Fréttablaðið - 18.02.2023, Page 21

Fréttablaðið - 18.02.2023, Page 21
KYNN INGARBLAÐ ALLT LAUGARDAGUR 18. febrúar 2023 Alla daga gegn kulda og sól Apótek, Hagkaup og Fjarðarkaup www.celsus.is Már var svo óheppinn að fótbrotna á síðasta ári. Hann segir að Active JOINTS frá Eylíf hafi hjálpað beinunum að gróa. Að auki hafa verkir sem hann var með í hálsi horfið eftir inntöku á fæðubótarefninu þannig að hann mælir heilshugar með að taka Active JOINTS. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINk Bætt lífsgæði með Active JOINTS Már Guðnason húsasmiður hefur starfað við álagsvinnu í gegnum árin. Nú þegar hann er kominn á eftirlaun hafa komið fram ýmis eftirköst erfiðisins. Már hefur fundið út að Active JOINTS frá Eylíf reynist vel til að bæta lífsgæðin. Már segist hafa verið sérstaklega slæmur í hálsliðum. „Ég er lærður húsasmiður en er eiginlega alt mulig-maður,“ segir hann. „Get eig- inlega aldrei verið aðgerðalaus og er alltaf að dunda mér við eitthvað, hvort sem það eru endurbætur hér heima, að hjálpa vinum og vanda- mönnum eða vinna í garðinum,“ segir Már, sem býr í Fljótshlíðinni ásamt konu sinni, Önnu Óskars- dóttur. „Við búum á þessum fagra stað,“ segir hann. „Ég var alltaf í átaksvinnu, aðallega í virkjunum. Það hefur komið niður á líkam- anum en ég hef verið sérstaklega slæmur í hálsinum. Ég vann lengi í járnabindingum og oft með mikil þyngsli í höndunum. Það reynir á skrokkinn og kemur fram þegar maður eldist,“ segir hann. „Ég var með mikla verki í hálsinum og átti erfitt með svefn. Ég hafði leitað til heimilislækna í einhver ár, en það eina sem ég fékk út úr því var að taka verkjalyf. Ég fór í nudd með litlum árangri, verkirnir versnuðu bara ef eitthvað var. Ég var síðan sendur í myndatöku og þá kom fram mikið slit í hálsliðum en því miður á svo vondum stað að ekkert er hægt að gera. Eina ráðið voru verkja- og gigtartöflur það sem eftir er, sem mér hugnaðist ekkert sérstaklega vel,“ útskýrir Már. Get loksins sofið „Ég sá auglýsingu frá Eylíf um Active JOINTS og hugsaði með mér að það væri nú allt í lagi að prófa þetta. Það var í mars 2020. Eftir fjórar vikur var ég farinn að finna fyrir að eitthvað var að breytast og eftir fjóra mánuði var ég orðinn töluvert betri. Ári seinna var ég hættur að finna fyrir verkjunum í hálsinum. Fyrir mér er þetta kraftaverk og lyginni líkast. Ég fékk nýtt líf. Engar verkjatöflur og mér gekk vel að sofna á kvöldin. Í rauninni er ég laus við verkina,“ segir Már, sem tekur þrjú hylki á dag og ætlar sannarlega að taka Active JOINTS frá Eylíf áfram. Már var svo óheppinn að fót- brjóta sig í haust og er viss um að Active JOINTS hefur hjálpað beinunum að gróa. Læknirinn er ánægður með hversu vel hefur gengið hjá honum. „Ég var svo óheppinn á leið í Krónuna á Hvols- velli að detta. Það var rok úti og ég var með tvo nælonpoka sem fuku frá mér. Í f lýtinum að ná þeim hrasaði ég með þeim afleiðingum að ég mölbraut á mér fótinn. Ég brotnaði svo illa að læknirinn sagði að í raun áður en aðgerðin fór fram hefði fóturinn verið ónýtur. Aðgerðin hefði hins vegar gengið vel og ég er farinn að stíga í fótinn,“ segir hann og bætir við: „Enda læknirinn, Benedikt Árni Jónsson, algjör snillingur, besti skurðlæknir á landinu að öðrum ólöstuðum,“ segir hann. Active JOINTS styrkir beinin Már segir að hann hafi spurst fyrir hjá Eylíf hvort það hentaði að taka Acive JOINTS á meðan beinin væru að gróa. „Mér var sagt að það væri mjög gott þar sem Active JOINTS styrkir beinin. Ég hélt því áfram að taka hylkin og er viss um að það hefur hjálpað þeim að gróa,“ segir hann. „Ég er bara virkilega ánægður með Ávextir og grænmeti eru svo sannar- lega rík af næringarefnum. gummih@frettabladid.is Þeir eru margir sem taka mataræð- ið í gegn hjá sér á nýju ári og vilja neyta hollara fæðis en áður. Hollur og fjölbreyttur matur stuðlar að því að við fáum þau næringarefni sem líkaminn þarf á að halda og leggur grunn að góðri heilsu og vellíðan. Það er mikilvægt að borða hæfi- legan skammt af mat og hreyfa sig reglulega til að hafa jafnvægi á því hve mikla orku við fáum með mat og drykk og hve mikla orku við notum við hreyfingu. Þannig er auðveldara að viðhalda heilsu- samlegu holdafari en hreyfingin er mjög mikilvæg þar sem hún stuðlar að andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan, spornar gegn langvinnum sjúkdómum og við- heldur hreysti. Næringarrík matvæli Æskilegt er að velja fyrst og fremst matvæli sem eru rík að næringar- efnum frá náttúrunnar hendi. Þar má nefna grænmeti, ávexti, ber, hnetur, fræ, heilkornavörur, baunir, feitan og magran fisk, olíur fituminni mjólkurvörur og vatn til drykkjar, sem er besti svala- drykkurinn. Neyslu á unnum matvörum sem innihalda oft mikið af mettaðri fitu, sykri eða salti ætti hins vegar að takmarka neyslu á en það eru vörur eins og unnar kjötvörur, skyndibiti, snakk, sætt kex og kökur, sælgæti og gosdrykkir. HeImILd: LANdLækNIsemBæTTIÐ Fjölbreytt fæði í hæfilegu magni

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.