Fréttablaðið - 18.02.2023, Síða 31

Fréttablaðið - 18.02.2023, Síða 31
Hjá Nóa Síríus njótum við þeirra forréttinda að vinna með margar af uppáhalds vörum þjóðarinnar. Nú þurfum við að bæta í hópinn. Vegna vaxandi umsvifa leitum við að öflugu, ábyrgu og framsýnu starfsfólki sem hefur drifkraft til að hrinda verkefnum í framkvæmd, ásamt brennandi áhuga á því að ná árangri í starfi. Um er að ræða „ölbreytt störf í alþjóðlegu vinnuumhverfi þar sem unnið er markvisst að jafnréttismálum, vellíðan og vexti starfsmanna. Við erum samheldinn hópur framúrskarandi starfsmanna með „ölbreytta reynslu og menntun. Við höfum pláss fyrir fleiri og hver veit - kannski erum við að leita að þér? Ert þú til í sætt samstarf? Rafvirki Hlutverk rafvirkja er að styðja við þá miklu uppbyggingu sem á sér stað innan Nóa Síríus, tryggja virkni véla og tækja, auk framþróunar tæknibúnaðar og húsnæðis. Þar reynir á nákvæmni, útsjónarsemi og sjálfstæði í vinnubrögðum. Helstu verkefni og ábyrgð: • Innleiðing á nýjum tækjabúnaði og framleiðslulínum. • Fyrirbyggjandi viðhald og rekstur á framleiðslubúnaði. • Bilanagreining á framleiðslubúnaði. • Almenn viðgerðarvinna. • Samskipti við framleiðsludeildir. Sölufulltrúi Sölufulltrúi tekur virkan þátt í sölustarfi, framkvæmd söluaðgerða og viðhaldi góðra tengsla og þjónustu við verslanir í samráði við sölustjóra. Helstu verkefni og ábyrgð: • Sala og uppbygging viðskiptatengsla. • Virk þátttaka í sölustarfi og skráning pantana í verslunum. • Uppröðun og eftirlit með vörum fyrirtækisins í verslunum. • Svara fyrirspurnum viðskiptavina. • Vörukynningar og söluherferðir í samráði við sölustjóra. Umsóknarfrestur er til og með 5.mars 2023. Við viljum fá sem fjölbreyttastar umsóknir og hvetjum öll áhugasöm til að sækja um. Nánari upplýsingar á www.noi.is/mannaudur Við höfum verið svo lánsöm að hafa fengið að vera hluti af sætum stundum þjóðarinnar í rúmlega 100 ár og það er metnaðarmál okkar að endurgjalda það traust með því að sýna ábyrgð í starfsemi okkar og gefa til baka til samfélagsins. Starfsmaður í vöruhúsi Starfsmaður í vöruhúsi sér um tiltekt pantana til viðskiptavina og móttöku á vörum með það að markmiði að ná framúrskarandi hagkvæmni og þjónustu í vörugeymslu og flutningum. Helstu verkefni og ábyrgð: • Þjónusta og afgreiðsla viðskiptavina. • Tiltekt á pöntunum til viðskiptavina. • Móttaka á vörum úr framleiðslu og erlendis frá. • Skráning í birgðakerfi vöruhúss. • Móttaka og losun gáma. Yfirmaður vörustýringar Nýtt starf sem felur í sér yfirumsjón og ábyrgð á allri aðfangakeðjunni s.s. rekstur vöruhúsa, samþættingu ytri aðila aðfanga- keðjunnar, innkaup og dreifingu á vörum. Helstu verkefni og ábyrgð: • Yfirumsjón með flutningum og dreifingu á vörum Nóa Síríus. • Yfirumsjón með daglegum rekstri vöruhúsa Nóa Síríus. • Yfirumsjón með innkaupum, móttöku og geymslu á aðföngum. • Samþætting á starfi ytri aðila aðfanga- keðjunnar. • Val á flutningsaðilum og gerð verðsamninga. • Áætlana- og skýrslugerð. Sérfræðingur í viðskiptagreiningum Um er að ræða nýtt starf sem felur í sér þátttöku í frekari uppbyggingu á nýju verklagi við greiningar og eftirlit ásamt innleiðingu á nýjum stjórnendaskýrslum sem og aðkomu að áætlanagerð. Helstu verkefni og ábyrgð: • Aðkoma að innleiðingu á nýju verklagi við stjórnendaskýrslur, árangurs- mælingar og greiningar til að miðla lykilupplýsingum úr rekstri. • Þátttaka í uppbyggingu á greiningum söluleiða og tekjustýringu. • Mánaðarlegar stjórnendaskýrslur ásamt greiningum og eftirliti með lykil árangursmælikvörðum. • Önnur tilfallandi verkefni á sviði árangursmælinga og greininga þvert á fyrirtækið. Kerfisstjóri Starf kerfisstjóra er nýtt starf. Meðal helstu hlutverka er að styðja við þá miklu uppbyggingu á tæknilegum innviðum sem Nói Síríus vinnur að til að auka sjálfvirkni í framleiðslu- ferlum fyrirtækisins. Helstu verkefni og ábyrgð: • Uppsetning og rekstur á miðlægum búnaði og upplýsingatæknilausnum. • Rekstur Microsoft kerfa þar sem staðbundnum- og skýjalausnum er blandað saman. • Kerfisumsjón, s.s. bilanagreiningar og úrbætur. • Samskipti við þjónustuaðila og birgja. • Kröfugreining og hönnun tækniumhverfis sem styður við kerfis- og vinnuferla. • Val á lausnum í takt við tækniþróun á hverjum tíma. • Þátttaka í þróunar- og þjónustu- verkefnum.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.