Fréttablaðið - 18.02.2023, Page 28

Fréttablaðið - 18.02.2023, Page 28
Stór rannsókn sem gerð var á kynhneigð eldri kvenna og karla í Noregi, Danmörku, Belgíu og Portúgal árið 2020 sýnir að ef fólk stundar oft kynlíf þegar það er á yngri árum fylgir það því áfram til efri ára. elin@frettabladid.is Rannsóknin var byggð á svörum fólks á aldrinum 60-75 ára sem lýsti kynlífi sínu í spurningalista. Það mikilvægasta fyrir gott kynlíf hjá eldra fólki er að hafa gott, jákvætt og heiðarlegt viðhorf til eigin kynhneigðar. Það er sömuleiðis nauðsynlegt að vera meðvitaður um að gott kynlíf sé mikilvægt fyrir sambandið og andlega líðan. Einn rannsakenda, Nantje Fischer, segir að öldrun geti haft áhrif á kynlífið en ekki endilega á neikvæðan hátt. „Ef þér finnst þú hafa tilfinninga- og kynferðislega nálægð með maka þínum eru meiri líkur á að þú sért sátt/ur við kynlífið,“ segir hún. „Ef hjónin hafa mismunandi mikinn áhuga á kynlífi getur það leitt til þess að þau stundi það síður. Þá upplifa þau líka minni tilfinninga- lega nánd. Þótt eldra fólk stundi kynlíf sjaldan táknar það ekki minni gæði,“ segir hún. Jákvætt viðhorf Það eru ekki margar rannsóknir til um kynlíf hjá eldra fólki. Þær sem til eru koma flestar frá Banda- ríkjunum. Þess vegna þykir þessi evrópska rannsókn þýðingarmikil. Nantje segir að í upphafi hafi verið talið að nokkur munur væri á þáttum sem tengjast kynlífi, til dæmis á Norðurlöndum og S-Evr- ópu. Í ljós kom að niðurstöður eru mjög svipaðar. Jákvætt viðhorf til kynlífs var eins í öllum löndum. Reyndar hafa portúgalskir karlmenn oftar samfarir en þeir sem búa norðar í álfunni, eða um tvisvar til þrisvar í viku. Það er mun oftar en í hinum löndunum þar sem talan var tvisvar til þrisvar í mánuði. Það kom því ekki á óvart að portúgalskir karlar eru ánægð- astir allra karla með kynlíf sitt. Það var nokkur munur á þátt- töku í rannsókninni eftir löndum. Í Noregi samþykktu 68% að vera með en aðeins fjórðungur í Portú- gal. Bæði áhugi á kynlífi og hreyf- ingu minnkar eftir því sem fólk eldist. Oft metur fólk aðra þætti sambúðar í meira mæli en kynlíf. Að kúra, snerta og knúsa getur verið mikilvægara en samfarir. Að finna fyrir tilfinningalegri nálægð í sambandi er lykilatriði í því að eiga gott samlíf sem eldri mann- eskja. Rannsakendur vita þó ekki hvort góð heilsa leiði til meira kyn- lífs eða hvort mikið kynlíf leiði til góðrar heilsu. Rannsóknir hafa þó sýnt að þetta tvennt geti vel farið saman. Orðrómur er yfirleitt á þann veg að ekkert kynlíf sé hjá ömmum og öfum. Það kom vísindamönnum sem unnu þessa rannsókn því nokkur á óvart hversu mikið kynlíf fólk stundar á efri árum. Yfir 90 prósent norskra karla á aldrinum 60-75 ára stunda kynlíf reglulega og sama á við um 75% kvenna. Margir stunda sjálfsfróun og hafa nokkuð oft samfarir. Í Portúgal voru hins vegar fáir sem viður- kenndu að hafa fróað sér eftir því sem fram kom í rannsókninni. Greinin var birt á forskning.no. Kynferðislega virk „Allt lífið er mikilvægt að halda tengslum og varðveita ást og nánd, það er ekki bara á yngri árum,“ segir Bente Træen, prófessor í heilsusálfræði við Óslóarháskóla. Hún hefur unnið að stóru rann- sóknarverkefni í nokkur ár um kynlíf eldri borgara. „Rannsókn okkar sýnir að yfirgnæfandi meiri- hluti kvenna og karla yfir 65 ára eru kynferðislega virk og ánægð. Við sjáum líka skýr jákvæð tengsl á milli kynlífs og lífsánægju,“ segir hún og bætir við að margar rann- sóknir hafa verið gerðar á kynheil- brigði en minna hefur verið gert af því að skoða sálfræðiþáttinn í nánum samböndum. Hvers vegna þjást fleiri konur en karlar af þunglyndi? Rannsóknir sýna að þunglyndar konur hafa oft fórn- fúsa hegðun og tala ekki um óskir sínar og þarfir gagnvart maka sínum. Þær þagga sjálfar sig niður og segja ekki frá eigin tilfinningum og hugsunum en með því eykst hættan á þunglyndi,“ segir hún og bætir við: „Leyndinni er ætlað að skapa sátt í samböndum en virkar alveg öfugt og býr til sambands- leysi og fjarlægð.“ Bente segir að þær konur sem ólust upp á þeim tímum þegar jafnrétti var ekki til staðar og þrengri sýn á kynhneigð kvenna, tala síður um kynferðislegar langanir sínar og þarfir en síðari kynslóðir. „Öll umræða um kyn- hneigð er orðin opin en það er afar mikilvægt fyrir fólk til að átta sig á eigin sjálfsmynd,“ segir hún. „Í rannsóknum okkar sjáum við að kynlífsáhugi minnkar með hækkandi aldri. Ristruflanir hjá körlum geta haft áhrif. Annar hver karl eldri en 65 ára glímir við ristruflanir sem skaðar sjálfs- mynd þeirra,“ segir hún. „Hins vegar fundum við að hjón urðu oft ástfangnari með aldrinum og þau verja meiri tíma saman þegar þau hætta að vinna. Það getur auð- veldað samskipti þeirra og þar eru kynferðislegar þarfir meðtaldar. Eldri menn eiga auðveldara með að skilja og bregðast við óskum konunnar,“ segir Bente. „Rannsóknin sýnir að eldri karl- menn sem upplifa tilfinningalega nálægð við maka sinn eru ánægðari með kynlífið,“ segir hún en greinina má lesa á apollon.uio.no. n Amma og afi stunda líka kynlíf Að finna fyrir tilfinningalegri nálægð í sambandi er lykilatriði í því að eiga gott samlíf sem eldri manneskja. fréttablaðið/GEttY Indíana Rós Ægisdóttir kyn- fræðingur hefur starfað við kynfræðslu frá árinu 2016. Hún fer með fyrirlestra í skóla og félagsmiðstöðvar en býður einnig upp á kyn- fræðslu fyrir foreldra, fag- fólk og vinahópa, til dæmis í gæsunum og steggjunum. sandraagudrun@frettabladid.is Indíana segir að ekki sé síður mikilvægt að fræða fullorðið fólk en unglinga um kynlíf og kyn- heilbrigði. Í fyrirlestrum sínum fræðir hún oft kennara og foreldra unglinga um hvernig best er að eiga samtal um kynlíf við krakkana. „Fullorðna fólkið er oft með for- dóma og hræðslu gagnvart ýmsum málum sem snúa að kynheilbrigði, sem ég held að myndi snarbatna ef allir fengju almennilega kyn- fræðslu,“ segir Indíana. „Fólk er oft hrætt við hluti sem það skilur ekki, til dæmis varðandi ýmsa kynhegðun eða jafnvel kyn- ferðisleg samskipti á netinu. Ef það fær ekki góða kynfræðslu sjálft, þá er skiljanlegt að það eigi erfitt með að taka þetta samtal við börnin sín og ungmenni í kringum sig.“ Indíana segir að sem dæmi þá séu ýmis orð tengd hinseginleikanum sem fólk kann oft ekki alveg að nota og er því feimið við það. „Fólk er hrætt við að gera mistök. Flestir sem ég hitti vilja gera betur en vantar stuðning og fræðslu til þess,“ segir hún með áherslu. Kynfræðsla misjöfn milli skóla Aðalstarf Indíönu er að halda fyrir- lestra í skólum og fyrir fagfólk en hún kennir auk þess valáfanga í Grunnskólanum í Þorlákshöfn og í Hveragerði. Hún var ung þegar hún ákvað að verða kynfræðingur. „Ég var 17 ára. Ég hafði mikinn áhuga á kynheilbrigði og kynlífi og öllu sem því tengdist. Það var svo mamma mín sem fann Siggu Dögg og benti mér á að hægt væri að læra kynfræði. Ég kláraði sálfræði árið 2016 og fór svo til Bandaríkjanna og tók master í kynfræði og útskrifað- ist þaðan árið 2020, síðan þá hef ég starfað við kynfræðslu,“ segir hún. Indíana segir að kynfræðsla sé mjög misjöfn í hverjum skóla fyrir sig. Sumir fari bara eftir aðalnám- skrá og skólahjúkrunarfræðingar komi inn í ákveðna bekki. En ann- ars staðar séu kennarar eða skóla- stjórar sem brenna fyrir að standa vel að fræðslunni. „Það eru kannski helst þeir skólar sem standa sig vel sem bóka mig í fræðslu svo ég fæ svolítið skekkta mynd af ástandinu. En ég lendi líka alveg í því að heyra: „Jæja, þá erum við búin með kynfræðsluna.“ Bara af því ég var fengin inn í klukkutíma. Ég lít á mína fræðslu sem algjöra viðbót við fræðsluna sem á að vera veitt í skólunum. Ég lít svo á að ég komi til að valdefla kennarana, svo þeir öðlist öryggi til að sjá um þetta sjálfir og geti svarað spurningum unglinganna.“ Spurningarnar sem Indíana fær helst frá unglingum snúa að því hvað telst eðlilegt. „Þau þrá að vita hvað er eðli- legt og fá samþykki fyrir því að þau séu eðlileg. Ég fær oft spurninguna: „Hvað hefur þú sofið hjá mörgum?“ En ég svara aldrei neinum persónulegum spurningum um mig og mitt kyn- líf, enda ekkert fræðslugildi í því. Þau vilja heldur ekki endilega vita það, þau eru kannski bara að leita að því hvaða tala er eðlileg. En það er auðvitað engin ein eðlileg tala þar,“ segir hún. „Ég er líka oft spurð hver sé meðal typpastærð. Krakkarnir hafa miklar áhyggjur af því hvort þau eru eðlileg eða ekki og vilja fá staðfestingu á því.“ Forvitni um hjálpartæki Umræða um kynlífshjálpartæki er ekki hluti af þeirri kynfræðslu sem Indíana veitir þegar hún fer í skólaheimsóknir. Hún segist aftur á móti fá gríðarlega margar spurningar um tækin. „Krakkarnir eru forvitnir og vilja kannski kaupa tæki en vita ekki hvernig þau eiga að snúa sér í því, vilja jafnvel spyrja foreldra sína um tæki en þora ekki að spyrja. Ég hvet foreldra og for- ráðamenn til að ræða við börnin sín um þetta. Jafnvel gefa þeim tæki í afmælisgjöf eða pening til að kaupa tæki,“ segir hún. „Ég held að foreldrar séu almennt feimnir við að ræða þessi mál við börnin sín og hiki við það. En kynlífstæki leiða krakkana yfirleitt ekki út í einhverja óæski- lega kynhegðun. Þau eru bara partur af sjálfsfróun og sjálfsfróun er ein öruggasta kynlífshegðunin og gott tól til að læra á sjálft sig.“ Indíana bætir að lokum við að hægt sé að bóka fræðslu á indian- aros6@gmail.com eða á heima- síðu hennar indianaros.is. n Sjálfsfróun ein öruggasta kynlífshegðunin Indíana Rós Ægisdóttir fræðir börn og fullorðna um kynheilbrigði. MYND/aðSEND 4 kynningarblað 18. febrúar 2023 LAUGARDAGURunAðSvörur

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.