Fréttablaðið - 22.02.2023, Side 24

Fréttablaðið - 22.02.2023, Side 24
Við leitum að orkubolta Umsóknarfrestur er til og með 2. mars nk. Sótt er um starfið á landsnet.is. Við hvetjum öll áhugasöm til að sækja um óháð uppruna, aldri eða kyni. Umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem þú segir okkur af hverju þig langar að bætast í hópinn. Nánari upplýsingar veitir Jason Már Bergsteinsson, mannauðssérfræðingur, mannaudur@landsnet.is. Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál. Langar þig að vinna með ótrúlega orkumiklu fólki í stjórnstöðinni okkar þar sem við höldum ljósunum í landinu logandi? Við leitum að kröftugri og lausnamiðaðri manneskju sem hefur áhuga á orkumarkaðnum og rauntímastýringu raforkukerfisins. Viðkomandi verður hluti af teymi sérfræðinga sem vinna bæði á vöktum og í dagvinnu. Við leggjum mikla áherslu á að teymin vinni sjálfstætt og beri ábyrgð á að ná sínum markmiðum. Við í stjórnstöðinni berum ábyrgð á stjórnun og orkujöfnuði raforkukerfisins ásamt samhæfingu aðgerða í tengslum við truflanir og viðhald og því mikilvægt að geta unnið undir álagi. Við leggjum mikið upp úr þjálfun og fræðslu okkar fólks. Næsti yfirmaður er Þorvaldur Jacobsen framkvæmdastjóri kerfisstjórnunarsviðs. Landsnet | Gylfaflöt 9 | 112 Reykjavík | Sími 563 9300 | landsnet@landsnet.is | www.landsnet.is Við erum lykilinnviður þjóðarinnar og allt okkar starf snýst um að flytja orku sem drífur áfram lífsgæði og sköpunarkraft samfélagsins til framtíðar. Við leggjum áherslu á virðingu, samvinnu og ábyrgð. Við erum framsækið þekkingarfyrirtæki sem býður kraftmiklu starfsfólki spennandi verkefni við aðstæður þar sem umhyggja, jafnrétti og öryggi eru í fyrirrúmi. Starfs- og ábyrgðarsvið • Rauntímastýring raforkukerfisins • Rekstur jöfnunarorkumarkaðar og kerfisþjónustu • Aðgerðastjórnun og undirbúningur aðgerða • Greiningar- og úrbótaverkefni Menntunar- og hæfniskröfur • Háskólamenntun í raungreinum sem nýtist í starfi • Áhugi á raforkumarkaði • Geta til að starfa undir álagi • Geta til að taka frumkvæði og sýna fram á framgang Sérfræðingur í stýringu flutningskerfisins 20 atvinna FRÉTTABLAÐIÐ 22. FeBRúAR 2023 MiÐviKUDaGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.