Fréttablaðið - 16.02.2023, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 16.02.2023, Blaðsíða 10
Útgáfufélag: Torg ehf. Stjórnarformaður: Helgi Magnússon forStjóri og Útgefandi: Jón Þórisson ritStjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is aðStoðarritStjóri: Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is fréttaStjóri: Lovísa Arnardóttir lovisa@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út fimm daga í viku og hægt er að nálgast það ókeypis á 120 fjölförnum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, á Suðurnesjum, Árborg, Ölfusi, Akranesi, Borgarnesi, Akureyri og víðar. Að auki er blaðið aðgengilegt í pdf-formi og í appi. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 fréttaBlaðið Kalkofnsvegur 2, 101 reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is. VefStjóri: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is marKaðurinn: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is HelgarBlað: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is menning: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is Íþróttir: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is halldór Frá degi til dags Við þurf- um að þora að vekja athygli á öðrum hliðum umræð- unnar. Eftir stend- ur sterkasta lýðræðis- bandalag jarðar sem heitir Evrópu- sambandið og hvikar hvergi frá mannrétt- indum. Sigmundur Ernir Rúnarsson ser @frettabladid.is N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n h ú s g a g n av e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Alex og William manual hvíldarstólar Alex manual með 20% afsl. 195.000 kr. Alklæddir Anelín leðri Litir: svart, dökkbrúnt og cognac William manual með 20% afsl. 215.000 kr. Nú með 20% afslætti Íslendingar eru í æ ríkari mæli að átta sig á því að þeir eru Evrópuþjóð. Ekki svo að skilja að landafræðin hafi verið á reiki um langa hríð, heldur hafa landsmenn smám saman komist að því á hvaða menningar- lega grunni þeir byggja samfélag sitt – og eins hvar hagsmunum þeirra er best fyrir komið. Fyrir vikið birtist nú hver skoðanakönnunin af annarri sem sýnir annars vegar ótvíræðan stuðning við aðild að Evrópusambandinu og hins vegar ríkan vilja til að skipta út sveiflu- kenndri krónu fyrir langtum stöðugri gjald- miðil á borð við evru. Þessu valda hræringar af margvíslegu tagi. Og þar er fyrst til að taka að sú áratugalanga aðdáun sem landinn sýndi öllu því sem amer- ískt var, er að breytast í vandlætingu og lítils- virðingu. Fyrirmyndarríkið í vestri, kyndilberi lýðræðis og mannréttinda, er að flýja af hólmi sinna megingilda, svo eftir stendur ofstækis- fullt afturhald sem er að kljúfa þjóðina í herðar niður. Og eimi enn eftir af einhverjum þeim rós- rauða bjarma sem eyjarskeggjar hér við ysta haf sáu út við sjóndeildina í austri, er löngu slokkn- að á þeirri skýjaglennu. Rússneski björninn hefur á síðustu misserum sýnt úr hverju hann er gerður, en gerræðislegri verða ekki einræðis- tilburðir úr því gerska endemi. Eftir stendur sterkasta lýðræðisbandalag jarðar sem heitir Evrópusambandið og hvikar hvergi frá mannréttindum og kröfu um aukna hagsæld fólks og fyrirtækja. Og kannski var það einmitt í heimsfaraldr- inum sem æ fleiri Íslendingar fóru að átta sig á því hvar þeim er best borgið. Þeir áttuðu sig á því að samvinna Evrópuþjóða kemur þeim best. Og það er nokkuð sem Bretar eru líka að vakna upp við, með andfælum. Stríðið í austanverðri álfunni leiddi þeim svo endanlega fyrir sjónir að það verður ekki lengur staðið hjá – og að hlutleysi er ekki afstaða, heldur undanhald. Svo hefur heimastjórnin ekki hjálpað til. Þvert á móti. Æ fleiri landsmenn eru farnir að spyrja sig þeirrar eðlu spurningar hvort ráðamenn, allt í kringum Arnarhólinn, séu til þess hæfir að stjórna landinu. Fyrir utan þá spillingu sem iðulega er skrifað um í svörtum skýrslum Ríkisendurskoðunar eða annarra rannsóknarnefnda Alþingis, er niðurstaðan í huga svo ótal margra að efnahag landsmanna verði ekki við bjargandi með krónuna að gjald- miðli. Ekkert hefur leikið íslensk heimili jafn grátt og ónýtur gjaldmiðill – og auðvitað má það sama segja um íslensk fyrirtæki. Ólíkt heimil- unum býðst þeim þó að flýja krónuna, sem þau gera auðvitað í æ ríkari mæli. Já, er ekki bara verst að vera utangátta? n Evrópuþjóðin gar@frettabladid.is Aftur að leigubílastöð Bensínstöðin í Fellsmúla sem nú er starfrækt undir nafni Orkunnar er nú komin aftur til fortíðar með verkfalli olíuflutn- ingabílstjóra úr röðum Eflingar. Nú fær þar enginn afgreiðslu nema bílstjórar frá leigubíla- stöðinni Hreyfli sem fengið hefur leyfi til eldsneytiskaupa frá undanþágunefnd Eflingar. Á þessu sama plani hefur Hreyfill ráðið ríkjum nánast frá alda öðli, að minnsta kosti svo lengi sem elstu menn muna og rak stöðin þar sjálf eldsneytissölu um langa hríð. Og nú er Hreyfill aftur allsráðandi á bensínstöðinni á planinu sínu – að minnsta kosti þar til verkfallinu lýkur. Sáttasemjari spreytir sig Ástráður Haraldsson, sem nú spreytir sig á að miðla málum milli Eflingar og Samtaka atvinnulífsins eftir að ríkissátta- semjarinn sprakk á limminu, virðist hafa tekið strax til óspilltra málanna og knúið deil- endur til samtals í Karphúsinu. Fyrir fram hljómaði það eins og uppskrift að tímasóun því skilja mátti á forystufólki beggja vegna borðsins að þau myndu ekki hvika upp úr sinni skotgröf nema vera neydd þaðan með valdi eða samfélagið væri farið til andskotans og þjóðin farin á síðustu bensíndropunum út á Keflavíkurflugvöll og þaðan úr landi þangað sem sólin skín. Og ef bensínið er búið má alltaf hringja bara á Hreyfil. n Þeir tímar sem við lifum á virðast kalla á það að skoðanir fólks þurfi allar að vera af einum meiði og helst þannig að allir geti fellt sig við þær. En hvað ef ég er ekki sammála? Heilbrigð skoð- anaskipti og rökræður um málefni samfélagsins eru það sem drífur áfram breytingar og snúast um að finna bestu mögulegu niðurstöðuna hverju sinni. Ef allir væru sammála um eina ríkisskoðun á öllu – myndum við þá vera að sjá þær breytingar sem hafa átt sér stað í hinum ýmsu málefnum? Tökum samtalið Við þurfum að eiga þetta samtal og þurfum að þora að eiga þessi skoðanaskipti og rökræður, því að mínu viti er ljóst að ef allir ætla að fella sig við sömu skoðanirnar og sömu sjónarmiðin, þá kaf- færum við framþróun í samfélaginu og það viljum við ekki. Við þurfum að þora að vekja athygli á öðrum hliðum umræðunnar, þora að taka rökræðuna og þora að skiptast á skoðunum um málefnin. Miðlum málum Það er ekki til sá einstaklingur sem er sérfræð- ingur í öllu. Það hefur hingað til reynst ágætlega að miðla málum til að komast að heilbrigðri og skynsamari lausn og við ættum að vera að gera meira af því í staðinn fyrir að hugsa alltaf „mín skoðun er rétt“. Skoðanaskipti eru góð Skoðanaskipti og að hlusta á sjónarmið ann- arra eru alltaf af hinu góða. Með því að taka allar hliðar umræðunnar og mætast á miðri leið tel ég að við komumst að niðurstöðu sem er til hagsbóta fyrir heildina. Fjarlægjum blöðkurnar frá augunum Við megum ekki eingöngu horfa á verkefnin út frá sjónarhorni vagnhestsins – verum tilbúin að horfa til hliðar og líta á það sem tækifæri til að vera víðsýnni. n Sammála eða ekki Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir þingmaður Framsóknar 10 skoðun FRÉTTABLAÐIÐ 16. FEBRúAR 2023 FIMMTuDAGuR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.