Fréttablaðið - 16.02.2023, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 16.02.2023, Blaðsíða 9
Við vissum ekkert við hverju var að búast þegar við hleyptum indó af stokkunum. Haukur Skúlason, framkvæmda- stjóri indó Það eru vonbrigði að ekki séu gerðar ríkari kröfur um upplýsinga- gjöf lánastofnunar eins og Íbúðalánasjóðs. Jónas Fr. Jóns- son, lögmaður Framkvæmdastjóri indó segist ekki eiga orð yfir við- tökunum sem sparisjóðurinn hafi fengið fyrstu vikurnar. Hann segir hóflega yfirbygg- ingu lykilinn að því að geta boðið betri kjör í bankaþjón- ustu á Íslandi. Yfir fimmtán þúsund manns hafa þegar opnað reikning hjá sjóðnum. ggunnars@frettabladid.is „Við fórum í loftið í lok janúar og það er eiginlega ekki hægt að segja annað en að viðtökurnar hafa farið fram úr okkar björtustu vonum,“ segir Haukur Skúlason, fram- kvæmdastjóri indó sparisjóðs. Haukur segir annríkið hafa verið mikið hjá fyrirtækinu að undan- förnu enda hafi 15 starfsmenn fyrirtækisins setið sveittir við að taka á móti alls 15 þúsund nýjum viðskiptavinum á fáeinum vikum. „Við vissum ekkert við hverju var að búast þegar við hleyptum indó af stokkunum. Viðmiðin eru svo óljós í þessum bransa því það hefur ekki verið stofnað nýtt fjármálafyrirtæki á Íslandi frá árinu 1991.“ Reyndin hafi svo verið að starfs- menn hafi setið sveittir við símann í þjónustuverinu frá fyrsta degi. „Þetta er bara ótrúlega skemmti- legt. Það skemmir aldrei fyrir að fá hraustlegan byr í seglin strax í upp- hafi,“ segir Haukur. Hjá indó býðst fólki að opna debetkortareikninga til að byrja með en Haukur segir að aukin þjónusta muni svo bætast við síðar á þessu ári. Viðskiptavinir indó geti því stundað öll helstu bankavið- skipti líkt og hjá öðrum bönkum um leið og reikningur þeirra er tilbúinn. Haukur segist gera sér fulla grein fyrir því að fólk geti verið tregt til að hræra mikið í sinni bankaþjónustu. Þess vegna sé ánægjan með viðtök- urnar meiri en ella. „Þetta er viðkvæm þjónusta og við berum mikla virðingu fyrir því. Við lögðum áherslu á að vanda allan undirbúning og þaulprófa ferla áður en við fórum í loftið. Síðast- liðin fjögur ár, frá því fyrirtækið var stofnað, hafa miðað að því að allt yrði pottþétt þegar þjónustan færi í loftið og engir sénsar teknir. Sú vinna hefur borið árangur og niður- staðan er að fólk treystir okkur.“ Haukur segist alveg finna fyrir því að öflug innkoma indó sé farin að vekja athygli. Hann segist varla gera annað þessa dagana en að svara spurningum um tekjumódel fyrir- tækisins. „Tekjur indó eru auðvitað bara brotabrot af því sem gengur og ger- ist hjá hefðbundnum bönkum. En það sama gildir líka um kostnaðinn. Út á það gengur módelið. Við sjáum ekki fyrir okkur að starfsmanna- fjöldi indó þurfi að fara mikið yfir tuttugu manns. Yf irbyggingin verður smá í sniðum og við erum til að mynda ekki með nein útibú eða uppskrúfaðan húsnæðiskostnað.“ Þannig segir Haukur að unnt sé að bjóða viðskiptavinum sparisjóðsins góð kjör. „Við ætlum að bjóða upp á ein- faldar en skýrar vörur. Sem standa öllum til boða. Við munum ekki bjóða upp á þrjátíu mismunandi tegundir af bankareikningum. Ein- faldlega vegna þess að við teljum enga þörf á því,“ segir Haukur. Aðalatriðið að hans mati sé að nú séu að renna upp spennandi tímar í bankaviðskiptum á Íslandi. Aukin samkeppni og aðhald. Það í sjálfu sér sé heilmikill ávinningur. „Ef indó getur verið lóð á þá vogarskál þá getum við í raun verið himinsæl,“ segir Haukur. n Lítil yfirbygging lykill að því að geta boðið betri kjör Haukur segir starfsmenn indó sitja sveitta við að taka á móti nýjum viðskiptavinum. MYND/AÐSEND Fréttablaðið markaðurinn 916. Febrúar 2023 FimmTuDaGur Eigum nokkra nýlega fjórhjóladrifna Hyundai notaða á Krókhálsi 7, Reykjavík sem eru enn í ábyrgð. Komdu og gerðu frábær kaup! 4x4 MEÐ ALLT AÐ 7 ÁRA ÁBYRGÐ! * OPNUNARTÍMI: Mánud. 10-18, þriðjud.–fimmtud. 9-18, föstud. 9-17, laugard. 12-16 Hyundai notaðir K7 – Krókhálsi 7, 110 Reykjavík Sími 525 8000 - bilaland@bilaland.is *Hyundai býður eina víðtækustu ábyrgð sem til er. Ábyrgð á öllum nýjum Hyundai bílum er sjö ár/150.000 km akstur, hvort sem kemur á undan. Átta ár/160.000 km ábyrgð er á rafhlöðum. Staðbundnir skilmálar gilda. Kynntu þér allt um ábyrgðina á hyundai.is Rnr. 140080 Rnr. 140059 Rnr. 149599 Rnr. 140046 Rnr. 432927 Rnr. 432944 Rnr. 433043 Rnr. 370414 E N N E M M / S ÍA / N M 0 1 4 9 7 1 B íl a la n d H y u n d a i 4 x 4 n o t a ð ir 2 x 3 8 1 6 fe b HYUNDAI Santa Fe IV Style Nýskr. 07/21, ekinn 50 þ.km, dísil, sjálfskiptur HYUNDAI Tucson Style MHEV Nýskr. 08/21, ekinn 17 þ.km, bensín/rafmagn, sjálfskiptur HYUNDAI Santa Fe IV Premium Nýskr. 08/18, ekinn 72 þ.km, dísil, sjálfskiptur HYUNDAI Tucson Comfort PHEV Panorama Nýskr. 03/22, ekinn 9 þ.km, bensín/rafmagn, sjálfskiptur HYUNDAI Tucson Style PHEV Nýskr. 10/22, ekinn 3 þ.km, bensín/rafmagn HYUNDAI Tucson Premium PHEV Nýskr. 04/22, ekinn 8 þ.km, bensín/rafmagn, sjálfskiptur HYUNDAI Tucson Premium Nýskr. 06/20, ekinn 25 þ.km, dísil, sjálfskiptur HYUNDAI Tucson Classic MHEV Nýskr. 06/21, ekinn 51 þ.km, dísil/rafmagn, sjálfskiptur VERÐ: 8.490.000 kr. VERÐ: 7.490.000 kr. VERÐ: 6.990.000 kr. VERÐ: 7.590.000 kr. VERÐ: 7.990.000 kr. VERÐ: 7.990.000 kr. VERÐ: 5.990.000 kr. VERÐ: 5.390.000 kr. olafur@frettabladid.is Hæstiréttur staðfesti í gær dóm Landsréttar um að ÍL-sjóði hafi verið heimilt að innheimta hátt uppgreiðslugjald á láni sem upp- haflega var tekið hjá Íbúðalánasjóði 2008 þrátt fyrir að hvergi komi fram í skilmálum skuldabréfs hvernig upp- greiðslugjaldið sé reiknað út, eins og lög kveða á um. Hæstiréttur, líkt og Landsréttur, kemst að þeirri niðurstöðu að lána- stofnun geti innheimt uppgreiðslu- gjald án upplýsingagjafar til lán- takanda um útreikning þess, þrátt fyrir að lög kveði á um annað. Áður hafði héraðsdómur komist að and- stæðri niðurstöðu. Evrópskir dóm- stólar virðast gera mun ríkari kröfur um upplýsingagjöf lánastofnana til neytenda en Hæstiréttur og Lands- réttur, þrátt fyrir að íslensk lög byggi að miklu leyti á evrópskri löggjöf í þessum efnum. „Það eru vonbrigði að ekki séu gerðar ríkari kröfur um upplýsinga- gjöf lánastofnunar eins og Íbúða- lánasjóðs en gerð sé krafa til neyt- enda um að kynna sér sérstaklega hvernig uppgreiðslugjald sé reiknað út þótt það ráðist af útlánsvöxtum lánastofnunarinnar eins og þeir eru hverju sinni,“ segir Jónas Fr. Jónsson, lögmaður stefnenda í málinu. Breki Karlsson, formaður Neyt- endasamtakanna, segir dóminn vonbrigði og vont að lánastofnanir geti innheimt hátt uppgreiðslugjald sem ekki sé stoð fyrir í lánasamningi. „Neytendavernd á fjármálamarkaði er í skötulíki,“ segir Breki. n Litlar kröfur um upplýsingagjöf

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.