Fréttablaðið - 16.02.2023, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 16.02.2023, Blaðsíða 28
Þessi músík hefur höfðað til mín, allt frá því að ég sem barn heyrði Harry Belafonte syngja „Island in the sun“ í útvarpinu. Egill Ólafsson bth@frettabladid.is Sædís Ólöf hjá Kertahúsinu „Vestfirðir eru svo ríkir af ósnertri nátt- úru og víðern- um. Ferðamenn leita hingað vestur beinlínis til að komast í snertingu við hágæða vestfirskt loft. Því þá ekki að njóta ilmsins sem fólk finnur hérna með því að kveikja á kerti?“ segir Sædís Ólöf Þórsdóttir hjá Kertahúsinu á Ísafirði. Hæstánægð með að hafa hlotið styk til framleiðslu á ilmkertum sem munu anga af vestfirskum óbyggðum. Verkefnið er eitt 62 sem Upp- byggingarsjóður Vestfjarða ætlar að styrkja með alls rúmum 43 milljónum króna. Kertin munu meðal annars ilma af hvönn, rekaviði, birki, berjalyngi og sjávarilmi. Sædís segir nýsköpunina meðal annars hafa sprottið upp úr þv að þau hjónin hafi áttað sig á að fjölga mætti minjagripum fyrir þá sem heimsækja Vestfirði. Kertasmiðjan hefur þegar mark- aðssett ýmis kerti og ilmkertin eru næsta skref. Ilmolíur verða fluttar inn frá Bretlandi og Bandaríkj- unum og Sædís mun blanda þeim saman og fanga þannig vestfirska náttúruangan. Hún segir tvær gerðir ilmkerta væntanleg ar en vinnuheitin eru Hornstrandir og Ísafjarðar- djúp. Hornstrandir og Vestfirðir verða fangaðir í ilmkertum Kertin taka á sig ýmsar áhugaverðar birtingarmyndir. Myndir/AðSendAr „Hvönn, rekaviður og mel- gresi verða ráðandi tónar í Hornstranda kertinu en Ísafjarðar- kertið mun meira byggja á birki og krækiberjalyngi Nú vantar mig bara góða sniff- ara til að testa ilminn. Ég er svo bullandi bjartsýn að ég vonast til að koma fyrstu ilmkertunum á markað næsta sumar, eða í öllu falli fyrir jól.“ Kertavaxið er danskt en kertin verða framleidd fyrir vestan. Að sögn Sædísar hefur sú hug- mynd einnig kviknað að opna gestastofu þar sem hver og einn gæti búið til sitt eigið ilmkerti. „Við sjáum fyrir okkur að Kertahúsið verði starfrækt í anda Jólahússins og fleiri svona staða þar sem upplifunin af heimsókn er heill heimur út af fyrir sig. Þessi styrkur skiptir sköpum til þess að þetta ævintýri verði að veruleika,“ segir Sædís. n Þau sem sækja Vestfirðina heim geta stólað á stuðlabergsvaxið. Egill Ólafsson varð sjötugur 9. febrúar og á laugardaginn verður loks fagnað með stæl í Háskólabíói. Tilefnið er enda ærið og allaveganna þrefalt þar sem útgáfuhófi plötunnar Tu duenden/el duende verður f léttað saman við afmælisgleðina og sýnt úr heimildarmynd um gerð hennar þegar bernsku- draumur Egils var pressaður á vínyl. odduraevar@frettabladid.is toti@frettabladid.is Egill Ólafsson, stórleikari, tónlistar- goðsögn í lifanda lífi og Stuðmaður með miklu meiru, var í Japan við tökur á Snertingu, næstu bíómynd Baltasars Kormáks, þegar hann varð 70 ára í byrjun mánaðarins. Egill er í aðalhlutverki myndar- innar og þar sem afmælið bar upp á frídegi frá tökum hafði hann hugsað sér að taka því rólega á tímamótunum. Baltasar hleypti þeim áformum þó í loft upp með því að boða Egil í skyndi á fund sem reyndist þó aðeins yfirskin fyrir óvænta afmælisveislu. Nú er svo loksins komið að opin- berum afmælisfögnuði á heima- vellinum og ekki verið að pukrast með neitt í Háskólabíói á laugar- daginn þegar hjónin Egill og Tinna Gunnlaugsdóttir bjóða, ásamt kvikmyndagerðarmanninum Jóni Karli Helgasyni, til afmælis- og útgáfuhófs tvöföldu plötunnar Tu duenden/el duende sem Egill sendi frá sér fyrir skömmu. „Mig hefur lengi langað að gera plötu í þessum stíl, þessi músík hefur höfðað til mín, allt frá því að ég sem barn heyrði Harry Bela- fonte syngja „Island in the sun“ í útvarpinu og heillaðist svo að ég tók fram lítið ukulele sem ég hafði fengið í sex ára afmælisgjöf og reyndi að herma eftir,“ segir Egill um bernskudrauminn að baki plötunni og hefur nú loksins verið pressaður á vínyl. Hann segir plötuna ekki aðeins tvöfalda heldur sé hún í raun tví-, ef ekki þrítyngd, þar sem fyrri platan er sungin á ensku og spænsku í „latínskum“ stíl en seinni platan á íslensku. „Ég fékk til liðs við mig tvo frá- bæra kúbverska listamenn, þau Argimiro Sánchez og Lissette Hernández,“ heldur Egill áfram og bætir við að gítarleikarinn Argimiro útsetti lögin að réttu hita- Sjötugur Egill snertir bernskudrauminn Egill Ólafs- son við tökur á Snertingu í Japan. Mynd/BAltASAr Breki Sjötugur Egill Ólafsson og Tinna Gunnlaugsdóttir í góðra vina og samstarfsfólks hópi í Japan þar sem Baltasar Kor- mákur lokkaði hann í óvænta afmælisveislu með fölsku fundarboði. Mynd/BAltASAr Breki Landsíminn | stigi og Lissette leiddi sönginn. „Á seinni plötunni sé ég um sönginn með góðri hjálp frá Ellen Kristjáns- dóttur, þeirri frábæru söngkonu og f leirum.“ Egill þakkar góðum vini sínum, spænska bassaleikaranum Peter Axelsson Sörvåg, fyrir að hafa óbeint orðið hvatamaðurinn að því að hann lét gamla Belafonte- drauminn rætast. En auk þess að spila með honum á báðum plöt- unum hafi hann einnig kynnt Egil fyrir kúbverska listafólkinu. „Nú er þessi bernskudraumur að verða að veruleika, en platan er um leið þakkargjörð til RÚV fyrir að færa okkur heim í stofu tónlist frá öllum heimshornum og tendra þannig neistann í litlu drengshjarta svo hann varð ekki samur eftir,“ segir sjötugur Egill Ólafsson sem lét gamlan draum rætast áratug- um eftir að smágutti heyrði söng Harry Belafonte á gömlu gufunni og teygði sig eftir ukuleleinu sem hann fékk í sex ára afmælisgjöf. n 20 lífið FRÉTTABLAÐIÐ 16. FEBRúAR 2023 fiMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.