Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.02.2023, Qupperneq 64

Fréttablaðið - 18.02.2023, Qupperneq 64
frettabladid.is 550 5000 RitstjóRn ritstjorn@frettabladid.is AuglýsingAdeild auglysingar@frettabladid.is PRentun & dReifing Torg ehf. 2022 - 2025 bakþankar | Ég hitti konu um daginn sem hafði sigrast á krabbameini. Hún lýsti fyrir mér hvernig hún hefði tekið líf sitt og venjur í gegn eftir að hún greindist. Hvernig hún vildi búa til hraustari líkama – líkama sem væri ekki vænleg bráð fyrir sjúkdóma. Hún las allt sem hún komst yfir um styrkingu ónæmiskerfisins og hvernig styrkja má líkama og sál. Vissulega þurfti hún að taka mataræðið í gegn, sofa vel, forðast unna matvöru og hreyfa sig reglu- lega. En það sem kom mest á óvart var hláturinn sagði hún og hló svo innilega að allt fallega andlitið á henni ljómaði. Hvað áttu við? spurði ég. Hún útskýrði hvernig líkaminn framleiðir varnarfrumur sem ráðast gegn sýklum sem herja á líkamann, útrýma þeim og gera við líkamann. En góðu varnarfrumurn- ar geta ekki fjölgað sér og dafnað í slæmu umhverfi svo sem streitu og óheilbrigðu líferni. Okkar góða kona sagðist hafa farið á fyrirlestur þar sem farið var yfir líffræðilegt mikilvægi þess að hlæja. Ná þeirri slökun og endorfínframleiðslu sem fylgir góðum hlátri auk þess sem hlátur getur styrkt ónæmiskerfið með framleiðslu varnarfrumna. Þar að auki er ekki hægt að vera stress- aður og óhamingjusamur um leið og þú hlærð innilega – svo niður- brotið sem fylgir streitu er útilokað þegar hláturinn fær að taka við. Konan sagðist hafa þurft að byrja að hlæja meira og það á erfiðum tíma í sínu lífi. Skilnaður, fjárhags- áhyggjur og veikindi. Ekkert fyndið þar. En hún var ákveðin í að hlæja. Fyrst byrjaði hún að horfa á uppá- haldsgrínþættina sína frá upphafi og svo leitaði hún að hlátrinum markvisst og hefur gert síðan. Hvenær hlóst þú síðast svo inni- lega að þig verkjaði í magann? n Hláturskast Tobbu Marinós DREYMIR ÞIG UM CLT HÚS? © Inter IKEA System s B.V. 2023 Verslun opin 11-20 alla daga ̵ IKEA.is Skoðaðu BASTUA línuna hér! BASTUA bakki Ø43 cm 1.590,- IKEA x Marimekko ̵ tímabundin vörulína Tímabundin lína hönnuð í samstarfi við finnska hönnunarmerkið Marimekko. BASTUA sækir sér innblástur til náttúrunnar og ritúala í finnskum sánum. Húsgögn, gler- og vefnaðarvörur með áberandi mynstri sem draga fram einfaldleika og fegurð norrænnar náttúru. Sparaðu tímann og gerðu einfaldari innkaup á netto.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.