Fréttablaðið - 18.02.2023, Page 2

Fréttablaðið - 18.02.2023, Page 2
Þarna ætlar verktaki að hrófla upp risavaxinni heimavist. Úr bréfi íbúa til borgaryfirvalda Hæsta verðið mældist í Iceland. Þakkaði björgunarsveitarfólki Katrín Jakobsdóttir þakkaði björgunarsveitarmönnunum fyrir vel unnin störf fyrir hönd stjórnvalda og Íslendinga. Þeir komu til landsins í gær frá Tyrklandi eftir langt ferðalag þar sem þeir stýrðu rústabjörgunaraðgerðum eftir jarðskjálftann mikla þann 6. febrúar síðastliðinn. Fréttablaðið/Sigtryggur ari Koma á fyrir íbúaúrræði fyrir allt að 85 umsækjendur um alþjóðlega vernd í gamla sendiráði Bandaríkjanna við Laufásveg. Íbúar í grennd undrast samráðsleysið. ser@frettabladid.is SAMFÉLAG Urgur er á meðal íbúa í Þingholtunum vegna áforma um að breyta gömlu sendiráðsbygg- ingu Bandaríkjanna við Laufásveg 21 og 23 í svokallað íbúaúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd á vegum Vinnumálastofnunar. Fréttablaðið hefur skeytasend- ingar á milli íbúanna og embættis- manna Reykjavíkurborgar undir höndum, en þær bera vott um að þeir fyrrnefndu hafi margsinnis reynt að grennslast fyrir um þau áform sem uppi hafa verið um nýtingu á húsakostinum. Hann er samtals 1.600 fermetrar að stærð, og hefur staðið auður frá því Banda- ríkjamenn yfirgáfu Laufásveginn haustið 2020. Í einu svaranna frá umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar segir að 40 herbergi í húsinu eigi að nota „fyrir 75-85 umsækjendur um alþjóðlega vernd“. Að sögn íbúanna, sem ekki vilja koma fram undir nafni, varð þeim heldur hverft við niðurlag svarsins: „Sólarhrings öryggisgæsla verður í húsinu svo það er ávallt öryggis- vörður til staðar. Enn fremur setjum við upp myndavélakerfi sem dekkar sameiginleg rými í því“, segir orðrétt í svari sviðsins. Að sögn íbúanna í grennd, sem Fréttablaðið hefur ítrekað rætt við á síðustu dögum, kom það þeim algerlega í opna skjöldu að gamla sendiráðinu skyldi að lokum vera valið þetta hlutverk, enda lá fyrir, að þeirra sögn, að nýr eigandi ætlaði að breyta því í almennar íbúðir. Mikil ánægja hafi verið meðal nágrannanna um þau áform, enda segjast þeir á tímabili hafa óttast að gamla sendiráðinu yrði breytt í enn eitt gistiheimilið á svæðinu með tilheyrandi umferð og fyrirferð að degi sem nóttu. Því hafi þeir komið af fjöllum þegar leyfisveiting af hálfu borgar- innar um umrætt íbúaúrræði hafi loksins legið fyrir undir lok síðasta árs. „Þarna ætlar verktaki að hrófla upp risavaxinni heimavist þar sem öll rými á borð við eldhús, böð og setustofur eru sameiginleg fyrir allt að 85 manns og leigja þetta ríkis- stofnun sem hyggst bjóða fólki í neyð upp á svona aðstæður,“ segir í athugasemd íbúa við breyttum áformum um starfsemina. Íbúarnir segja enn fremur að þeir efist um að nokkrum öðrum yrði boði upp á svona húsnæði, auk þess sem margir í hverfinu óttist eðli- lega áhrif þess á rólegt íbúðahverfi, þar sem meðal annars er bannað að opna ný gistiheimili og að reka þar búsetuskilyrði á borð við það sem nú standi til að reka í gamla sendi- ráðinu. n Gamla sendiráðinu breytt í óþökk íbúanna í grennd Áratugum saman var sendiráð Bandaríkjanna við Laufásveg 21 og 23. Hús- næðið hefur staðið autt síðan haustið 2020. Fréttablaðið/Sigtryggur ari ser@frettablaid.is NEYTENDUR Meiri verðmunur var á milli matvöruverslana í nýjustu verðkönnu n verðlag sef t irl it s Alþýðusambands Íslands en verið hefur um árabil, en þar var lögð áhersla á að bera saman lægsta kíló- verð á vörum. Meðalverð á 113 vörutegundum var lægst í Bónus, að meðaltali 6 prósent frá lægsta verði, en hæst í Iceland, að meðaltali 54 af hundraði frá lægsta verði. Í tilkynningu frá ASÍ segir að meðalverð á vörukörfu sem inni- heldur matvöru sem þarf til að mat- reiða sunnudagslæri með meðlæti ásamt forrétti og eftirrétti hafi verið 52 prósentum hærra í Heimkaup þar sem það var hæst, en hjá Bónus og Krónunni þar sem verðið var lægst. n Lægsta vöruverðið að finna í Bónus ASÍ gerði könnunina. Fréttablaðið/Vilhelm AðAlfundur BÍ 2023 Fimmtudaginn 23. mars kl. 20.00 í Síðumúla 23 Aðalfundur Blaðamannafélags Íslands árið 2023 verður haldinn fimmtudaginn 23. mars n.k. að Síðumúla 23, 3. hæð, 108 Reykjavík þar sem félagið er til húsa og hefst fundurinn stundvíslega kl. 20.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Skýrslur frá starfsnefndum Kosningar Lagabreytingar Önnur mál BÍ-félagar eru hvattir til að mæta erlamaria@frettabladid.is kjARAMáL Viðræðum í kjaradeilu samninganefnda Samtaka atvinnu- lífsins og Eflingar lauk í Karphúsinu laust fyrir klukkan sex síðdegis í gær. Ástráður Haraldsson, settur sáttasemjari, sagði að fundi loknum að engar niðurstöður lægju fyrir. Enn sé talsvert af álitamálum sem deiluaðilar greini á um. „Ég reiknaði alltaf með því að þetta yrði erfitt, en það sem ég átt- aði mig ekki á og vissi ekki fyrir fram er að tillögur aðilanna væru byggðar á svona gjörólíkum for- sendum,“ segir Ástráður. „Ég játa það að kannski fórum við ekki yfir eins stóran hluta af málinu eins og ég hefði viljað á þessum fundi, en það gengur von- andi hraðar á þeim næsta,“ segir Ástráður, sem hefur boðað til nýs fundar klukkan tíu fyrir hádegi. „Við erum komin á þann stað að við erum byrjuð að tala um launa- töf lur og ýmis smáatriði og hluti sem raunverulega skipta máli til að ganga frá kjarasamningum,“ segir Ástráður. n Vinnan meiri en vonir stóðu til Ástráður Haraldsson sáttasemjari ræddi við fjölmiðla eftir fundinn. 2 fréttir FRÉTTABLAÐIÐ 18. FeBRúAR 2023 LAUGArDAGUr

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.