Fréttablaðið - 18.02.2023, Page 8

Fréttablaðið - 18.02.2023, Page 8
Suður-Afríka hefur fengið gagnrýni fyrir að taka þátt í heræfing- unum. Skatturinn á léttvín er rúmlega fimm sinnum hærri en í Danaveldi og skatturinn á bjór meira en áttfaldur. Ólafur Stephen- sen, fram- kvæmdastjóri FA Ísland sker sig rækilega úr öðrum Evrópuríkjum hvað skattlagningu áfengis varðar. Hún er oft og tíðum margföld miðað við það sem þekkist á Norðurlöndunum, meira að segja miðað við Noreg. ser@frettabladid.is neytendur Ísland á Evrópu- metið í áfengissköttum samkvæmt nýjum samanburði Spirits Europe, Evrópusamtaka áfengisframleið- enda, og eykur heldur forskot sitt á nágrannalöndin. „Þessar álögur eru löngu komnar út fyrir allt sem getur kallast sann- girni fyrir neytendur og fyrirtæki á áfengismarkaði,“ segir Ólafur Steph- ensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda (FA), en hann bendir á að f lest Evrópuríki hafi haldið sköttum á áfengi óbreyttum um áramótin. „Af þeim tíu ríkjum sem breyttu sköttum hækkaði Ísland áfengis- skatta langmest miðað við verð- bólgu,“ segir hann jafnframt og undrast að stjórnvöld hér á landi fari á svig við önnur nágrannaríki við að kynda verðbólgubálið með þessum hætti. „Engum nema Íslendingum kom til hugar að hækka áfengisgjöldin í takt við verðbólguna,“ segir Ólafur. „Öll hin samanburðarlöndin gættu þess að vera langt undir verðbólg- unni. Eina landið sem hækkaði skattinn meira í prósentum talið er Tyrkland þar sem verðbólgan á síðasta ári var 64 prósent.“ Áfengisskattar hér á landi hækk- uðu almennt um 7,7 prósent um áramótin, að því er segir í saman- tekt FA. Auk þess hækkaði áfengis- skattur á áfengum drykkjum í frí- hafnarverslunum um 169 prósent. „Af þessu leiðir að Ísland eykur enn forskot sitt á nágrannalöndin í fjárhæð áfengisskatta, sem yfirleitt er föst upphæð sem leggst á hvern sentilítra hreins vínanda,“ segir í samantekt félagsins. Ólafur bendir á að áfengisskattur- inn á sterku áfengi á Íslandi sé um það bil sexfaldur á við Danmörku, meira en tvöfaldur á við sænska skattinn og hátt í fjórum sinnum hærri en í Bretlandi. „Skatturinn á léttvín er rúmlega fimm sinnum hærri en í Danaveldi og skatturinn á bjór meira en áttfaldur,“ bætir hann við. Á móti komi að virðisaukaskattur á áfengi sé lægri á Íslandi en víðast hvar í Evrópu, eða 11 prósent, en í öðrum Evrópuríkjum sé algengt að hann sé í kringum 20 prósent. Það breyti því ekki að skattlagningin sé úr hófi hér á landi, sem sjáist kannski best á því að jafnvel í Nor- egi, af öllum löndum, séu áfengis- skattar langtum lægri en á Íslandi. n Sexfalt hærra áfengisgjald á Íslandi en í Danmörku Áfengisskattar hér á landi hækkuðu almennt um 7,7 prósent um áramótin. Auk þess hækkaði áfengisskattur á áfengum drykkjum í fríhafnarverslunum um 169 prósent. FRéttablaðið/getty Serb ía 2.000 Evrur á hektólítra hreins vínandan Sterkt áfengi n Styrkt vín n Léttvín n Bjór 4.000 6.000 8.000 10.000 12.000 Rúmenía Þýskaland Portú gal Niðurlö nd Frakkland Belgía Bretla nd Írla nd Svíþjóð Finnland Noregur Ísland Danmörk Íta lía Dæmi um áfengisskatta í nokkrum Evrópuríkjum Miðstöð íslenskra bókmennta auglýsir eftir styrkumsóknum Þýðingastyrkir eru veittir til að þýða á íslensku mikilvæg verk úr samtímanum, erlendar fagur­ bókmenntir og fræðirit. Einnig myndríkar bækur fyrir börn og ungmenni. Barna- og ungmennabóka– sjóðurinn Auður styrkir útgáfu vandaðra bóka sem skrifaðar eru á íslensku, fyrir yngri lesendur. Umsóknarfrestur er til 15. mars 2023 Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á www.islit.is eru veittir til útgáfu og miðlunar íslenskra ritverka, þar sem kappkostað er að styrkja verk sem hafa menningarlegt og þekkingar fræðilegt gildi. Útgáfustyrkir helgisteinar@frettabladid.is suður-afríka Rússar og Kínverjar taka nú þátt í sameiginlegum her- æfingum með Suður-Afríku. Æfing- arnar byrjuðu í vikunni og munu sjóherir allra þriggja landa sigla um Indlandshaf í tíu daga þar sem orr- ustur við sjóræningja verða meðal annars æfðar. Rússneska freigátan Admiral Gorshkov mun einnig taka þátt í æfingunum en hún er búin Zirkon- eldflaugum sem hafa rúmlega 1.000 kílómetra drægni og geta ferðast á níföldum ljóshraða. Suður-Afríka hefur verið gagn- rýnd fyrir að taka þátt í heræfingum með Rússum í ljósi stríðsins í Úkra- ínu. Yfirvöld þar segja hins vegar að þjóðin taki reglulega þátt í her- æfingum með mörgum löndum, þar á meðal fjórum heræfingum með Bandaríkjunum síðan 2011. Elizabeth Sidiropoulos, sérfræð- ingur í alþjóðasamskiptum Suður- Afríku, segir að sjóherinn sé bæði fjársveltur og þiggi alla aðstoð við að vernda fiskimið landsins. Þar að auki er ANC-stjórnin í Suður- Afríku með langvarandi tengsl við Rússland frá tímum aðskilnaðar- stefnunnar og á stjórnin erfitt með að snúa baki við Moskvu þrátt fyrir stríðið í Úkraínu. „Rússar vonast einnig til að sýna fram á að það sé ekki heimurinn sem er á móti þeim, heldur aðeins Vesturlöndin,“ segir Elizabeth. n Rússar og Kínverjar æfa í Afríku Rússneskur sjóliði stendur vörð á skipi sínu við Höfðaborg í Suður-Afríku. FRéttablaðið/ePa helgisteinar@frettabladid.is kína Bao Fan, einn þekktasti millj- arðamæringurinn í Kína, er horf- inn. Að sögn fyrirtækis hans, China Renaissance Holdings, hefur ekkert spurst til eigandans í nokkra daga. Tilkynningin hefur aukið áhyggj- ur af að kínversk stjórnvöld séu aftur farin að herja á ríka Kínverja. Ekki er búið að greina frá því hve lengi Bao Fan hefur verið horfinn en hlutabréf í fyrirtæki hans hafa tekið dýfu í kjölfar tilkynningarinnar. n Milljarðamæringur horfinn í Kína Fan Bao er einn af sex kín- verskum millj- arðamæringum sem hafa horfið í valdatíð Xi Jinping. FRéttablaðið/ getty 8 fRéttiR FRÉTTABLAÐIÐ 18. FeBRúAR 2023 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.