Fréttablaðið - 16.02.2023, Blaðsíða 18
Það má segja með sanni að
Harry Styles hafi komið með
stormi inn í BRIT-verðlauna-
hátíðina sem var haldin
um síðustu helgi í London.
Harry tók fern verðlaun, eða
alla flokkana sem hann var
tilnefndur í, þar á meðal
sem besti lista-
maðurinn.
elin@frettabladid.is
ITV sjónvarpsstöðin
sýndi beint frá hátíð-
inni sem hófst með
smelli Harrys, laginu
As It Was, sem vann síðar
um kvöldið í f lokknum
besta lag ársins. Harry
sagðist vera meðvitaður
um forréttindi sín á BRIT
kvöldinu en einungis karlar
voru tilnefndir í f lokknum
um besta listamanninn. Það
fannst honum undarlegt en í fyrra
var ákveðið að hætta að kyngera
flokka í bestu karla og bestu konur.
Því var bara einn flokkur tileink-
aður listamanni ársins að þessu
sinni.
Harry þakkaði móður sinni
fyrir að hafa skráð sig í X-Factor
á sínum tíma án þess að láta sig
vita. Upp úr því varð til hljóm-
sveitin One Direction sem Simon
Covell á heiðurinn af. Með Harry í
þeirri hljómsveit voru Niall Horan,
Louis Tomlinson, Liam Payne og
Zayn Malik. One Direction er hætt
en Harry fór í sína eigin vegferð
og hefur hlotið heimsfrægð sem
sólóisti.
Í fyrstu horfði Harry Styles til
tónlistar á áttunda áratugnum, svo
sem Elton John, Fleetwood Mac
og Paul McCartney. Síðan hefur
hann þróað músíkina eftir eigin
útópískri heimspeki, eins og það
er orðað, og plöturnar hafa selst í
milljónum eintaka. Hann sjálfur
þykir glaðvær og skemmtilegur.
Röddin er mjúk, eða eins og BBC
orðar það: Rödd hans vex fallega
eins og deig í ofni. Harry vann
þrenn verðlaun á Grammy-verð-
Harry Styles kom með stæl á BRIT
Harry Styles
flytur hið vin-
sæla lag As It
Was á BRIT verð-
launaafhend-
ingunni í The 02
Arena í London
á laugardag.
FRÉTTABLAðIð/
GETTY
Þegar Harry Styles mætti á hátíðina var
hann í þessum sléttflauels-jakkafötum
með risastórt blóm í stíl um hálsinn.
Jakkinn er útsniðinn líkt og buxurnar.
Flauel er afar vinsælt um þessar mundir.
Enginn annar
en stórleikarinn
Stanley Tucci
afhenti Harry
Styles aðalverð-
launin og vel fór
á með þeim.
Salma Hayek
afhenti Harry
Styles verð-
laun fyrir bestu
popp/R&B
tónlist. Takið
eftir kraganum
á jakkanum hjá
Harry.
laununum sem fram fóru í Los
Angeles fyrr í þessum mánuði svo
stjarna hans rís hátt þessa dagana.
Það var ekki bara sviðsfram-
koma Harrys sem vakti athygli.
Klæðaburður hans vakti ekki síður
mikla eftirtekt. Þegar hann mætti
til leiks var hann klæddur í svartan
flauels-smóking frá Nina Ricci með
risastórt blóm um hálsinn. Þar
mætti maður með stæl en hönnuð-
urinn var Harris Reed, sem skapaði
fötin með innblæstri frá stílista
Harry Styles, Harry Lambert. Þess
má geta að sléttflauels-jakkaföt
eru afar vinsæl um þessar mundir
en þau voru áður vinsæl á áttunda
áratugnum.
Húðflúr í stað skyrtu
Þegar Harry steig á svið
með verðlaunalag sitt
var hann hins vegar
klæddur rauðum,
stuttum pallí-
ettujakka
og var
skyrtu-
laus. Húð-
flúrin á lík-
ama hans voru
því ekki í felum.
Loks klæddist hann
afar smekklegum
jakkafötum
með nýstárlegu
sniði. Jakka-
kraginn var í
sniðinu eins
og á gömlu
matrósaföt-
unum. Tískuaðdá-
endur hafa komist
að því að Harry Styles er
aðdáandi hálsskreytinga, hann
gengur oft með fjölda perlufesta
eða hálsmena. Á Grammy-verð-
launaafhendingunni var hann til
dæmis í sérhönnuðum Egonlab
samfestingi sem var þakinn Swa-
rovski kristöllum.
Breski ritstjórinn og tískustíl-
istinn Harry Lambert hefur unnið
með nafna sínum Styles í níu ár.
Hann stíliseraði meðal annars
fyrir umslagið á plötunni Harry‘s
House sem sópar að sér verðlaun-
um þessa dagana. Lambert segist
vera einstaklega hrifinn af tónlist
Harrys Styles og spilar hana mikið.
Fyrir utan Harry Styles vinnur
hann með leikurunum Emmu
Corrin og Josh O´Connor auk
knattspyrnumannsins Dominic
Calvert-Lewin.
Þegar nafnarnir hittust á sínum
tíma var Styles aðdáandi Yves
Saint Laurent og líkti eftir fatastíl
Mick Jagger. Lambert færði hann
yfir í „fjörugri“ fatnað sem var inn-
blásinn af Gucci og JW
Anderson.
Lambert
hefur
kynnt Styles fyrir mörgum
óþekktum hönnuðum og þannig
komið þeim á framfæri. Þá hafa
nafnarnir unnið talsvert með
Harris Reed, meðal annars fyrir
tónlistarmyndbönd Styles.
Í kjól á forsíðu Vogue
Styles, sem hefur gaman af alls
kyns fötum, segir að Harry
Lambert taki klæðnað ekki
of alvarlega og þess vegna
geri hann það ekki sjálfur.
„Maður getur aldrei verið of
klæddur,“ segir hann. „Föt
eru til að skemmta sér með,
gera tilraunir og leika sér,“
segir hann en Styles klæddist
kvenkjól á forsíðu Vogue
árið 2020 sem vakti mikla
athygli. Hann virðist eiga
auðvelt með að koma fólki
skemmtilega á óvart með
klæðaburði sínum. n
40 mg
100 mg
50 mg
2,5 mcg
Kollagen týpa II
Víðisbörkur
Kúrkúmín
D3-vítamín
Liprari liðir,
alla daga
fyrir bættan hreyfanleika,
uppbyggingu brjósks og
heilbrigði liða
BUILD-YOUR-JOINTS
K
AV
IT
ANettó, Fjarðarkaup, Hagkaup, Krónunni,
Lyf og heilsu og á goodroutine.is
fæst í Apótekaranum, GOOD ROUTINE®
6 kynningarblað A L LT 16. febrúar 2023 FIMMTUDAGUR