Fréttablaðið - 16.02.2023, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 16.02.2023, Blaðsíða 27
Ég spilaði fótbolta alla mína barnæsku og unglingsár og um leið og það rúllar einhvers staðar bolti þá sparka ég í hann, það eru bara líkamleg viðbrögð. Leikritið Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar skoðar marglaga heim knattspyrn- unnar þar sem allar heimsins tilfinningar fá að njóta sín í 90 mínútur. Viktoría Blöndal leikstýrir verk- inu Óbærilegur léttleiki knatt- spyrnunnar sem frumsýnt verður í Tjarnarbíói í byrjun mars. Um er að ræða leikrit eftir Ólaf Ásgeirsson og hópinn sem fjallar um knattspyrnu- menningu og er að sögn aðstand- enda sýning fyrir alla sem elska og hata fótbolta. „Þetta er gluggi inn í þennan heim sem margir þekkja en margir kannast ekkert við og finnst bara fáránlegur og hræðilegur. En verk- ið er hundrað prósent líka fyrir þá sem standa utan við þessa fótbolta- menningu, því það er mjög létt að skella við skollaeyrum og segja að þetta sé bara kjaftæði og bull en þessi heimur er raunverulegur fyrir svo marga,“ segir Viktoría. Marglaga karlmennska Verkið fjallar um bræðurna Þorleif Aron, kallaður Doddi, sem er frá- skilinn maður á fimmtugsaldri, og Óla Gunnar, yngri bróður hans, sem hittast til að horfa á alla leiki Manc- hester United saman í sófanum. „Þetta er svolítið svona Ground- hog Day hjá þeim, það eru hefðir og venjur og allt svolítið fast í sessi en þennan dag gerast ýmsir hlutir. Allt fer eiginlega úrskeiðis, en samt ekki,“ segir Viktoría. Eru bræðurnir kannski svolítið fastir í sama farinu? „Kannski eru þeir að einhverju leyti fastir en þeir eru líka bara ánægðir með hlutskipti sitt. Þetta er líf þeirra, yndi og ást. Í fótbolt- anum eru allar heimsins tilfinn- ingar, hvort sem okkar líkar betur eða verr. Það eru fimm leikarar á sviðinu, allt karlmenn, þannig að við erum auðvitað að skoða aðeins inn í þessa karlmennsku, sem er marglaga.“ Er ekki fótbolti einmitt sport þar sem karlmenn fá tækifæri til að tjá alls konar tilfinningar sem þeir fá vanalega ekki leyfi til að sýna? „Algjörlega, þetta eru þessar 90 mínútur sem þeir hafa til að taka út bara allar tilfinningar sínar. Takast Allar heimsins tilfinningar í fótbolta Viktoría Blöndal er mikil fót- boltakona og heldur með liðinu Arsenal í ensku deildinni. Fréttablaðið/ Ernir Í verkinu leika Starkaður Pét- ursson, Ólafur Ásgeirsson, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Albert Halldórs- son og Valdimar Guðmundsson. Mynd/bErglind rögnvaldsdóttir á við skilnað eða missi eða bara lífið. Þessir menn á okkar sviði, þeir fara í gegnum allan skalann.“ Allir hafa skoðun á fótbolta Spurð um hvort hún sé sjálf mikil fótboltakona tekur Viktoría hik- laust undir það. „Ég spilaði fótbolta alla mína barnæsku og unglingsár og um leið og það rúllar einhvers staðar bolti þá sparka ég í hann, það eru bara svona líkamleg viðbrögð,“ segir hún. Söguhetjur verksins eru miklir Manchester United-menn en Vikt- oría kveðst sjálf hafa verið alin upp á Arsenal-heimili þótt hún fylgist ekki ýkja mikið með enska bolt- anum lengur. „Ég fylgist ekki mikið með fót- bolta en ég heyri í honum úti um allt. Hann er alls staðar, hvar sem maður kemur, hvort sem maður er í fjölskylduboðum eða að fæða barn eða hvar sem er, fótbolti er úti um allt. Það hafa allir mjög sterkar skoð- anir á fótbolta, hvort sem þeir hata hann eða elska, sem er svo fyndið. Fólk sem veit ekkert um fótbolta og hefur aldrei spilað fótbolta hefur mjög sterkar skoðanir á honum og þeir sem eru í fótbolta hafa það náttúrlega líka,“ segir hún. Valdimar leikur sjálfan sig Tónlistarmaðurinn Valdimar Guð- mundsson stígur á svið í Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar og leikur sjálfan sig auk þess sem hann sér um tónlistina. „Hann leikur kannski svona stórt hliðarskref af sjálfum sér. Það verður mikil tónlist en hann á sér draum, Valdimar, í verkinu og við fáum að fara í gegnum það ferðalag með honum,“ segir Viktoría. Leikarar verksins eru allt karl- menn en listrænir stjórnendur þess allt konur, á öllum vígstöðvum og eru allir aðstandendur sýningar- innar miklir fótboltaáhugamenn. „Þetta eru fimm karlmenn inni á sviði en svo eru bara konur utan sviðs. Leikstjórn, dramatúrgía, sviðshreyfingar, tækni, hljóð, sviðs- mynd og búningar. Þannig það gefur þessu líka mjög skýran blæ. Allir hafa tengingu við fótbolta þannig að þetta er ekki við að hlæja og benda á þessa fótboltamenningu, heldur slær hjartað í henni, þannig við skiljum og erum þarna,“ segir Viktoría. Í verkinu leika Albert Halldórs- son, Ólafur Ásgeirsson, Starkaður Pétursson, Sveinn Ólafur Gunnars- son og Valdimar Guðmundsson. n Þorvaldur S. Helgason tsh @frettabladid.is FréttAblAðið menning 1916. FebrúAr 2023 FimmTUDAgUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.