Fréttablaðið - 16.02.2023, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 16.02.2023, Blaðsíða 12
Þrátt fyrir smæð okkar eigum við að leggja okkar lóð á vogarskál- ar til þess að efla og bæta Evr- ópusam- bandið og gera það að enn betra verkfæri til að auka hagsæld í álfunni. Nýlega birtust fréttir þess efnis að matvælaráðherra hafi ákveðið að sleppa framlagningu frumvarps um sameiningu afurðastöðva í kjötiðn- aði og tekið það úr málaskrá ráðu- neytisins. Þetta eru vissulega von- brigði þar sem hagræðing af slíkri sameiningu í þágu matvælafram- leiðenda og neytenda hefur fengið mikla umfjöllun, bæði á Alþingi og á vettvangi bænda. Þegar við tölum um þessa hagræðingu þá erum við að tala um milljarða. Upphæðir sem geta skipt sköpum fyrir bændur og framtíð íslensks kjötiðnaðar. Bóndinn tryggir fæðu Skilaboð ríkisstjórnarinnar um mikilvægi þess að tryggja fæðu- og matvælaöryggi hér á landi hefur verið skýrt. Mikilvægt er að við getum reitt okkur á íslenska mat- vælaframleiðslu, og við sjáum á nýliðnum atburðum erlendis að aðstæður heillar þjóðar geta breyst á augnabliki. Að vera sjálfum okkur nóg með nauðsynjar á borð við mat getur skipt sköpum. Þeir sem tryggja matvæla- og fæðuöryggi landsins eru bændur. Innlendir matvælaframleiðendur, sem hafa tryggt okkur gæða afurð í áranna raðir þrátt fyrir marga erfiða tíma. Í dag, á tímum mikillar samkeppni við erlendar stórverk- smiðjur, eykst mikilvægi þess að innlendir framleiðendur, sem upp- fylla allar þá kröfur sem við gerum til okkar fæðu hvað varðar öryggi og gæði, hafi ríkisstjórnina með þeim í liði. Milljarða króna hagræðing Framsókn hefur lengi talað fyrir að sameining afurðastöðva í kjöt- iðnaði verði gerð heimil hér á landi. Tölfræðin og framtíðarspár liggja fyrir. Sú hagræðing getur komið rekstrargrundvelli bænda aftur á réttan kjöl eftir erfiða tíma og myndi að öllum líkindum skila sér til neytenda í formi lægra verðs. Í núverandi stöðu geta bændur ekki selt sína vöru á sama verði og innfluttar vörur eru keyptar á. Aðstöðumunurinn er gífurlegur þegar við horfum til erlendra stór- verksmiðja, þar sem ekki eru gerðar sömu kröfur til öryggis, staðla og dýraverndar á mörgum stöðum. Framleiðslukostnaður þeirra er, eðli máls samkvæmt, lægri per kíló en hjá íslenskum fjölskyldubónda. Þeir sem setja fyrirvara á fram- tíðarspárnar geta horft á þá raun- verulegu hagræðingu, sem hefur átt sér stað í kjölfar sameiningar afurðastöðva í mjólkuriðnaði. Þar hafa mjólkurframleiðendur náð að hagræða milljörðum króna, sem skilar sér bæði til framleiðenda og bænda. Deila um samkeppni Samkeppniseftirlitið (SKE) hefur gert athugasemdir við veitingu ofangreindrar heimildar, en þar eru gerðar athugasemdir við að sameining afurðastöðva gæti dreg- ið verulega úr samkeppni á þeim markaði, með tilheyrandi áhrifum. Það er vissulega hlutverk SKE að fylgjast með samkeppni hér á landi og tryggja jafnvægi á markaði. Hins vegar þurfum við að geta horft á raunverulegar aðstæður, til dæmis hvað varðar samkeppnisbaráttu innlendrar matvælaframleiðslu við innflutt matvæli. Samkeppni sem má líkja við Davíð og Golíat. Það er komið að okkur að standa með Davíð og rétta honum slöngvuna. Í þessu máli eigum við frekar að líta til búvörulaga en samkeppnis- laga, en markmið búvörulaga er einmitt að tryggja innlenda fram- leiðslu landbúnaðarvara og afkomu íslenskra bænda. Lög og túlkun þeirra Í málum sem varða matvælafram- leiðslu og landbúnað hefur sú regla almennt gilt að landbúnaðarstefna skuli hafa forgang fram yfir sam- keppnisákvæði. Þennan forgang hefur Evrópusambandið m.a. stað- fest. Í umfangsmikilli umsögn SKE, sem margir leggja grundvöll á í þessu máli, er meginþunginn lagður á túlkun samkeppnis- laga. Það er skiljanlegt, enda sam- keppnislögin þau lög sem stofnunin byggir almennt sínar ákvarðanir og athugasemdir á. Hins vegar gilda sérlög um landbúnað hér á landi, þ.e. búvörulögin, sem eiga að njóta forgangs. Við í Framsókn höfum margsinnis lagt það til að undan- þága frá samkeppnisákvæðum verði sett í búvörulög, 71. gr. A búvörulaga sem veitir slíka undanþágu, og með því verði sameining afurðastöðva gerð heimil. Skjaldborgin Það er hlutverk ríkisstjórnarinnar að styðja við íslenskan landbúnað, neytendur og tryggja fæðuöryggi landsins. Með lagagjöf sem þessari ef lum við íslenskan kjötiðnað til muna, gerum hann samkeppnis- hæfari á innlendum og alþjóðlegum markaði ásamt því að gera íslenskar afurðir aðgengilegri neytendum. Það er skjaldborgin sem við eigum að slá og við höfum engan tíma að missa. Ég vil því hvetja matvæla- ráðherra áfram í að vinna í þágu íslensks landbúnaðar og koma með frumvarp til þingsins um undan- þágu frá samkeppnisákvæðum fyrir afurðastöðvar í kjötiðnaði. n Nú er komið að okkur Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Fram- sóknar Ekkert fær stöðvað framrás tímans og framvindu f lestra hluta. Það gildir um stórt og smátt, þar með stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna og sameiginlega hagsmuni okkar af því að íslenskt þjóðfélag vaxi og dafni. Ýta verður undir þá þætti sem bæta velsæld og hagsæld en draga úr þeim sem styðja við sérhagsmuni og sérgæsku á kostnað almannahags- muna. Alþjóðasamfélagið er f lókið og hið sama gildir um íslenskt sam- félag. Eðlilegt er að skoðanir séu skiptar og ágreiningur um leiðir og aðferðir. Sem betur fer búum við í þeim hluta heimsins þar sem einna best hefur tekist að skipu- leggja þjóðfélög og samskipti þjóða á grundvelli laga, réttar og milli- ríkjasamninga. Þrátt fyrir þetta höfum við of mörg óhugnanleg dæmi um að frið- söm samskipti, mannréttindi og lög og regla eru fljót að fjúka út í veður og vind ef þjóðir standa ekki saman og verja sameiginleg gildi, en láta í staðinn sverfa til stáls. ESB snýst um framfarir Það má heita óumdeilt að Evr- ópusambandið sé víðtækasta og nánasta samstarf fullvalda og sjálf- stæðra ríkja sem til er í heiminum. Viðfangsefni ESB, sem 27 ríki hafa sameinast um, snerta flesta þætti í daglegu lífi fólks, beint og óbeint. Það gildir um viðskipti, mannrétt- indi, umhverfismál, kostnað við símtöl, rétt fólks til bóta verði tafir á flugi, rétt til starfa og menntunar, samkeppni og meira að segja skil- virkni heimilistækja, en af fjöl- mörgu er að taka. Auðvitað takast aðildarríkin á um markmið og leiðir. Annað væri fullkomlega óeðlilegt. Ríkin hafa hins vegar ákveðið að vinna saman og sett sér ramma og leikreglur um samstarfið. Þess vegna hefur ávallt tekist að ná samkomulagi á end- anum án gamaldags átaka á sviði viðskipta, svo ekki sé nú talað um stríðsátaka. Það er líka fjarri lagi að Evrópu- sambandið sé fullkomið. Það eru engin mannanna verk. Ekki heldur þeirra 27 ríkja sem hafa kosið að vinna þar að sameiginlegum hags- munum með hag eigin þegna að leiðarljósi. Þá virðist mér að við Íslendingar séum sammála um að hér sé ekki allt fullkomið. Ísland utan vallar Hingað til höfum við að mestu setið hjá og kosið að fylgjast einungis með þróun ESB og Evrópusam- vinnunnar úr fjarlægð. Samt ekki alveg. EES-samingurinn, sem hefur verið í gildi frá 1994, hefur skuld- bundið okkur til að hlýða því sem ESB ákveður. Segja má að EES samningurinn hafi gjörbreytt íslensku samfélagi og fært inn í nútímann. Hann hefur fært okkur réttindi og framfarir sem flestir eru búnir að steingleyma að eigi rætur sínar að rekja til samvinn- unnar innan ESB, en ekki til okkar eigin frumkvæðis eða hyggjuvits. Ísland á að blanda sér í leikinn Fyrir fullvalda og sjálfstæða þjóð eins og Ísland er ekki sæmandi að velja sér það hlutskipti að vera utan vallar. Löngu er tímabært að blanda sér í leikinn með þeim réttindum og skyldum sem í því felast. Þrátt fyrir smæð okkar eigum við að leggja okkar lóð á vogar- skálar til þess að ef la og bæta Evr- ópusambandið og gera það að enn betra verkfæri til að auka hagsæld í álfunni. Við eigum líka að gera það fyrir okkur sjálf. Við eigum að taka full- an þátt í að móta okkar eigin örlög Gætum að höfðinu Jón Steindór Valdimarsson, formaður Evrópu- hreyfingarinnar og það regluverk sem við verðum að taka upp hvort eð er. Við eigum ekki að vera áhrifalausir áhorf- endur. Við eigum líka að opna dyr til að geta tekið upp evru í stað íslensku krónunnar. Það er ekki ásættan- legt fyrir íslenskan almenning og fyrirtæki að búa við gengissveif lur og vaxtastig sem er alltaf hærra en hjá næstu nágrönnum okkar. Evran mun knýja fram nauðsyn- legan aga í samfélaginu sem mun leiða til hagsældar og stöðugleika. Það er löngu fullreynt að við ráðum ekki við að stilla krónu og hag- stjórn okkar þannig að stöðugleiki náist. Ekki er rétt að berja höfðinu lengur við þann stein. Evrópuhreyfingin berst fyrir því að efnt verði til þjóðarat- kvæðagreiðslu um að taka upp að nýju aðildarviðræður við Evr- ópusambandið. Þegar samningur liggur fyrir verður svo önnur þjóð- aratkvæðagreiðsla um staðfestingu hans. Tímabært er að leiða fram þjóð- arviljann. Ef þú ert á sama máli skaltu ganga í okkar raðir og skrá þig á www.evropa.is. n 12 skoðun FRÉTTABLAÐIÐ 16. FeBRúAR 2023 FIMMTuDAGuR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.