Fréttablaðið - 16.02.2023, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 16.02.2023, Blaðsíða 24
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Guðríðar Helgadóttur Sérstakar þakkir færum við einstöku starfsfólki Selsins og D-deildar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja fyrir hlýju og góða umönnun. Sigurður G. Sigurðsson Hildur Sigurðardóttir Steinþór Jónsson Helgi Kjartan Sigurðsson Birna Björk Þorbergsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Hlynur Höskuldsson lést laugardaginn 4. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Ólöf Einarsdóttir Höskuldur Hlynsson Birna Þórarinsdóttir Ólafur Hlynsson Guðrún Kjartansdóttir Hlynur Davíð Hlynsson Lisa Schmitz og barnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Jóhann Eyrbekk Sigurðsson rafvirkjameistari, lést á hjúkrunarheimilinu Eir, sunnudaginn 12. febrúar. Útförin fer fram frá Langholtskirkju, fimmtudaginn 2. mars kl. 13.00. Laufey Bjarnadóttir Sigurður B. Jóhannsson Ólöf J. Eyland Bára Jóhannsdóttir Stefán Magnússon barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir mín og amma okkar, Unnur Sólveig Björnsdóttir Bræðratungu 19, Kópavogi, lést á sjúkrahúsi á Gran Canaria föstudaginn 27. janúar. Útför fer fram frá Digraneskirkju föstudaginn 17. febrúar kl. 11. Hlynur Aðils Vilmarsson Nikulás Tumi, Unnur Sólveig, Anna Kamilla og Birna Ída Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Charlotte Guðlaugsson frá Vík í Mýrdal, lést á Hjúkrunarheimilinu Kirkjuhvoli laugardaginn 11. febrúar sl. Útförin fer fram frá Stórólfshvolskirkju, Hvolsvelli, mánudaginn 20. febrúar kl. 14. Streymt verður frá jarðarförinni á Facebook. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Edda, Agnes og Guðlaugur Antonsbörn Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, Jóhann Guðmundsson rennismiður, lést á Heilbrigðisstofnuninni á Hólmavík 10. febrúar. Útför hans fer fram frá Hólmavíkurkirkju laugardaginn 18. febrúar kl. 15. Guðmundur Jóhannsson Jóhanna Karlsdóttir Þorkell Jóhannsson Sara Gunnarsdóttir Kristján Jóhannsson Bára Karlsdóttir Þór Jóhannsson Þórey Jónasdóttir Björk Jóhannsdóttir Stefán Gíslason Ingimundur Jóhannsson Sólrún Jónsdóttir Smári Jóhannsson Brynja Georgsdóttir og afabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ragna Erlendsdóttir frá Þorlákshöfn, lést á Hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði 11. febrúar. Útför auglýst síðar. Linda Björg Sigurðardóttir Guðlaug Sigurðardóttir Björgvin Jón Bjarnason Jónas Sigurðsson Áslaug Hanna og fjölskyldur Ástkær eiginmaður minn , faðir, sonur og bróðir okkar, Ármann Einarsson Básahrauni 44, Þorlákshöfn, lést föstudaginn 10. febrúar á gjörgæsludeild Landspítalans. Útför hans fer fram laugardaginn 25. febrúar kl. 13.30 í Þorlákskirkju. Linda Ósk Jónsdóttir Unnur Rós Ármannsdóttir Guðmundur J. Ármannsson Magnea Ásta Magnúsdóttir Jón Þór Eyjólfsson Einar Friðrik Sigurðsson Helga Jónsdóttir Eydís Einarsdóttir Jörgen Jörgensen Sóley Einarsdóttir Guðbjartur Örn Einarsson og frændsystkin Elsku maðurinn minn og besti vinur, yndislegi pabbi okkar, afi, langafi og tengdapabbi, Einar G. Ólafsson Kambaseli 30, lést á Landspítalanum laugardaginn 4. febrúar í faðmi fjölskyldu sinnar. Að ósk hins látna hefur jarðarförin farið fram í kyrrþey. Kristbjörg Stella Þorsteinsdóttir Þóra Sigfríður Einarsdóttir Smári Viðar Grétarsson María Sunna Einarsdóttir Smári V. Waage Sigríður Lára Einarsdóttir Ólafur Ingi Stígsson Einar Örn Bergsson Guðrún Ása Eysteinsdóttir Sunneva, Daníel, Hinrik Atli, Katrín Ósk, Stígur Annel, Mikael Guðni, Davíð Emil, Rebekka Myrra, Rakel Þóra, Óliver Smári og Melina Helga Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sólveig Jónsdóttir Digranesvegi 75, er látin. Tilkynnt verður um útför hennar síðar. Jóna Pálsdóttir Garðar Gíslason Gunnar Steinn Pálsson Lilja Magnúsdóttir Þórunn Ingibjörg Pálsdóttir Hafþór Kristjánsson barnabörn og barnabarnabörn Hannes Hafstein var umvafinn sterkum konum allt sitt líf sem höfðu vafalaust mikil áhrif á störf hans og viðhorf. arnartomas@frettabladid.is Sagnfræðingurinn Sigríður Bachmann flytur fyrirlestur í Hannesarholti í dag þar sem hún mun ræða nokkrar þeirra kvenna sem höfðu áhrif á líf Hannesar Hafstein. Fyrirlesturinn er haldinn í tilefni tíu ára afmælis Hannesarholts en Sigríður vann einnig að sýningunni „Konur – áhrifavaldar í lífi Hannesar Hafstein“ sem má finna á fyrrum heimili ráðherrans. „Þegar ég fór að skoða sögu Hann- esar varð mér f ljótt ljóst að hann hafi verið á merkum tímamótum í kvenna- sögunni,“ segir Sigríður, sem fór í kjöl- farið að skoða hlutina í stærra samhengi. „Hannes hefur verið þessi sterka lands- föður-persóna – maður sér hann uppi á hesti með kónginn við hliðina. Þegar maður fer hins vegar að skoða hann frá annarri hlið þá sér maður af hverju hann er svo framarlega í kvenréttindabarátt- unni á sínum tíma.“ Sigríður telur að kraftur Hannesar í baráttunni sé tilkominn af tvennu. „Annars vegar þá eru tímarnir að breytast og í stað rómantíkur þá er raun- sæið að taka við ásamt kvenfrelsisbar- áttunni,“ segir hún. „En svo er hin hliðin að Hannes er í mjög sterkum kvennafans í gegnum sitt líf.“ Sigríður bendir þar á að Hannes hafi átt f leiri systur en bræður og fleiri dætur en syni. Þá hafi hann einnig verið umvafinn öflugum konum sem ungur maður. „Hannes var sendur um tíu ára ald- urinn í Skagafjörðinn til prestshjóna í Rípurhreppi. Þar var prestskonan Ingi- björg Eggertsdóttir ásamt fleiri konum í hreppnum að stofna fyrsta kvenfélag Íslands,“ útskýrir Sigríður. „Ég geri ráð fyrir því að hann hafi heyrt þessar umræður hennar um þetta og kannski hefur honum ekki fundist óeðlilegt að konur væru að spjalla um þetta.“ Á árum sínum í Lærða skólanum hefur Hannes ef til vill lært mikið af hálfsystur sinni, Þórunni Jónassen, sem var á þeim tíma að stofna Thor- valdsensfélagið. Þá var Hannes einnig mikill trúnaðarvinur Bríetar Bjarn- héðinsdóttur. „Þau lásu mikið hvort fyrir annað og unnu náið saman. Hún sagði honum allt sem hún vildi að yrði gert og hann var sammála og barðist fyrir því. Bríet talaði oft um hversu mikil og góð samvinna hefði verið þeirra á milli,“ segir Sigríður. „Eftir að hafa kynnst öllum þessum sterku konum fannst Hannesi þannig kannski ekkert óeðlilegt að konur fengju sömu réttindi og karlar.“ Fyrirlestur Sigríðar hefst klukkan 17 í dag og aðgangur er ókeypis. n Konurnar í lífi Hannesar Kvenskörungarnir settu eflaust svip sinn á skoðanir Hannesar. myndir/aðsendar Sigríður Bachmann sagnfræðingur. 16 tímamót FRÉTTABLAÐIÐ 16. FeBRúAR 2023 FImmtUDaGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.