Fréttablaðið - 22.02.2023, Blaðsíða 6
Ég trúi að við náum
viðunandi lendingu.
Bjarni Benediktsson,
fjármálaráðherra
5
3
9
9
4
2
2
1
1
2
14
12
18
16
12
2
8
8
1
4
11
4
n Orkan n Atlantsolía
n N1 n Olís/ÓB
Landsbyggðin tilbúin í olíuverkfall
benediktboas@frettabladid.is
SKÓLAMÁL „Ég kynntist þessu í Sví-
þjóð fyrir 20 árum og þetta er löngu
tímabært hér á landi. Memmm
Play á helst að vera í öllum hverfum
og öllum bæjum,“ segir Kristín Stef-
ánsdóttir frá opna leikskólanum
Memmm Play en skólinn hlaut
hæsta styrkinn frá velferðarsviði
Reykjavíkurborgar í gær, rúmar 12
milljónir króna.
Stuðningur við börn, ungmenni
og foreldra þeirra voru einkenn-
andi fyrir hæstu styrkina þetta árið.
Memmm Play er opinn leikskóli sem
býður foreldrum og forsjáraðilum og
ungum börnum þeirra fjölskyldu-
væna aðstöðu til að leika og hitta
aðrar fjölskyldur, ásamt því að fá
fræðslu og stækka tengslanet sitt og
barna sinna. Í skólann mæta mæður
og feður, afar og ömmur og aðrir sem
eru heima með börn sem eru að bíða
eftir leikskólaplássi.
„Við erum búnar að vera með
Memmm Play í hartnær tvö ár.
Styrkurinn gerir okkur kleift að
byrja að vinna við þetta því við
erum búnar að vera í sjálf boða-
vinnu hingað til. Núna getum við
sinnt þessu af meiri festu og meiri
alvöru,“ segir Kristín.
Skólinn hefur verið opinn tvisvar
í viku, um tvo tíma í senn og mæta
frá 25-45 börn í hvert sinn þar sem
er leikið og sungið og fræðst. „Við
segjum stundum að við séum bara
að byrja því auðvitað á svona að vera
í öllum hverfum og öllum bæjum
því gestirnir okkar koma alls staðar
að. Frá Akranesi, Selfossi, Garðabæ
og Kópavogi. Þörfin er mikil fyrir
þennan hóp,“ segir Kristín. n
Opni leikskólinn hlaut hæsta styrkinn
María Ösp Ómarsdóttir, Helga
Hreiðarsdóttir og Kristín Stefáns-
dóttir fagna styrknum.
benediktboas@frettabladid.is
BRETLAND Maðurinn sem fann líkið
af Nicole Bulley á sunnudag, Jason
Dean Rothwell, hjálpaði einnig
bresku lögreglunni að finna líkið af
Michael Brooks árið 2018.
Rothwell, sem mætti kalla miðil,
var ekki beðinn um aðstoð, hvorki
af fjölskyldu Bulley eða lögreglu en
fann sig knúinn að nota þá gjöf sína
að geta aðstoðað.
Myndir af Rotwell birtust í
umfjöllun breskra miðla og sá hann
sig knúinn til að skrifa á Facebook-
vegginn sinn að hann hefði séð alls-
konar ljót ummæli um sig og sína
hæfileika og hann muni ekki tjá sig
frekar.
Þetta er í annað sinn sem Rot-
well aðstoðar lögregluna við að
finna týnda einstaklinga því breska
blaðið Mirror segir frá því að hann
hafi aðstoðað vað finna Michael
Brooks sem hvarf árið 2018 en hann
var aðeins 19 ára. Var hans leitað í
hartnær þrjár vikur þar til Rotwell
fann hann. n
Miðillinn fann einnig
horfinn unglingspilt
Breska þjóðin fylgist vel með leitinni að Nicola Bulley sem var 45 ára,tveggja
barna móðir. Hennar hafði verið saknað síðan 27. janúar. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
benediktarnar@frettabladid.is
KJARAMÁL Verkfall Ef lingar hófst
aftur aðfaranótt mánudags eftir
stutt hlé. Með verkfalli olíubílstjóra
getur orðið skortur á eldsneyti á
því svæði þar sem verkfall Eflingar
hefur mest áhrif. Fjöldi stöðva á
höfuðborgarsvæðinu verða gerðar
að forgangsstöðvum þegar tankarn-
ir tæmast og geta aðeins aðilar sem
hafa fengið undanþágur notað þær.
Augljóst er að mest skerðing þjón-
ustu við landsmenn verður á höfuð-
borgarsvæðinu. Staðan er öðruvísi á
landsbyggðinni þar sem starfsfólk er
almennt utan stéttarfélags Eflingar.
Fréttablaðið tók saman yfirlit
yfir eldsneytisstöðvar sem lands-
menn geta búist við að verði opnar
á meðan verkfalli stendur. Byggt er
á gögnum frá Atlantsolíu, N1, Olís
og Orkunni. Upplýsingar um opnar
eldsneytisdælur má finna á vefsíðum
félaganna. n
Opnar eldsneytisstöðvar utan höfuðborgarsvæðisins
Heilt ár leið frá kynningu á
tilskipun um aukinn kostnað
frá losun í flugi uns forsætis-
ráðherra ritaði ESB bréf um
séróskir Íslands.
bth@frettabladid.is
UMHVERFISMÁL Sendinefnd Evr-
ópusambandsins á Íslandi hefur
svarað fyrirspurn Fréttablaðsins
um deiluna sem uppi er milli Íslands
og Evrópusambandsins vegna los-
unar frá f lugi. Í svarinu segir að
ESB reikni með að ríki Evrópu nái
samkomulagi um málið innan
skamms, enda hafi náðst pólitískt
samkomulag milli helstu stofnana
ESB fyrir nokkrum vikum. Bjarni
Benediktsson fjármálaráðherra
segist bjartsýnn á farsæla lausn.
Katrín Jakobsdóttir forsætis-
ráðherra óskaði í fyrrasumar eftir
fríum losunarheimildum frá f lugi
meira en 500 km frá landinu með
bréfi til Ursulu von der Leyen, for-
seta framkvæmdaráðs ESB.
Ferðamódel íslenskrar ferða-
þjónustu byggir að miklu leyti á
tengif lugum og millilendingum
um Kef lavíkurf lugvöll. Hafa for-
stjórar stóru flugfélaganna innan-
lands spáð hruni í greininni ef
Ísland fær ekki sérafgreiðslu. Vísað
er til að Íslendingar eigi ekki kost á
að taka strætó eða lest milli landa.
Að draga úr losun með breyttum
ferðamáta er eitt helsta markmið
breytinganna.
„Við skiljum fullkomlega mikil-
vægi viðskiptakerfisins með los-
unarheimildir fyrir Ísland í ljósi
stöðu þess milli Evrópu og Norður-
Ameríku,“ segir í svari sendinefndar
ESB við fyrirspurn Fréttablaðsins.
Í svarinu segir að búist sé við
formlegri samþykkt Evrópuþings-
ins og ráðsins á löggjöfinni „í náinni
framtíð“. ESB-löggjöfin sem snerti
EES-ríki líkt og Ísland verði felld inn
í EES-samninginn.
Sendinefndin segir að samkvæmt
hefðbundnum verklagsreglum sem
endi með samþykkt sameigin-
legrar EES-nefndarákvörðunar
séu ákvarðanir sameiginlegu EES-
nefndarinnar teknar með sam-
stöðu. „Allir samningsaðilar verða
að vera sammála til þess að sam-
eiginlega EES-nefndin geti tekið
ákvörðun,“ segir í svarinu.
Fréttablaðið og erlendir f jöl-
miðlar hafa fjallað um að Ísland
hafi hótað að beita neitunarvaldi í
sameiginlegu EES-nefndinni ef ekki
verði gengið að óskum Íslendinga
um undanþágur á grunni sam-
komulags sem gert var við Kýpur
og Möltu árið 2012 þegar flugið fór
inn í ETS-kerfið. Jón Steindór Valdi-
marsson hjá Evrópuhreyfingunni
segir málið dæmi um hvað það
kostar Ísland að vera ekki í ESB.
Lagatillögupakkinn sem um
ræðir kallast „Fit for 55“ og er
markmiðið að minnka nettólosun
gróðurhúsalofttegunda um að
minnsta kosti 55 prósent árið 2030.
Þær breytingar sem nú um ræðir
voru fyrst kynntar í framkvæmda-
stjórn Evrópusambandsins í júlí
2021. Heilt ár leið því áður en Katrín
skrifaði sitt bréf en ekki hefur feng-
ist staðfesting á hvort óskir Íslands
komu formlega fyrr fram.
Samkvæmt því sem fram kemur
í svari sendinefndar ESB við fyrir-
spurn Fréttablaðsins náðist póli-
tískt samkomulag milli Evrópu-
þingsins og Evrópuráðsins um
málið fyrir nokkrum vikum, eða í
desember 2022.
Fjármálaráðherra segir að málið
sé mjög mikið hagsmunamál fyrir
allt hagkerfið. „Ég trúi að við náum
viðunandi lendingu.“
Bjarni segist ekki sjá að staða
Íslands væri betri ef við værum
aðilar að ESB.
„Við höfum byggt upp stofn-
anaumgjörðina í samtali við ESB og
það á að duga,“ segir Bjarni.
Sendinefnd ESB neitar líkt og for-
sætisráðuneytið að afhenda svar-
bréf Ursulu von der Leyen, forseta
framkvæmdastjórnar ESB, við bréfi
Katrínar Jakobsdóttur.
Fréttablaðið hefur kært synjun
forsætisráðuneytisins til úrskurðar-
nefndar um upplýsingamál og er
kæran nú í farvegi hjá nefndinni. n
Tímaglugginn fer að lokast
ESB segist skilja hagsmuni Íslands hvað varðar Ameríkuflugið en bendir á að losunarreglur vegna flugs verði að veru-
leika í nálægri framtíð. FRÉTTABLAÐIÐ /ERNIR
kristinnhaukur@frettabladid.is
EFNAHAGSMÁL Gjaldþrot fyrirtækja
á fjórða ársfjórðungi ársins 2022
fjölgaði um 82,5 prósent miðað við
þriðja ársfjórðung. Hvergi í Evrópu
hefur þeim fjölgað jafn mikið og hér.
Alls var 71 gjaldþrot skráð, þar af 29
í nóvember, en það er það mesta
síðan í marsmánuði árið 2021.
Eins og Fréttablaðið greindi frá
í haust virtist stefna í metár fárra
gjaldþrota, innan við 350. En eftir
aukninguna í haust endaði talan í
383. Engu að síður eru þetta lang-
fæstu gjaldþrot á einu ári frá banka-
hruninu. Fyrra met var 588 en yfir-
leitt hafa gjaldþrot verið á bilinu 700
til 1.000 talsins.
Flest gjaldþrot voru í byggingar-
starfsemi, 86 talsins. Því næst í
heildsölu og bílaviðgerðum og 36 í
hótel- og veitingarekstri. Langflest
þrot voru á höfuðborgarsvæðinu.
Stærstur hluti fyrirtækjanna var
rótgróinn, það er hafði starfað í 13
ár eða lengur, 39 prósent. Aðeins 12
prósent, höfðu starfað í 1 til 3 ár. n
Gjaldþrotum fjölgaði mikið í lok árs
Aðeins eitt fyrirtæki
á Austurlandi fór á
hausinn í fyrra.
Vegna verkfalls olíubílstjóra má
reikna með olíuskorti á höfuð-
borgarsvæðinu fyrir vikulok
6 FRÉTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 22. FEBRÚAR 2023
MIÐVIKUDAGUR