyrir og gerði ákvörðunina um að koma heim strax í sumar auðveld- ari.“ Lemvig-Thyborøn sýndi ákvörð- un Daníels um að halda heim á leið skilning. „Það var ekkert vesen að fá að fara. Þau skildu ákvörðunina mína vel.“ Líklega kominn til að vera Auk þess að spila með Lemvig- Thyborøn hefur Daníel einnig leikið með Eskilstuna Guif og Ricoh í Svíþjóð, sem og SönderjyskE Dan- mörku. En hefur hann nú sagt skilið við atvinnumennskuna fyrir fullt og allt? „Ég held það. Ég er samt ekki búinn að taka neina ákvörðun um það en það er allavega ekki í áætl- unum hjá mér núna að fara aftur út,“ segir Daníel, sem einnig á að baki eitt tímabil með Val. Daníel áttar sig á því að vænting- arnar til FH eru miklar á komandi tímum. „Ég hef ekki farið náið út í mark- miðin með FH en ég veit að það er búið að vera markmiðið hjá FH lengi að vera besta liðið á Íslandi, allavega berjast við toppinn. Það hlýtur að vera það áfram,“ segir Daníel Freyr Andrésson. n FH eina félagið sem kom til greina Daníel Freyr Andrésson er mættur heim til FH, þar sem hann lék áður við góðan orð- stír. Fréttablaðið/ valli 14 íþróTTir FRÉTTABLAÐIÐ 16. FeBRúAR 2023 FiMMTUDAGUr

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.