Fréttablaðið - 16.02.2023, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 16.02.2023, Blaðsíða 16
Sigríður Ósk Hrafnkels- dóttir, alla jafna kölluð Sigga Ózk, hefur ávallt vakið athygli fyrir útgeislun sína, fallegan klæðaburð og list- ræna hæfileika. Hún er einn þátttakenda í Söngvakeppni Sjónvarpsins 2023. sjofn@frettabladid.is Sigga Ózk útskrifaðist frá alþjóða- brautinni í FG með fatahönnun á kjörsviði. „Ég söng frumsamið lag og klæddist kjól sem ég saumaði sjálf á útskriftardaginn. Ég hef ávallt haft áhuga á tónlist, söng, dans, tísku og leiklist. Sem barn æfði ég píanóleik, leiklist og söng en var mest á dansæfingum. Ég byrjaði að dansa með 16 ára stelpum þegar ég var 12 ára í Sví- þjóð þegar ég bjó þar,“ segir hún. „Helsta áhugamál mitt eru „show“ þar sem öllum mínum áhuga- málum er blandað saman, söngur, leiklist, dans, tíska og tónlist. Mér finnst mest gaman að láta alla þessa hluti tengjast í einu „showi“,“ bætir hún við. Með stóra drauma Sigga Ózk er á öðru ári í söngleikja- deildinni í Söngskóla Sigurðar Demetz. „Þar fyrir utan hef ég kennt í grunnskólum auk þess að koma fram með eigin tónlist á ýmsum stöðum. Ég stefni á að gefa tónlistina út um allan heim. Með henni langar mig síðan að stofna nokkur fyrirtæki og eitt af þeim væri fatamerki. Mig hefur alltaf dreymt um að hanna eigin fatalínu.“ Sigga Ózk segir að móðir hennar hafi verið fyrirmynd hvað varðar tísku. „Mamma hjálpaði mér alltaf með val á því hverju ég ætti að klæðast þangað til ég vildi fá að ákveða það sjálf. Einnig aðstoðaði hún mig við að læra á saumavél og sauma mín eigin föt. Ef ég ætti að velja yrði fatastíllinn minn afslappaður og klassískur í senn. Síðustu ár hef ég verið mikið í ljósum fötum og helst skyrtum með „puffy“ ermum, mér finnst það ýkja mittið, sérstaklega ef ég er í buxum sem eru útvíðar og háar í mittið, það er stíll sem klæðir mig. Ég hef mikla skoðun á litasam- setningu og jafnvægi. Ég reyni að vera helst ekki meira en í þremur litum í einu. Ég vil ýkja það sem mér finnst flott eins og mittið og fætur. Er nánast alltaf á hælum eða platform skóm því ég er svo lítil,“ segir hún. „Það var ekki fyrr en í mennta- skóla sem ég fattaði að öllum var Dreymir um að koma tónlistinni út í heim Sigga Ózk hefur afslappaðan stíl en þó klass- ískan. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Sigga Ózk, sem er meðal keppenda í Söngvakeppni Sjón- varpsins að þessu sinni, kann best við sig á háum hælum enda segist hún vera smávaxin. Ljósir litir eru í uppáhaldi hjá Siggu Ózk og stórar töskur. Söngkonan Sigga Ózk brá á leik fyrir ljósmyndarann og smellti á sig skrautermum. Skórnir glitra skemmtilega. í rauninni sama hverju ég klædd- ist því flestir hugsa einungis um sjálfan sig og hvort þeir séu nógu töff. Á þessum tíma var ég búin að fara í heimsreisu með mömmu og systur minni þar sem ég fékk að sjá alls kyns fatastíla. Ég áttaði mig á að öllum er sama, ég get verið í því sem mig langar. Þá byrjaði ég líka að prófa að mæta í pels, inniskóm eða einhverju slíku bulli í skólann en öllum var sama, það var ákveðið frelsi og góð tilfinning. Þegar ég hóf nám í háskóla fór ég meira út í klassíska stílinn og hef haldið honum. Þegar ég fór að gefa út tónlist og fór að klæðast alls kyns glingurfötum á sviði vildi ég að fólk sæi mig líka vel klædda úti í búð. Ég fer eigin leiðir í fatastílnum og hef til dæmis ekki fallið fyrir mikilli förðun eða lokki í nefi.“ Útvíðar svartar silkibuxur Fyrir utan kjólinn í Söngvakeppn- inni segist Sigga Ózk eiga slatta af uppáhaldsflíkum. „Svo fátt eitt sé nefnt þá eru svörtu útvíðu silki- buxurnar mínar í uppáhaldi, þær eru í raun víetnamskar þjóðbún- ingabuxur en ég elska að klæðast þeim, einnig get ég nefnt toppinn og ermarnar sem Perla Rúnars- dóttir saumaði handa mér fyrir online tónleikana mína. Þá keypti ég skó, icon skó, á DollsKill til að hafa á cover myndinni á laginu Segðu mér og mér til furðu sá ég að Ariana Grande var í eins skóm í Thank u, next myndbandinu þegar hún lék Elle Woods í nöglum.“ Fyrir Siggu Ózk er ómissandi að eiga gott veski. „Ég á tvær stórar töskur, eina ljósa og eina svarta til að vera með stóra hluti í en síðan er ég með tvær litlar töskur, eina perlu og aðra svarta. Síðan á ég eina bleika í millistærð úr Yeoman, ég get komið öllu í þá tösku og líður eins og Mary Poppins þegar ég er að taka hluti úr henni,“ segir hún. „Mér finnst mjög mikilvægt fyrir ungar stelpur að klæða sig ekki einungis til að sýna sig fyrir öðrum eða fá athygli frá strákum. Klæddu þig bara í því sem þér finnst flott. Ekki láta aðra ráða því hvernig þú klæðist heldur farðu að eigin stíl. Mundu að allir eru bara að reyna að vera töff líka, vertu þú sjálf,“ segir söngkonan. n 100% náttúruleg hvannarrót 60 HYLKI FÆÐUBÓTAREFNI hvannarrót Leyndarmál hvannarrótar Loft í maga? Glímir þú við meltingartruflanir? Næturbrölt Eru tíð þvaglát að trufla þig? Fæst í næsta apóteki, heilsuvöru- verslun, Hagkaupum og Nettó. 4 kynningarblað A L LT 16. febrúar 2023 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.