Fréttablaðið - 18.02.2023, Side 50

Fréttablaðið - 18.02.2023, Side 50
Ástin þroskast og breytist á ólíkum æviskeiðum. Til að birta andláts-, útfarar- eða þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055 . Merkisatburðir | Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Jóhanna Kristín Guðbergsdóttir lést að Hrafnistu Hraunvangi, fimmtudaginn 9. febrúar. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 23. febrúar kl. 11.00. Steinunn G. Ástráðsdóttir Ágúst Ástráðsson Guðbergur Ástráðsson og fjölskyldur Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Allur arður af þjónustunni rennur til reksturs kirkjugarðanna Útfararþjónusta í yfir 70 ár Við tökum vel á móti ástvinum í hlýlegu og fallegu umhverfi Sólarhringsvakt: 581 3300 & 565 5892 Komum til aðstandenda og ræðum skipulag sé þess óskað Sverrir Einarsson S: 896 8242 Jón G. Bjarnason S: 793 4455 Jóhanna Eiríksdóttir Útfararstofa Íslands www.utforin.is w Auðbrekku 1, Kópavogi Útfararstofa Hafnarfjarðar www.utfararstofa.is w Dofrahellu 9b, Hafnarfirði Sigurvin Lárus Jónsson, prestur við Fríkirkjuna, segir mikilvægt að forgangsraða ástinni því ann- ars týnist hún í hversdeginum. arnartomas@frettabladid.is Það verður varla þverfótað fyrir ástinni í fríkirkjunum á sunnudag sem bjóða pörum af öllum kynjum að kíkja til sín á stefnumót. Þar verður boðið upp á ástarlög, almenn kósíheit auk þess sem pörunum býðst að strengja ný, eða endurnýja, heit sín. „Það eru tvær áminningar um það að rækta ástina í vikunni, annars vegar Val- entínusardagurinn og hins vegar konu- dagurinn,“ segir Sigurvin Lárus Jónsson, prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. „Við ákváðum þess vegna að grípa tækifærið og búa til stundir sem eru til þess að rækta ástina. Við erum að bjóða öllum en sérstök pör eru sérstaklega velkomin til að koma og hlusta á ástarlög og heyra ástarsögur.“ Fjölmörgum pörum, mishoknum af reynslu, hefur verið boðið á stefnu- mótið. „Við erum með ólík hjónabönd sem hafa varað mislengi,“ segir Sigurvin Lárus. „Ein hjónin eru með fimmtíu ára hjónaband að baki, önnur með tuttugu og fimm ár og ein eru nýgift og falleg. Hugmyndin var að leita að ástarsögum úr hversdeginum.“ Tónlist á viðburðunum verður í hönd- unum á tónlistarfólki kirknanna undir stjórn Gunnars Gunnarssonar, organista Fríkirkjunnar í Reykjavík, og Arnar Arn- arssonar, tónlistarstjóra Fríkirkjunnar í Hafnarfirði. Söngkonan Kirstín Erna Blöndal syngur einsöng ásamt tónlistar- fólki kirknanna. Ástin þroskast og breytist Eins og fram hefur komið býðst gestum að strengja ný eða endurnýja heit sín á stefnumótinu. Er mikið um að fólk sé að endurnýja heit sín almennt? „Já, það er alveg töluvert um það, þegar fólk á einhvers konar sambands- eða brúðkaupsafmæli þá vill fólk gjarnan gera það,“ segir Sigurvin. „Maður á auð- vitað að gera þetta sem oftast. Það vitum við öll en það þarf að forgangsraða ást- inni, annars týnist hún í hversdeginum. Meira að segja hjón sem eru samstíga og samrýnd í verkefnum lífsins þreytast og þurfa að minna sig á að ástin er meira en verkefni hversdagsins.“ Þannig segir Sigurvin að ástin sé ekki fasti sem fangi mann og síðan sé lifað „hamingjusöm til æviloka“. „Ástin þroskast og breytist á ólíkum æviskeiðum. Þess vegna er mikilvægt að endurnýja hug sinn til ástarinnar og að segja við maka sinn hvað þú elskar í fari maka þíns. Að játa ást þína í orði og verki,“ segir hann. Mikil forréttindi Að mati Sigurvins eru mikil forréttindi að vera prestur en hann hefur gefið fólk saman við alls konar aðstæður – undir fossi, á strönd, í fjósi og í kirkju. „Ein eftirminnilegasta athöfn sem ég hef upplifað var í samstarfi við Pink Iceland. Menn frá Kanada sem komu til Íslands til að gifta sig og völdu kirkjuna á Árbæjarsafni til þess,“ rifjar hann upp. „Þeir höfðu upplifað það í lífi sínu að ást þeirra var ekki velkomin í þeim kirkjum sem þeir ólust upp í en voru þrátt fyrir það mjög trúaðir. Þeir báðu um alt- arisgöngu í hjónavígslunni og fengu að heyra að Guð elskaði þá og vildi blessa ást þeirra og líf. Það var sterk og heilandi stund sem ég gleymi aldrei.“ Aðför að piprinu Nú gætu einhleypir litið á þennan við- burð sem aðför að menningu sinni. Stendur til að gera eitthvað fyrir fólk utan sambands? Ætlið þið að vera með hraðstefnumót næst? „Það er mjög góð hugmynd! Ég er aldeilis til í að vera með hraðstefnumót í kirkjunni,“ svarar Sigurvin og skelli- hlær. „En brúðkaup eru auðvitað besti staðurinn til að kynnast maka og þessi viðburður er svona hversdagslegt brúð- kaup þar sem gæti verið hægt að finna ástina.“ Stefnumótin hefjast klukkan 14 í Frí- kirkjunni í Reykjavík og klukkan 20 í Fríkirkjunni í Hafnarfirði. n 1145 Evgeníus III. verður páfi. 1229 Friðrik II. nær völdum í Jerúsalem, Betlehem og Nasaret með vopnahléssamningi við Al-Kamil sol- dán. 1875 Eldgos í Sveinagjá á Mývatnsöræfum. 1878 Alþýðuskólinn í Flensborg stofnaður í Hafnarfirði. 1885 Snjóflóð fellur á fjórtán íbúðarhús á Seyðisfirði og 24 farast. 1910 Tuttugu farast í snjóflóði á Hnífsdal. 1930 Clyde Tombaugh finnur Plútó. 1934 Sjúkrahús Hvítabandsins í Reykjavík vígt. 1954 Vísindakirkjan stofnuð í Los Angeles. 1959 Vitaskipið Hermóður ferst við Reykjanes með tólf manna áhöfn. 1965 Gambía fær sjálfstæði frá Bretum. 1967 Golfklúbburinn Keilir stofnaður. 2010 WikiLeaks birtir fyrstu gögnin frá Chelsea Manning. Ástin er ekki fasti 26 tímamót FRÉTTABLAÐIÐ 18. FeBRúAR 2023 LaUGaRDaGUR Fríkirkjuprestarnir Margrét Lilja Vilmundardóttir og Sigurvin Lárus Jónsson ásamt Kir- stínu Ernu Blöndal. Mynd/Aðsend

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.