Fréttablaðið - 16.02.2023, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 16.02.2023, Blaðsíða 2
Aðeins undanþágubensín í Fellsmúla Leigubílstjórar eru á undanþágu frá verkfallsaðgerðum Eflingar og því ákváðu forsvarsmenn Skeljungs að loka bensínstöðinni í Fellsmúla fyrir öllum öðrum síðdegis í gær. Mikið hefur verið að gera á bensínstöðvum á höfuðborgarsvæðinu vegna verkfallsaðgerða olíubílstjóra. Fréttablaðið/Sigtryggur ari Sjóðurinn veitir styrki til: undirbúnings sýninga útgáfu, rannsókna og annarra verkefna M yn dl is ta rs jó ðu r Umsóknarfrestur er til kl. 16.00 mánudaginn 20. febrúar 2023 Leiðbeiningar, umsóknarform og reglur má finna á myndlistarsjodur.is  Úthlutað verður í marsmánuði.  Veittir verða styrkir að lágmarki 300.000 kr. og hámarki 3.000.000 kr. Næsti umsóknar­ frestur er 21. ágúst. Opið er fyrir umsóknir í myndlistarsjóð Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unin, WHO, lýsti yfir áhyggj- um af fréttum um útbreiðslu Marburg-veirunnar í Mið- baugs-Gíneu í vikunni. Smit hafa komið upp í Kamerún en smitsjúkdómalæknir hjá Embætti landlæknis segir þetta náskylt ebóluveirunni. kristinnpall@frettabladid.is heilbrigðismál „Þetta er veira sem er frekar náskyld ebólu og nafnið kemur frá því að það tókst fyrst að einangra hana á rannsóknar- stofu í Marburg í Þýskalandi,“ segir Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, smit- sjúkdómalæknir á sviði sóttvarna hjá Embætti landlæknis. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur lýst áhyggjum af því að nýr faraldur sé að brjótast út í Mið- baugs-Gíneu. Búið er að staðfesta að einn ein- staklingur lést af völdum veirunnar í Kie Ntem-héraðinu í Miðbaugs- Gíneu og er grunur um að átta manns til viðbótar hafi látist úr veirunni. Þá hafa 16 aðrir kvartað undan einkennum sem geta í alvar- legustu tilvikum leitt til blæðandi uppkasta og niðurgangs. „Einkennin eru svipuð og í ebólu- smitum. Það geta verið f lensulík einkenni, hiti, höfuðverkur, upp- köst og niðurgangur. Þeir sem verða alvarlega veikir geta fengið alvar- legri tilvik, blæðandi hitasóttarút- komur.“ Í yfirlýsingu frá WHO var yfir- völdum í Miðbaugs-Gíneu hrósað fyrir viðbrögð sín. Talið er að búið sé að finna tvö tilfelli í Kamerún en til þessa hefur oftast tekist að tempra faraldurinn strax í byrjun. Mannskæðustu faraldrarnir áttu sér stað í Kongó rétt fyrir aldamót þegar 128 létust af völdum Marburg og þegar 329 létust í Angóla frá 2004 til 2005. „Það hafa áður komið upp litlir faraldrar á afskekktum stöðum þar sem tókst að hamla útbreiðslu með því að loka landsvæðum eða að smitandi einstaklingar komust ekki burt vegna vöktunar á einkennum. Í dag eru ekki til neinar meðferðir eða bóluefni en á neyðarfundi WHO í vikunni voru mögulegir kandí datar ræddir,“ segir Kamilla og heldur áfram: „Auðvitað eru ekki allir sem verða alvarlega veikir en stór hluti verður veikur. Um tíma var dánarhlutfall ebólu um 80 prósent, sennilega af því að vægari tilfellin greindust ekki, en er mun lægra í dag þegar það eru komnar bólu- setningar og meðferðir. Marburg ætti að vera á svipuðum slóðum, en við vitum það ekki fyrir víst því við vitum ekki hvort það séu mörg vægari tilfelli.“ Embætti landlæknis er ekki að vakta stöðuna enda Marburg aðeins búið að greinast í tveimur Afríkulöndum en sérfræðingar eru tilbúnir að aðstoða ef Íslendingar á svæðinu eða á leiðinni á þetta svæði koma með spurningar. „Við erum ekki að leggja mikla áherslu á að fylgjast með þessu enda ekki komið á það stig að þetta varði heimsbyggðina. Þá myndum við fara að fylgjast með.“ n Leðurblökuveira breiðir út vængina í Miðbaugs-Gíneu Talið er að Marburg-veiruna megi rekja til ávaxtaleðurblakna. Fréttablaðið/getty Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, smitsjúkdóma- læknir odduraevar@frettabladid.is Öryggismál Ef óauðkennd loftför koma inn á loftrýmissvæði Íslands sem ekki er hægt að bera kennsl á, á þeim tíma sem engar þotur eru hér á landi í loftrýmisgæslu, geta f lug- herir grannríkja Íslands brugðist við eftir atvikum samkvæmt mati herstjórnar Atlantshafsbanda- lagsins. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svörum utanríkisráðu- neytisins til Fréttablaðsins um loftrýmisgæslu á Íslandi í kjölfar frétta af kínverskum njósnabelg og öðrum belgjum í lofthelgi Banda- ríkjanna. Bandalagsríki skiptast á að sinna loftrýmisgæslu hér á landi.Segir ráðuneytið að það sé herstjórnar bandalagsins að meta hvernig brugðist sé við óauðkenndum loft- förum í lofthelgi Íslands. n Aðskotaloftför kalla á aðstoð frá grannríkjunum Þýsk herþota hér á landi við gæslu. odduraevar@frettabladid.is kjaramál Þórður Guðjónsson, forstjóri Skeljungs, segir að líklega muni fyrstu bensínstöðvar á höfuð- borgarsvæðinu tæmast í dag, vegna verkfalls olíubílstjóra Eflingar þar sem tankapláss sé takmarkað. Þórður sagði á Fréttavaktinni á Hringbraut í gærkvöldi að mikil- vægt sé að fólk haldi ró sinni. Mikið hefur borið á að fólk hafi hamstrað eldsneyti. Hefur Slökkvilið höfuð- borgarsvæðisins hvatt fólk til að geyma bensín ekki í heimahúsum vegna mikillar eldhættu. „Það munu stöðvar tæmast á fyrstu tveimur, einum sólarhringn- um, það liggur alveg ljóst fyrir, þar sem tankapláss á þessum stöðum er takmarkað. Það er hins vegar nóg eldsneyti á höfuðborgarsvæðinu og fólk þarf ekkert að panikka.“ Þórður segir ljóst að haldi aðgerð- ir áfram muni aðgengið verða tak- markaðra að eldsneyti á höfuð- borgarsvæðinu strax næstu daga. „Svo mun þetta bara halda áfram að bíta og bíta eftir því sem fleiri stöðvar tæmast.“ Á vef Fréttablaðsins má fylgjast með stöðunni á bensínstöðvum. n Nóg bensín til á höfuðborgarsvæðinu Þórður Guðjónsson forstjóri Skeljungs 2 Fréttir FRÉTTABLAÐIÐ 16. FeBRúAR 2023 FiMMtUDAGUr

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.