Fréttablaðið - 18.02.2023, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 18.02.2023, Blaðsíða 60
Í anda Vefstofu Guð- rúnar á Ísafirði bera flíkurnar nöfn sem tengjast íslenskri náttúru. Eyrún Ísfold Fréttir vikunnar | Ármann Reynisson „Um miðbik sjötta áratugs tuttug- ustu aldar er undirritaður, sex ára, á gangi með föður sínum á Lindar- götu í Reykjavík. Við verðum vitni að verkfallsvörslu fyrir framan Sláturfélag Suðurlands – þungbúin alvara hvílir í loftinu. Faðir minn segir: „Verkamenn eru að berjast fyrir mannsæmandi launum.“ Þessi sjón og orð föðurins koma ávallt upp í hugann með depurð þegar ég frétti af vinnudeilum og verkföllum,“ segir vinjettuhöf- undurinn og fagurkerinn Ármann Reynisson sem svarar því hvað hæst bar í fréttavikunni einfaldlega og eins og honum einum er lagið, með sérsaminni vinjettu sem hann kall- ar Vinnudeilur. „Margt hefur breyst til batnaðar í kjarabaráttunni nema launin hjá almennu verkafólki. Stjórnmála- menn, embættismenn, forstjórar og margir aðrir skammta sér ofur- laun baráttulaust – fá árlega leiðrétt- ingu án nokkurrar fyrirhafnar. En þeir lægstlaunuðu þurfa að slást um kökubitann. Það er skömm að fylgjast með framkomu og orðbragði ráðamanna gagnvart Eflingu stéttarfélagi. Allt er hægt ef vilji er fyrir hendi. Hnef- inn … kallar á hörð viðbrögð félags- ins – þar af leiðandi skellur á verk- fall. Stokka þarf upp spilin í íslensku þjóðfélagi því báknið er úr sér geng- ið – þenst út og orðið að nátttrölli. Meirihluti þjóðarinnar vill „frelsi jafnrétti og bræðralag“ sem hallar á hratt í dag. En þannig helst sátt og jafnvægi í þjóðfélaginu.“ n Skömm að fylgjast með framkomu við Eflingarfólk Ármann Reynisson, athafnaskáld Á Grandagarði verður í dag hægt að skoða og versla föt úr nýrri línu Steinunnar Sigurð- ardóttur. Línan er hönnuð úr efnum sem handofin voru á Ísafirði á áttunda áratugnum. lovisa@frettabladid.is Í dag er frumsýnd ný fatalína í versl- un fatahönnuðarins Steinunnar Sigurðardóttur á Grandagarði. Línan er unnin og hönnuð af henni en í samstarfi við Guðrúnu Jóhönnu Sturludóttur, fatahönnuð og barna- barn Guðrúnar Vigfúsdóttur. Hug- myndin kom upp þegar Guðrún heimsótti verslun Steinunnar ásamt móður sinni, dóttur Guðrúnar. „Upphaf hugmyndarinnar að línunni Haute Couture Iceland má rekja til heimsóknar okkar mæðgna í búð Steinunnar Sigurðardóttur fatahönnuðar sem þá var staðsett í Bankastræti. Þegar við dáðumst að hönnuninni tók Steinunn okkur tali og spjallið barst að vefstofu móður minnar, Guðrúnar Vigfúsdóttur, veflistakonu á Ísafirði,“ segir Eyrún Ísfold Gísladóttir, dóttir Guðrúnar, en hún segir að Steinunn hafi þekkt til vefstofu móður hennar þar sem ofin voru efni í glæsikjóla. „Og fleiri f líkur sem vöktu verð- skuldaða athygli, ekki síst á áttunda áratugnum.“ Efniviður fatalínunnar er safn handofinna efna úr íslenskri ull sem ofin voru á Vefstofu Guðrúnar Vigfúsdóttur hf. á Ísafirði á áttunda áratugnum. Hún segir að Steinunn hafi fundið samhljóm í verkum móður hennar á vefstofunni í sinni hönnun, og þá sérstaklega í til dæmis notkun kögurs. „Þegar móðir mín féll frá árið 2015 kom í ljós að á vinnustofu hennar var til töluvert af hand- ofnu efni sem mætti nýta í f líkur og fórum við mæðgur til Steinunnar með tvær ferðatöskur af hand- ofnum textíl. Úr varð að Steinunn ákvað að hanna sérstaka fatalínu úr efnunum í formi þróunarverkefnis ásamt Guðrúnu dóttur minni sem aðstoðarhönnuði. Verkefnið var styrkt af Hönnunarsjóði Íslands,“ segir Eyrún. Allar til sölu Flíkurnar eru allar til sölu og er verðið allt upp í 350 þúsund krónur. Þær verða til sýnis á sýningunni sem kallast Haute Couture Iceland, sem mætti þýða sem hátíska á Íslandi. Sýningin verður opnuð klukkan 15 og stendur til 17 en einungis var framleidd ein flík af hverri gerð og í einni stærð. „Hver f lík er einstök og verður ekki endurgerð og er því merkt sem slík að hún sé til í einu eintaki,“ segir Eyrún en hver f lík er númeruð og ber einnig einstakt heiti. „Í anda Vefstofu Guðrúnar á Ísa- firði bera flíkurnar nöfn sem tengj- ast íslenskri náttúru. Við heiðrum tvö nöfn sem gefin voru kjólum í tíð Guðrúnar; Morgunfrú, appelsínu- gulur kjóll í hnésídd með útvíðum um ermum og Storkið hraun, brún- röndótt dragt með ýfðri áferð.“ n Hátískulína án hliðstæðu handofin úr vestfirskri ull Mæðgurnar Guðrún Sturlu- dóttir og Eyrún Ísfold Gísla- dóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Miðnætursól heitir þessi slá. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Flíkurnar kosta allt að 350 þúsund krónur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Flíkur á sýningu Gróf hvít slá og pils með kögri: Ísfold Röndótt minipils og jakki: Stuðlaberg Appelsínugulur jakki og pils með kögri: Eldlilja Býkúpumunstraður jakki með fjórum vösum og pils: Klakabönd Röndóttur ýfður jakki og pils með kögri: Storkið hraun Appelsínugulur kjóll með útvíðum ermum: Morgunfrú nr. 6 Appelsínugul slá með slaufukraga og belti: Miðnætursól Kápa með bekkjum og slaufukraga: Skriður 433.is MÁNUDAGA KL. 20.00 Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is, fer yfir það helsta í fótboltaheiminum. Hann fær til sín áhugaverða viðmælendur og helstu sparksérfræðinga landsins sem gera upp mál málanna. 36 lífið FRÉTTABLAÐIÐ 18. FEBRúAR 2023 lAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.