Fréttablaðið - 16.02.2023, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 16.02.2023, Blaðsíða 6
Stakar kindur sem ekki valda verulegu tjóni ættu því ekki að mynda skyldu til smölunar við slíkar aðstæður. Samband íslenskra sveitarfélaga Arið 2017 var hagn- aður þessara fyrirtækja rúmir átta milljarðar og árið 2021 var sú tala komin upp í rúma 28 milljarða. Ágúst Bjarni Garðarsson, þingmaður Framsóknar- flokksins. ritstjorn@frettabladid.is fjölmiðlar „Ánægjulegast er að sjá að vefur Fréttablaðsins hefur unnið sér fastan sess hjá æ f leiri lands- mönnum, svo sem sjá má af stórauk- inni aðsókn,“ segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri Fréttablaðsins. Vefur Fréttablaðsins, frettabladid. is, hefur nú verið við lýði í fimm ár. Vefurinn var formlega opnaður 15. febrúar 2018 eftir að rekstur Fréttablaðsins annars vegar og Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis hins vegar var skilinn að í Torg og Sýn sem nú eru keppinautar. Nýr vefur Fréttablaðsins var strax lesinn af tugþúsundum, en sérstaða hans varð meðal annars sú að papp- írsútgáfa blaðsins varð þar aðgengi- leg öllum þeim sem vildu kynna sér efni blaðsins í þaula. „Á þessum árum hefur frettabla- did.is orðið að einum vinsælasta fréttavef landsins og er núna með á annað hundrað þúsund heim- sóknir á hverjum degi,“ segir Sig- mundur Ernir, en ástæðuna segir hann vera fjölbreytt efni vefsins og fagmannlega skrifaðar fréttir, viðtöl og áhugavert efni af öllu tagi sem speglar samfélagið í hita augna- bliksins og þá heimsmynd sem blasir við hverju sinni. „Núna, eftir að breyting varð á dreifingu blaðsins, skoða æ f leiri það á netinu – og fletta því rafrænt á morgnana – og þar eigum við mikið inni,“ bætir ritstjórinn við. „Það er kúnst að halda úti þrótt- miklum fréttavef, en blaðamenn okkar eru með puttann á púlsinum – og ég tala fyrir munn allra þeirra þegar ég segi að við ætlum að gera miklu betur á næstu árum,“ segir Sig- mundur Ernir á fimm ára afmælis- degi vefsins frettabladid.is. n Fréttablaðsvefurinn fimm ára og með sífellt fleiri lesendur Fjölbreyttur hópur fólks starfar á ritstjórn Fréttablaðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Við ætlum að gera miklu betur á næstu árum. Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri Fréttablaðsins kristinnhaukur@frettabladid.is landbúnaður Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sent minnisblað til sveitarfélaga vegna svokallaðra ágangsmála. Bæði umboðsmaður alþingis og dómsmálaráðuneytið hafa ályktað gegn leiðbeiningum innviðaráðuneytisins um ágang sauðfjár og skyldu til að smala. Telur sambandið óljóst hvað sé ágangur sauðfjár sem réttlætir skylduna. Í minnisblaði sambandsins segir að lögin séu ekki nægilega hnit- miðuð, til dæmis varðandi fjölda fjár og hvort verið sé að valda tjóni. „Stakar kindur sem ekki valda verulegu tjóni ættu því ekki að mynda skyldu til smölunar við slík- ar aðstæður,“ segir í minnisblaðinu. Þá er nefnt að kostnaðarskipting smölunar milli ríkis og sveitarfélaga sé óljós og að smölun sé íþyngjandi aðgerð fyrir þann sem á búfénaðinn. Árekstrar verða sífellt meira áber- andi vegna lausagöngu og ágangs, eins og milli fjárbænda og ferða- þjónustu- eða skógræktarbænda. Samkvæmt lögum eiga sveitar- félög og lögregla að sjá um smölun á ágangsfé en lengi vel voru leið- beiningarnar á þá leið að jarðar- eigendur þyrftu að girða og „friða“ jarðir til að njóta verndar. Sú túlkun er í stjórnsýslulegu uppnámi eftir ályktanirnar tvær í vetur. Samband íslenskra sveitarfélaga stefnir að því að funda með ráðu- neytum, Bændasamtökunum og fleirum á næstu vikum. Endurskoða þurfi lög um afréttarmálefni til að uppfylla nútímaviðmið. Það gildi um gjaldtöku og skyldu fólks til að sitja í upprekstrarfélögum. Frétta- blaðið hefur fjallað um mál jarðeig- enda sem halda ekki kindur en er þó gert skylt að greiða í slík félög og sums staðar fara í göngur. n Ágangur sauðfjár óljós Stefna að fundi til að leysa vargöldina í sveitum. FRÉTTABLAÐIÐ/MAgNús HLyNuR kristinnpall@frettabladid.is fjallabyggð Bæjarráð Fjalla- byggðar tók undir áhyggjur slökkvi- liðsstjóra sveitarfélagsins af slæmu fjarskiptasambandi á svæðinu og fól bæjarstjóra að ræða við fjar- skiptafyrirtæki og Vegagerðina um úrbætur. Áður var slökkviliðs- stjóri sveitarfélagsins búinn að lýsa yfir áhyggjum af stöðunni. Í skýrslu slökkviliðsstjóra kemur fram að það sé slæmt fjarskipta- samband á ákveðnum svæðum innan Fjallabyggðar sem eigi það sameiginlegt að fjöldi fólks fer um þau. Komi til þess að fólk þarfnist aðstoðar geti verið erfitt að óska eftir henni og nefndi Jóhann K. Jóhannsson slökkviliðsstjóri sér- staklega skíðasvæðið í Skarðsdal sem er að hluta til á snjóf lóða- hættusvæði. Fjarskiptasambandið við skíðaskálann sé lélegt og ekkert samband þegar ofar dregur. Áríð- andi sé að þarna sé gott samband enda oft margir saman komnir á svæðinu. n Þörf á bættu fjarskiptasambandi Sigríður Ingvars- dóttir, bæjar- stjóri Fjalla- byggðar Stjórnmálamenn á Íslandi gagnrýna hækkanir iðgjalda og segja oft erfitt að nálgast upplýsingar um kostnað trygginga. Framkvæmda- stjóri Varðar segir að þing- menn virðist almennt ekki hafa mikinn áhuga á trygg- ingamarkaðnum. helgisteinar@frettabladid.is Tryggingar Gagnrýnisraddir heyr- ast frá bæði stjórnmálamönnum og talsmönnum tryggingafélaga um samskiptaleysi þegar kemur að íslenskum tryggingamarkaði. Þing- menn segjast ekki skilja fordæma- lausan hagnað tryggingafyrirtækja og félögin hafa eins sakað stjórnvöld um aðgerðarleysi. Rúmlega helmingur allra iðgjalda tryggingarfélaga á Íslandi má rekja til ökutækjatrygginga og frá árinu 2015 hafa þau gjöld hækkað um 57 prósent. Að sama skapi hafa skaða- tryggingar hækkað um 38 prósent og vísitala neysluverðs um 27 pró- sent. Ágúst Bjarni Garðarsson, þing- maðu r Framsók nar f lok k sins, segir það sláandi hve mikill hagn- aður hafi verið á meðal trygginga- fyrirtækja á Íslandi undanfarin ár. Hann segir að brýn þörf sé á auknu gegnsæi þegar kemur að tryggingar- starfsemi. „Þau gögn sem ég hef fengið og skoðað benda öll til þess að bíla- tryggingar hafi hækkað umfram verðlagshækkanir og jafnvel líka líf- og sjúkdómatryggingar. Við sjáum það að árið 2017 var hagnaður þess- ara fyrirtækja rúmir átta milljarðar og árið 2021 var sú tala komin upp í rúma 28 milljarða.“ Hann vitnar í þá staðreynd að fækkun hafi orðið á tjónum á tímum heimsfaraldursins þar sem fólk var minna á ferðinni. „Þetta er ég að skoða. Aftur á móti spyrja menn sig hvað skýrir þá þessar miklar hækkanir á þeim tíma.“ Ágúst gagnrýnir einnig breytingu tryggingafyrirtækja frá því að vera einfalt fyrirtæki sem selur við- skiptavinum vernd og yfir í það að vera fjárfestingarfélag. Hann vill fá að vita hvort bótasjóðir séu notaðir til fjárfestinga. Björn Leví Gunnarsson, þing- maður Pírata, hefur einnig gagn- rýnt gegnsæisleysi tryggingarfélaga þegar kemur að verðskrám og segir lítið sem ekkert eftirlit vera á starf- semi fyrirtækjanna. Hann segir að ekki sé hægt að vita hvort mis- munun eigi sér stað út af ómálefna- legum þáttum. Sigurður Óli Kolbeinsson, fram- kvæmdastjóri vátryggingasviðs Varðar, segist skilja þessi sjónar- mið og að tryggingamarkaðurinn sé flókið fyrirbæri. Hann segir hagnað tryggingarfélaga vera fyrst og fremst sveif lukenndan þar sem hann snýst um tíðni tjóna, meðaltjóns og afkomu fjárfestingastarfsemi. „Fólk hefur tilhneigingu til að horfa bara á tölur en það þarf að sjá hlutina í samhengi við reksturinn sem framleiðir hagnaðinn og pen- ingana sem eru bundnir í starfsem- inni. Stundum koma líka ár þar sem hagnaður af tryggingarstarfsemi er mikill og stundum er hann lítill. Því þarf að meta þetta yfir lengri tíma en bara eitt ár í senn.“ Sigurður bendir á að tryggingar- félögum ber skylda til að fjárfesta og ávaxta peninga á fjármálamarkaði þar sem fyrirtækin geyma mikið fjármagn fyrir framtíðargreiðslum tjóna. Hann segir að skyldu trygg- ingarfélög ekki fjárfesta myndi það koma niður á neytendum í formi hærri iðgjalda. Í tengslum við verðskrár segir Sigurður að verðlagning trygg- inga sé oft f lókin þar sem margir þættir hafa áhrif á iðgjöld hvers og eins. Það sé því í raun ekki til nein verðskrá til að birta. Hins vegar segir hann að viðskiptavinir geti í auknum mæli fengið tilboð á netinu og þannig séð verð og borið saman. Sigurður segir að það yrði óheppi- legt að birta alla verðskrá þar sem verðlagningin er mjög stór þáttur í aðgreiningu og samkeppni á trygg- ingamarkaði og það væri ekki neyt- endum til hagsbóta ef eitt félag veit nákvæmlega hvernig annað félag verðleggur sínar tryggingar. „ S t jór n m á l a m e n n v i r ð a s t almennt ekki hafa mikinn áhuga á tryggingamarkaðnum, en ef menn vildu í alvörunni reyna að lækka tryggingar á Íslandi þá þarf að skoða bótakerfið,“ segir Sigurður. n Brýn þörf á auknu gegnsæi Frá 2015 hafa bílatryggingar hækkað um 57 prósent. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK 6 Fréttir FRÉTTABLAÐIÐ 16. FeBRúAR 2023 FiMMtUDAGUr

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.