Fréttablaðið - 18.02.2023, Side 4

Fréttablaðið - 18.02.2023, Side 4
70 prósent landsmanna á aldrinum 16 til 74 ára voru starfandi á vinnu- markaði á Íslandi. 52,2 prósent Íslendinga vill að Ísland taki upp evru í stað krónu í könnun Prósent. 4 prósent fólks undir 25 ára styðja Vinstri græn samkvæmt könnun Prósent. 122 milljónir króna er áætlað söluvirði fíkni- efna sem lögregla lagði hald á í síðustu viku. 2,9 milljónir ferðamanna gætu lagt leið sína til Íslands árið 2025 rætist spá Ferðamálastofu. Þrjú í fréttum | tölur vikunnar | ggunnars@frettabladid.is netöryggi „Óprúttnir aðilar hafa verið að reyna að komast yfir aðganga á Facebook í stórum stíl. Þetta hefur verið mjög áberandi að undanförnu,“ segir Guðmundur Arnar Sigmundsson, sviðsstjóri net- öryggissveitarinnar CERT-IS. Sigurður Ingi Jóhannsson, inn- viðaráðherra og formaður Fram- sóknarflokksins, missti aðgang að Facebook-síðu sinni fyrr í vikunni. Síða í hans nafni kallast nú Ramay Entertainment þótt þar sé enn að finna persónulegar myndir af Sig- urði Inga. Aðspurður segist Sigurður Ingi ekki óttast að atvikið muni draga dilk á eftir sér. „það er samt grá- bölvað að lenda í þessu,“ segir Sig- urður Ingi, sem vinnur nú að því að endurheimta síðuna. Ekki einn í örmum netþrjóta Óprúttnir aðilar klófestu Facebook-síðu Sigurðar Inga fyrr í vikunni. fréttablaðið/ valli Guðmundur Arnar segir nokkuð um að áhrifafólk verði fyrir barð- inu á slíkum árásum. Það sé oft- ast gert til að koma höggi á viðkom- andi. Fólk í slíkum stöðum þurfi því að vera sérstaklega á varðbergi. Öllu algengara sé þó, að sögn Guðmundar, að herjað sé á venju- legt fólk í þeim tilgangi að hafa af því fé. „Algengasta aðferðin um þessar mundir eru skilaboð sem virðast við fyrstu sýn koma frá vini eða kunn- ingja. Mín skilaboð til allra eru því einföld. Ekki láta af hendi neinar upplýsingar. Hringið frekar í við- komandi og fáið staðfestingu. Við verðum að temja okkur heilbrigða tortryggni í samskiptum á netinu,“ segir Guðmundur. n Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir það ekki spurningu hvort heldur hvenær næsti heimsfar- aldur gangi yfir mannkynið. „Við eigum alveg örugglega von á einhverju,“ sagði Guðrún í þætt- inum Mannamáli á Hringbraut. „Langlíklegastur er heimsfaraldur inflúensu,“ sagði Guðrún. Vegna loftslagsbreytinga og hlýnunar jarðar sé líka möguleiki á því að skæðar pestir, sem herji á heitari lönd, færi sig yfir til þeirra kaldari. Björn J. Gunnarsson hópstjóri í ferð Íslendinga á skjálfta- svæðin í Tyrklandi hrósar þarlend- um mikið fyrir fagleg vinubrögð við björgun fólks úr rústunum. „Tyrkir hafa gríðarlega sterkt almannavarnakerfi. Þeirra rústa- björgunarsveitir eru mjög góðar,“ sagði Björn við komuna aftur heim til Íslands. „Tyrknesku sveitirnar voru að standa sig gríðarlega vel í því sem þeir voru að gera, eins og að flytja mat og vistir og allt sem þurfti að gera á svæðinu.“ Breki Karlsson formaður Neytenda- samtakanna segir sífellt f leiri heimili að sligast vegna fjármála- erfiðleika. „Það má líkja hagkerfinu hér á landi við alkóhólistahagkerfi þar sem þjóðin er meðvirk. Við elskum þegar alkóhólistinn pússar skóna, hnýtir reimarnar og býr sig undir partíið því við ætlum að taka þátt í djamminu. En við vitum um leið að stofuhúsgögnin munu brotna seinna um nóttina og það þarf að taka til á morgun í þynnkunni.“ N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n h ú s g a g n av e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Alex og William manual hvíldarstólar Alex manual með 20% afsl. 195.000 kr. Alklæddir Anelín leðri Litir: svart, dökkbrúnt og cognac William manual með 20% afsl. 215.000 kr. Nú með 20% afslætti Verður næsti bíll þinn rafbíll? n Mjög líklegt n Frekar líklegt n Hvorki né n Frekar ólíklegt n Mjög ólíklegt 23% 25%18% 14% 21% Kjósendur þriggja flokka eru ólíklegastir til að kaupa rafbíl. Sviðsstjóri hjá Orkustofnun býst við mjög hraðri þróun næstu 10 eða 12 árin. kristinnhaukur@frettabladid.is bílar Nærri helmingur landsmanna ætlar að velja rafmagnsbíl sem sinn næsta bíl. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Prósent gerði fyrir Fréttablaðið. 48 prósent telja líklegt að næsti bíll verði rafmagnsbíll, þar af 23 prósent mjög líklegt. Rúmur þriðjungur, 35 prósent, telja ólíklegt að næsti bíll verði raf- magnsbíll, þar af 21 prósent mjög ólíklegt. En 18 prósent voru óviss. Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðs- stjóri loftslagsmála, orkuskipta og nýsköpunar hjá Orkustofnun, segir að nýskráningarhlutfall raf- bíla þurfi að vera komið í 100 pró- sent í síðasta lagi árið 2025 til þess að Ísland standist loftslagsmark- mið sín. Aðspurður um könnunina segist hann hafa viljað sjá hlutfall jákvæðra svara hærra en hafa ber þó í huga að spurt var um næsta bíl, ekki næsta nýja bíl. „Það er að verða til þroskaður markaður með notaða rafbíla. Það er orðinn valkostur að kaupa sér notaðan raf bíl sem er frábært,“ segir Sigurður aðspurður um hvort raf bílar séu of dýrir. „Raf bílar eru algerlega samkeppnishæfir í mörg- um flokkum.“ Bendir hann á að þróunin sé mjög hröð og verði það næstu 10 til 12 árin. Evrópusambandið, sem inni- heldur mörg bílaframleiðsluríki, hefur sett bann við nýskráningum jarðefnaeldsneytisbíla árið 2035 og Norðmenn árið 2025. „Það er búið að taka ákvörðun fyrir geirann að þetta sé búið,“ segir Sigurður. „Hver ætlar að kaupa síð- ustu eintökin af tækni sem er búið að ákveða að sé á útleið?“ Það sé áhætta upp á endursölu og fleira. Samkvæmt könnun Prósents er tiltölulega lítill munur á kynjunum en aðeins meiri eftir aldurshópum. Fólk á aldrinum 25 til 34 ára er lík- legast til að kaupa sér rafbíl, eða 56 Helmingur býst við að fara á rafbíl Höfuðborgarbúar eru hrifnari af rafbílum en landsbyggðarfólk. fréttablaðið/vihelm Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðstjóri hjá Orkustofnun prósent, en fólk yfir 65 ára ólíkleg- ast, 38 prósent. 53 prósent fólks á höfuðborgar- svæðinu ætlar að kaupa rafbíl næst en aðeins 37 prósent fólks á lands- byggðinni. Hátekjufólk, með 800 þúsund eða meira í mánaðartekjur, er líklegra til að kaupa sér rafbíl, það er 60 prósent, en aðeins 38 prósent lágtekjufóks, með undir 400 þúsund krónur. Nokkur munur er á svörum eftir stjórnmálaskoðunum. Hrifnastir eru kjósendur Vinstri grænna af raf- bílum og ætla 62 prósent þeirra að eignast slíkan næst þegar þeir kaupa bíl en 26 ætla að kaupa bensín- eða dísilbíl. Hlutfallið er svipað hjá fimm stjórnmálaf lokkum. 55 prósent Samfylkingarfólks og Sjálfstæðis- manna ætla að kaupa sér raf bíl næst, 54 prósent Viðreisnarfólks og Pírata og 49 prósent Framsóknar- manna. Kjósendur þriggja flokka skera sig hins vegar úr. 29 prósent kjósenda Flokks fólksins ætla að kaupa rafbíl og 26 prósent kjósenda Sósíalista- flokksins og Miðflokksins. n 4 fréttir FRÉTTABLAÐIÐ 18. FeBRúAR 2023 LAUGArDAGUr

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.