Fréttablaðið - 18.02.2023, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 18.02.2023, Blaðsíða 8
Suður-Afríka hefur fengið gagnrýni fyrir að taka þátt í heræfing- unum. Skatturinn á léttvín er rúmlega fimm sinnum hærri en í Danaveldi og skatturinn á bjór meira en áttfaldur. Ólafur Stephen- sen, fram- kvæmdastjóri FA Ísland sker sig rækilega úr öðrum Evrópuríkjum hvað skattlagningu áfengis varðar. Hún er oft og tíðum margföld miðað við það sem þekkist á Norðurlöndunum, meira að segja miðað við Noreg. ser@frettabladid.is neytendur Ísland á Evrópu- metið í áfengissköttum samkvæmt nýjum samanburði Spirits Europe, Evrópusamtaka áfengisframleið- enda, og eykur heldur forskot sitt á nágrannalöndin. „Þessar álögur eru löngu komnar út fyrir allt sem getur kallast sann- girni fyrir neytendur og fyrirtæki á áfengismarkaði,“ segir Ólafur Steph- ensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda (FA), en hann bendir á að f lest Evrópuríki hafi haldið sköttum á áfengi óbreyttum um áramótin. „Af þeim tíu ríkjum sem breyttu sköttum hækkaði Ísland áfengis- skatta langmest miðað við verð- bólgu,“ segir hann jafnframt og undrast að stjórnvöld hér á landi fari á svig við önnur nágrannaríki við að kynda verðbólgubálið með þessum hætti. „Engum nema Íslendingum kom til hugar að hækka áfengisgjöldin í takt við verðbólguna,“ segir Ólafur. „Öll hin samanburðarlöndin gættu þess að vera langt undir verðbólg- unni. Eina landið sem hækkaði skattinn meira í prósentum talið er Tyrkland þar sem verðbólgan á síðasta ári var 64 prósent.“ Áfengisskattar hér á landi hækk- uðu almennt um 7,7 prósent um áramótin, að því er segir í saman- tekt FA. Auk þess hækkaði áfengis- skattur á áfengum drykkjum í frí- hafnarverslunum um 169 prósent. „Af þessu leiðir að Ísland eykur enn forskot sitt á nágrannalöndin í fjárhæð áfengisskatta, sem yfirleitt er föst upphæð sem leggst á hvern sentilítra hreins vínanda,“ segir í samantekt félagsins. Ólafur bendir á að áfengisskattur- inn á sterku áfengi á Íslandi sé um það bil sexfaldur á við Danmörku, meira en tvöfaldur á við sænska skattinn og hátt í fjórum sinnum hærri en í Bretlandi. „Skatturinn á léttvín er rúmlega fimm sinnum hærri en í Danaveldi og skatturinn á bjór meira en áttfaldur,“ bætir hann við. Á móti komi að virðisaukaskattur á áfengi sé lægri á Íslandi en víðast hvar í Evrópu, eða 11 prósent, en í öðrum Evrópuríkjum sé algengt að hann sé í kringum 20 prósent. Það breyti því ekki að skattlagningin sé úr hófi hér á landi, sem sjáist kannski best á því að jafnvel í Nor- egi, af öllum löndum, séu áfengis- skattar langtum lægri en á Íslandi. n Sexfalt hærra áfengisgjald á Íslandi en í Danmörku Áfengisskattar hér á landi hækkuðu almennt um 7,7 prósent um áramótin. Auk þess hækkaði áfengisskattur á áfengum drykkjum í fríhafnarverslunum um 169 prósent. FRéttablaðið/getty Serb ía 2.000 Evrur á hektólítra hreins vínandan Sterkt áfengi n Styrkt vín n Léttvín n Bjór 4.000 6.000 8.000 10.000 12.000 Rúmenía Þýskaland Portú gal Niðurlö nd Frakkland Belgía Bretla nd Írla nd Svíþjóð Finnland Noregur Ísland Danmörk Íta lía Dæmi um áfengisskatta í nokkrum Evrópuríkjum Miðstöð íslenskra bókmennta auglýsir eftir styrkumsóknum Þýðingastyrkir eru veittir til að þýða á íslensku mikilvæg verk úr samtímanum, erlendar fagur­ bókmenntir og fræðirit. Einnig myndríkar bækur fyrir börn og ungmenni. Barna- og ungmennabóka– sjóðurinn Auður styrkir útgáfu vandaðra bóka sem skrifaðar eru á íslensku, fyrir yngri lesendur. Umsóknarfrestur er til 15. mars 2023 Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á www.islit.is eru veittir til útgáfu og miðlunar íslenskra ritverka, þar sem kappkostað er að styrkja verk sem hafa menningarlegt og þekkingar fræðilegt gildi. Útgáfustyrkir helgisteinar@frettabladid.is suður-afríka Rússar og Kínverjar taka nú þátt í sameiginlegum her- æfingum með Suður-Afríku. Æfing- arnar byrjuðu í vikunni og munu sjóherir allra þriggja landa sigla um Indlandshaf í tíu daga þar sem orr- ustur við sjóræningja verða meðal annars æfðar. Rússneska freigátan Admiral Gorshkov mun einnig taka þátt í æfingunum en hún er búin Zirkon- eldflaugum sem hafa rúmlega 1.000 kílómetra drægni og geta ferðast á níföldum ljóshraða. Suður-Afríka hefur verið gagn- rýnd fyrir að taka þátt í heræfingum með Rússum í ljósi stríðsins í Úkra- ínu. Yfirvöld þar segja hins vegar að þjóðin taki reglulega þátt í her- æfingum með mörgum löndum, þar á meðal fjórum heræfingum með Bandaríkjunum síðan 2011. Elizabeth Sidiropoulos, sérfræð- ingur í alþjóðasamskiptum Suður- Afríku, segir að sjóherinn sé bæði fjársveltur og þiggi alla aðstoð við að vernda fiskimið landsins. Þar að auki er ANC-stjórnin í Suður- Afríku með langvarandi tengsl við Rússland frá tímum aðskilnaðar- stefnunnar og á stjórnin erfitt með að snúa baki við Moskvu þrátt fyrir stríðið í Úkraínu. „Rússar vonast einnig til að sýna fram á að það sé ekki heimurinn sem er á móti þeim, heldur aðeins Vesturlöndin,“ segir Elizabeth. n Rússar og Kínverjar æfa í Afríku Rússneskur sjóliði stendur vörð á skipi sínu við Höfðaborg í Suður-Afríku. FRéttablaðið/ePa helgisteinar@frettabladid.is kína Bao Fan, einn þekktasti millj- arðamæringurinn í Kína, er horf- inn. Að sögn fyrirtækis hans, China Renaissance Holdings, hefur ekkert spurst til eigandans í nokkra daga. Tilkynningin hefur aukið áhyggj- ur af að kínversk stjórnvöld séu aftur farin að herja á ríka Kínverja. Ekki er búið að greina frá því hve lengi Bao Fan hefur verið horfinn en hlutabréf í fyrirtæki hans hafa tekið dýfu í kjölfar tilkynningarinnar. n Milljarðamæringur horfinn í Kína Fan Bao er einn af sex kín- verskum millj- arðamæringum sem hafa horfið í valdatíð Xi Jinping. FRéttablaðið/ getty 8 fRéttiR FRÉTTABLAÐIÐ 18. FeBRúAR 2023 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.