Fréttablaðið - 18.02.2023, Page 26

Fréttablaðið - 18.02.2023, Page 26
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumaður auglýsinga: Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, „Mér fannst vanta unaðsmiðaða fræðslu í íslenskum unaðsvöru- verslunum og ákvað að taka hana að mér, bæði vegna þess að ég fann til samfélagslegrar ábyrgðar en líka sem foreldri barna á öllum aldri.“ Þetta segir Saga Lluvia Sigurðar- dóttir, kaupkona í kynlífstækja- versluninni Losta.is sem jafnframt er fræðslusetur um kynferðis- legan unað og losta fyrir gesti og gangandi. „Mig langaði að skapa öruggt rými þar sem fólk gæti komið, tyllt sér í sófa yfir kaffisopa í notalegu andrúmslofti og spurt um allt sem það vill vita um kynlíf og losta. Ég vil að fólki finnist það komið inn í stofu til að ræða málin og fá leiðbeiningar, en ekki bara í búðina með sínu heillandi úrvali af unaðsvörum. Við leggjum mikið upp úr ríkri þjónustulund og þjálfun starfsfólks sem getur mætt hverjum og einum þar sem hann er staddur. Við veitum greiðan aðgang að okkur og leiðum við- skiptavini í gegnum möguleikana og með fræðslu, í stað þess að afhenda vöruna yfir búðarborðið með orðunum „góða skemmtun“ og láta þar við sitja,“ segir Saga. Hafa aldrei fengið fullnægingu Losti.is opnaði vefverslun árið 2019 en starfrækir nú tvær kynlífs- tækjaverslanir, í Borgartúni 3 og á Laugavegi 51. „Það er ótrúlega gaman að sjá hvað Íslendingar eru opnir fyrir kynlífstækjum. Eftir að við opn- uðum á Laugavegi fáum við mikið af erlendum ferðamönnum sem þykir framandi að finna kynlífs- tækjaverslun í vinsælustu göngu- götu borgarinnar. Sumir koma inn af einskærri forvitni, enda sums staðar ekki til sambærilegar versl- anir í þeirra heimalandi, á meðan aðrir gera góð kaup, þakklátir fyrir að finna svona verslun í alfaraleið,“ upplýsir Saga. Hún segir flesta koma í Losta af hispursleysi og biðja um það sem hugurinn girnist. „Unga fólkið er sérstaklega opið fyrir kynlífstækjum, en sporin eru mislétt eftir því hver á í hlut. Inn kemur fullorðið fólk og konur sem hafa aldrei fengið fullnægingu né notað kynlífstæki sér til hjálpar, en í þeim efnum getum við bæði leið- beint og gefið góð ráð. Það er aldrei of seint að taka skrefið og njóta kynlífs til fulls. Mann langar ekki alltaf í sama réttinn í eldhúsinu og eins er í kynlífinu. Kynlífstæki krydda kynlífið, þau eru skemmti- leg tilbreyting og sannarlega hægt að hafa það unaðslegt með kynlífs- tækjum.“ Valdeflandi kynlífsskart Spurð um vinsælustu kynlífstækin í Losta.is, svarar Saga: „Stórir dildóar (gervigetnaðar- limir) njóta sem fyrr vinsælda hjá ákveðnum hópum en í dag er mikið um nýjungar og fallega hönnuð tæki sem taka lítið pláss og bera það ekki með sér að vera kynlífstæki. Þannig er feimni alveg óþörf við að taka unaðstæki með sér í ferðalagið því hönnunin er svo smekkleg að engan grunar að um kynlífstæki sé að ræða þegar litið er ofan í töskur. Þegar fólk hefur upplifað hvað slík tæki geta gert fyrir kynlífið fara þau klárlega alltaf með í ferðalagið og auka unaðinn til muna,“ segir Saga. Hún segir hönnun kynlífstækja hafa gjörbreyst eftir að konur komu í meira mæli að hönnun þeirra. „Í dag eru mörg kynlífstækja- fyrirtæki í eigu kvenna og kven- kyns verkfræðingar sem hanna þau og þróa. Konur hafa jú umfram vitneskju um unaðssvæði kvenna en karlar og leggja meiri áherslu á snípsörvun, enda viðurkennt að langflestar konur fá fullnægingu í gegnum snípinn.“ Saga segir gaman að sjá hug- myndaflug kvenna þegar þær komast í að hanna unaðstæki. „Þar má nefna titrara í dular- gervum, eins og hálsmen og hringa sem eru fallegir skartgripir en engum dettur í hug að séu líka kraftmiklir titrarar sem örva snípinn og er svo sannarlega fal- legur og óvæntur glaðningur í til dæmis konudagspakkann,“ stingur Saga upp á. Hún segir valdeflandi fyrir konur að ganga með slík kynlífs- tæki utan á sér. „Konur eru farnar að bera meiri ábyrgð á kynlífi sínu og full- nægingum. Þær þora að taka pláss og örvun á snípinn er orðin jafn sjálfsögð og að þær fái jafn mikið út úr kynlífinu og aðrir.“ Sogtæki og múffur vinsælust Í Losta.is eru sogtæki langvin- sælasta unaðsvaran fyrir fólk með píkur. „Sogtæki veita snípsörvun með léttu sogi. Við erum með nett og hljóðlát tæki sem njóta mikilla vinsælda meðal kvenna og eru auðveld í notkun þegar stundað er kynlíf með annarri manneskju,“ upplýsir Saga. Hjá typpaeigendum eru múffur, eða gervipíkur, vinsælasta unað- svaran. „Múffur fást eins misjafnar og þær eru margar. Við eigum múffur með mótor og titringi en langvin- sælasta varan er einföld, handhæg múffa án rafmagns og sem fellur vel í hendi. Hún er þægileg og hægt að þrífa hana vel, gefur notand- anum færi á að stjórna sjálfur og endist lengur en rafknúnar múffur,“ útskýrir Sigga. Í Losta.is fæst einnig spenn- andi fantasíulína sem vakið hefur athygli fyrir vægast sagt óhefð- bundin kynlífstæki. „Við höfum fengið mikið hrós fyrir að taka inn fantasíuvör- urnar, svo sem skrímslalega og geimveru-dildóa. Við lögðumst í mikla rannsóknarvinnu áður en við ákváðum að taka vörurnar í sölu og þá kom í ljós að það er mun algengari fantasía en fólk gerir sér grein fyrir að vera numinn á brott af geimveru eða skrímsli og vera valdalaus gagnvart framandi veru. Þetta er æsandi ævintýraheimur sem við erum stolt af, litríkir og vel munstraðir dildóar sem minna á kolkrabbaarma með alls kyns sog- skálum eða sæskrímsli með klær og tungu.“ Námskeið sem segja sex Í Losta.is fer fram fræðsla, við- burðir og námskeið. „Sem betur fer hefur kynfræðsla batnað með árunum en losti er enn tabú. Allir vita allt um getnaðar- varnir og hvernig börnin verða til, en við göngum lengra og gefum unaði meira rými. Við höldum reglulega námskeið eins og munn- makanámskeið sem vakið hefur mikla athygli og verið vel sótt,“ upplýsir Saga um námskeiðin sem fara fram á netinu og í versluninni í Borgartúni. „Námskeið eru vinsæl hjá vinahópum, saumaklúbbum og gæsahópum og mikil stemning að koma til okkar í búðina þar sem andrúmsloftið er persónulegt. Annað vinsælt námskeið er Anal 101 fyrir þau sem hafa áhuga á að prófa sig áfram með anal örvun og vörur fyrir rassinn. Námskeiðin henta byrjendum sem lengra komnum og alltaf mikilvægt að fólk fái fræðslu áður en það prófar sig áfram með anal varning og viti hvað þarf að hafa í huga. Að það hugi að hreinlæti og noti ekki hluti heima sem ekki eru gerðir til að setja í rassinn. Við leggjum okkur fram um að allir finni eitthvað fyrir sig í Losta.is og fái sitt pláss í öruggu rými þar sem fólk getur spurt að öllu. Fólk er svo sannar- lega þakklátt og öruggara á eftir,“ segir Saga. Losti.is býður líka upp á ókeypis heimakynningar sem eru mjög vinsælar við alls kyns tilefni. „Þar myndast alltaf frábær stemning og mjög gaman að upplifa hvernig hóparnir verða nánari og ófeimnari við að opna sig og deila reynslusögum, enda er sjálfsagt að ræða um kynlíf og kynlífstæki eins og hvað annað,“ segir Saga. Unglingar líka velkomnir Losti.is er eina unaðsvöruverslunin á Íslandi sem er ekki með aldurs- takmark. „Við viljum frekar að unglingar sem eru forvitnir um að prófa sig áfram komi og fái fræðslu við hæfi. Til okkar koma líka for- eldrar með unglingana sína því með kynlífstækjum gefst tækifæri til að kanna líkama sinn og sín mörk, og hvað þeim þykir gott og hvað ekki, áður en þeir fara að deila líkama sínum með öðrum. Maður fær hlýtt í hjartað að sjá hvað foreldrasamband getur verið náið, ekki bara hvað unglingana varðar heldur líka mæðgur eða feðga á fullorðinsaldri. Þetta traust og að deila reynslu sín á milli er fallegt, enda þarf kynlíf ekki að vera grafalvarlegt mál. Sem foreldri skil ég að foreldrar vilji passa upp á unglingana sína en það er dýrmætt ef maður getur leyft umræðunni að vera stundum kjánaleg og fyndin, deilt reynslu- sögum og hlegið með,“ segir Saga. Á vefsíðunni losti.is er að finna vefverslun, fræðslu, upplýsingar um næstu námskeið, veftímarit og margt f leira. „Í veftímaritinu ræður erótíkin ríkjum. Þegar ég var með kynn- ingar fyrir ungar stelpur fékk ég svo oft spurningar um klám. Ég vildi því hvetja fólk til að velja klámefni sem er gert með sam- þykki allra en líka erótík í sögu- formi. Erótískar sögur eru tól sem er hægt að skella í heyrnartólin til að örva heilann og sjá fyrir hug- skotssjónum í stað þess að grípa bara tölvuna í leit að klámi. Þetta eru sögur úr ýmsum áttum, bæði lífsreynslusögur og fantasíur, og margt af því fáum við sent og erum mjög þakklát fyrir. Losti er því margt f leira en kynlífstækja- verslun, því við komum víða við og vöndum okkur í hvívetna,“ segir Saga. n Losti.is er í Borgartúni 3 og á Laugavegi 51. Sími 546 0666. Sjá vefverslun Losta.is og margt fleira á losti.is. Saga stingur upp á fallegum hring eða háls- meni í konu- dagsgjöf en skartgripirnir eru í raun kraft- miklir titrarar í dulargervi. Í Losta.is fást einnig kyn- þokkafullar ilm- tegundir í úrvali að ógleymdum kynlífstækjum við allra hæfi. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR 2 kynningarblað 18. febrúar 2023 LAUGARDAGURUnaðsvörUr

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.