Fréttablaðið - 18.02.2023, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 18.02.2023, Blaðsíða 54
Tesla var fimmta sölu- hæsta bílamerkið á Íslandi á síðasta ári með 1.312 selda bíla. Tesla var með átján prósenta markaðshlut- deild í rafmagnsbílum seldum á Íslandi í fyrra. Bíllinn er sjöunda kynslóð 5-línunnar. Næsti bíll verður sjötta kynslóð af Micru og sá fyrsti með rafmagns- mótor. Nissan vonast til að spara 40% í hönnun bílsins með samstarf- inu við Renault. njall@frettabladid.is S a m k v æ mt f r é t t a m i ð l i nu m Automotive News ætlar Tesla Inc. að kynna þriðju útgáfu framtíðar­ áætlunar Elon Musk á næsta degi fjárfesta, sem verður 1. mars næst­ komandi. Þar ætlar hann að kynna „leiðina að sjálf bærri framtíð fyrir jörðina“ eins og Elon Musk orðaði það í nýlegu tísti á Twitter. Fyrsta framtíðaráætlun Tesla kom árið 2006 þar sem kynntar voru áætlanir um að framleiða sportbíl og nota lærdóminn af því til að smíða raf bíla fyrir almenn­ ing. Tíu árum síðar kynnti Elon Musk „kaf la tvö“ sem innihélt áætlanir um að byggja sólarraf­ hlöður fyrir heimili, metnað til að vera með bíla í öllum flokkum öku­ tækja og auka sjálf keyrsluhæfni bíla hans. Mikið af því sem stendur í kaf la tvö hefur ekki gengið eftir að sögn Automotive News, og er Tesla aðeins með f jórar gerðir bíla í fjöldaframleiðslu ásamt því að dómsmálaráðuneyti Banda­ ríkjanna rannsakar nú hversu vel sjálf keyrslubúnaður Tesla stenst yfirlýsingar framleiðandans. Hlutabréf í Tesla hafa hækkað um 1.200 prósent síðan Elon Musk kynnti kaf la tvö. Að vísu lækkaði virðið töluvert á síðasta ári vegna kaupa Musk á Twitter og vegna þess að framleiðsla stóðst ekki áætlanir. Lækkuðu hlutabréf í Tesla um 65 prósent í fyrra sem er fyrsta lækkun merkisins síðan 2016, segir í grein Automotive News. Meðal þess sem Elon Musk hefur látið hafa eftir sér fyrir dag fjárfesta er að útþensla merkisins, ásamt næstu kynslóð undirvagna fyrir ódýrari ökutæki, verði á dagskrá. n Framtíð Tesla kynnt á degi fjárfesta Hvort að Tesla muni kynna minni gerð rafbíls en Tesla Model 3 á degi fjárfesta þann 1. mars á eftir að koma í ljós. mynd/tesla njall@frettabladid.is Samkvæmt nýjustu njósnamyndum Auto Express af nýrri 5­línu BMW er líklegt að bíllinn verði frumsýndur á þessu ári. Greinilegt er að bíllinn er kominn langt í þróun eins og sjá má af stallbaksútgáfu hans. Núverandi kynslóð bílsins var frumsýnd 2017 og fékk andlits­ lyftingu árið 2020. Ef bíllinn kemur á þessu ári kemur hann rétt tíman­ lega til að keppa við erkióvin sinn sem er E­lína Mercedes. Bíllinn er kallaður G60 eins og er og verður sjöunda kynslóð 5­línunnar. Búast má við að bíllinn verði fáanlegur með ýmsum vélbúnaði, þar á meðal alrafmagnaður. Einnig verður nýr M5 kynntur sem fær raf búnað en aðalsalan verður þó í bensín­ og dísilbílunum en hérlendis líklega í tengiltvinnbílnum. n BMW 5-lína væntanleg á þessu ári njall@frettabladid.is Í dag, laugardaginn 18. febrúar, verður ný kynslóð Lexus RX frum­ sýnd hjá Lexus í Kauptúni, Garða­ bæ. Sýningin verður opin frá kl. 12­16 og þá gefst kostur á reynslu­ akstri. Það telst alltaf til tíðinda þegar nýr RX kemur fram á sjónar­ sviðið enda sameinar hann kosti fólksbíls og sportjeppa. Drægni á rafmagni í tengiltvinnútfærslunni er komið í 69 km samkvæmt WLTP mælingunni. Lexus RX verður kynntur í þrem­ ur útgáfum, RX 350h sem er tvinn­ bíll með 2,5 lítra vél, 245 hestöf l, og er 8 sekúndur frá 0­100km/klst. RX 450h+ PHEV er tengiltvinnút­ gáfa bílsins. Vélin  er einnig 2,5 lítrar og til samans er rafmótor og bensínvélin 306 hestöfl og bíllinn er 6,5 sekúndur frá 0­100km/klst. Útfærslurnar af honum eru tvær, EXE og Luxury. Loks er RX 500h fyrsti tvinnbíllinn frá Lexus með forþjöppu, 371 hestaf l og 5,9 sek­ úndur frá 0­100km/klst. n Lexus RX 450h frumsýndur í dag Von er á næstu kynslóð af smábílnum vinsæla Nissan Micra. Bílnum mun að mörgu leyti svipa til Renault 5 og verður aðeins í boði með raf­ magnsmótor. Ljóst er að sam­ starf Renault og Nissan lifir og er von á frekara samstarfi. njall@frettabladid.is Nissan tilkynnti í fyrra að undir­ vagn næstu kynslóðar Micra kæmi frá Renault og að um alrafmagn­ aðan bíl yrði að ræða. Nú hefur Nissan einnig sagt að allt að 80% íhluta bílsins verði þeir sömu og í Renault 5 sem þýðir að samstarf Nissan og Renault er ekki dautt úr öllum æðum. Leiðtogar merkjanna beggja hittust á ráðstefnu fyrr í mánuð­ inum þar sem nokkur atriði þessa nýja bíls komu fram. Með sam­ starfinu sparar Nissan sér 40% í hönnunarkostnað á þessum nýja bíl sem þýðir að hann gæti verið hag­ stæðari í verði. Bíllinn verður smíð­ aður á CMF­BEV undirvagninum sem verður einnig undir Renault 4. Líklegt er talið að bíllinn verði framleiddur í Frakklandi í einni af þremur ElectriCity­verksmiðjum Renault. Loks er talið líklegt að Nissan­Renault muni eiga samstarf um uppsetningu hleðslustöðva í náinni framtíð. n Ný Micra keimlík Renault 5 Nissan frum- sýndi nokkrar myndir af Micra í sumar en þær sýndu bara hluta bílsins og er þessi tölvumynd unnin frá þeim. mynd/aVaRVaRII Miðað við myndina verða aðalljósin líklega ekki tvískipt eins og á nýrri 7-línu. mynd/aUtO eXPRess Þrjár út- gáfur nýja Lexus sport- jeppans verða á sýningunni. mynd/nJÁll GUnnlaUGssOn njall@frettabladid.is Í nýjum Mazda MX­30 e­Skyactiv R­EV verður í fyrsta skipti notast við Wankel­vél í tvinnbíl sem fara mun í framleiðslu. Audi hafði reyndar reynt slíkt á A1 E­tron til­ raunabílnum árið 2010 þar sem notast var við 254 rsm Wankel­vél, sem keyrði á 5.000 snúningum til að hlaða 12 kWst rafhlöðu. Það þótti vel heppnuð tilraun þar sem að litla vélin var nánast hljóðlaus og komst bíllinn 250 kílómetra á 12 lítrum af eldsneyti. Vélin í R­EV bílnum kallast 8C og er hún 830 rsm og komið fyrir fram í bílnum. Vélin er lítil um sig og er aðeins 840 mm í þvermál. Raf­ hlaðan er 17,8 kWst og drægið er 85 km á rafhlöðunni eingöngu. Afl rafmótorsins er 168 hestöfl og togið 260 Nm. Hingað til hefur Wankel­ vélin verið gagnrýnd fyrir of lítið tog, mikla eyðslu og meiri mengun en með þessari nálgun er talið að vélin muni henta mun betur. Nýja 8C­vélin er í fyrsta skipti með beinni innspýtingu og er með meiri þjöppu en áður eða 11,9:1. Vélin mun ganga á 2.000­4.500 snúningum og nokkurn veginn fylgja inngjöf ökumanns. n Mazda notar Wankel-vél í tvinnbíl Wankel-vélin gæti hentað vel sem hleðsluvél fyrir rafhlöðu en hún er hljóðlát og minni um sig. 30 bílar FRÉTTABLAÐIÐ 18. FeBRúAR 2023 laUGarDaGUr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.