Fréttablaðið - 22.02.2023, Síða 28

Fréttablaðið - 22.02.2023, Síða 28
Við erum enn í dag að grafa upp allskyns leyndarmál frá þeim. Óskar Þór Axelsson Þótt söguþráður myndarinnar virðist ævintýralegur er hann alls ekki svo fjarstæðu- kenndur. Marteinn Þórsson Hollenskt ígildi Napóleonsskjals talið vísa á niðurgrafið nasistagull Ævintýralegur sögu­ þráður spennumyndarinnar Napóleonsskjölin er ekki eins fjarstæðukenndur og ætla mætti og kallast á við nýlegar fréttir af einhvers konar gullæði í Hollandi eftir að fjársjóðskort nasista frá 1945 var gert opinbert. toti@frettabladid.is The Guardian, The New York Times og fleiri fjölmiðlar greindu í janúar­ byrjun frá að gamall gullgrafara­ draumur væri vaknaður eftir að hollenska þjóðskjalasasafnið létti leynd af gríðarlegum fjölda skjala úr heimsstyrjöldinni síðari og gerði aðgengileg á vefnum. Þar á meðal er nokkuð nákvæmt fjársjóðskort sem talið er vísa á fjóra skotfærakassa fulla af gullmynt, skartgripum, demöntum og öðrum eðalsteinum sem þrálát sagan segir að þýskir hermenn hafi grafið í jörð rétt áður en her bandamanna frels­ aði Arnhem í Hollandi. Þegar f jársjóðskortið skaut aftur upp kollinum blés það ekki aðeins lífi í þrálátan draum um að nasistagull leyndist neðanjarðar skammt utan við bæinn Ommeren í nágrenni Arnhem heldur renndi það einnig ákveðnum stoðum undir býsna ævintýralegan grunn atburðarásar spennumyndarinnar Napóleonsskjölin. Ótrúleg tilviljun „Það er aðallega hvað þetta er ótrú­ leg tilviljun vegna þess að þetta er svo náskylt plotti myndarinnar,“ segir leikstjórinn Óskar Þór Axels­ son sem frumsýndi Napóleons­ skjölin rétt um það bil mánuði eftir að The Guardian birti fyrstu frétt­ ina um nasistagullið og fjársjóðs­ kortið. „Ég fékk þrjá tölvupósta erlendis frá á sama klukkutímanum eftir að The Guardian birti fyrstu greinina um þetta,“ heldur Óskar Þór áfram og ljóst að fólk sem til þekkti var f ljótt að tengja skáldskapinn við raunveruleikann. „Þetta sýnir hvað það var algengt að nasistar hafi verið að stela verð­ mætum og fela í lok styrjaldarinnar. Við erum enn í dag að grafa upp alls­ kyns leyndarmál frá þeim. Rétt eins og persónur myndarinnar.“ Helmut S. kjaftaði frá Ýmsar sögur hafa í gegnum tíðina gengið af fjársjóðnum og hvar hann kunni að vera niður kominn, ef hann er þá yfirleitt einhvers staðar að finna. Hins vegar er almenn ein­ ing um að góssið sé metið á eitthvað Ef myndin af fjársjóðskortinu prentast vel er ekkert því til fyrirstöðu að drífa sig til Hollands. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY í kringum milljarð íslenskra króna á núvirði þannig að fyrir bjartsýna og áhugasama er eftir þó nokkru að slægjast. Helsta heimildin um fjársjóðinn að kortinu meðtöldu er málglaði hermaðurinn Helmut S. sem sagð­ ist hafa orðið vitni að því þegar góssið var grafið en hann fullyrti að hermennirnir hefðu látið greip­ ar sópa þegar peninga sk ápu r sprakk í sprengjuárás á útibú Rot­ terdambanka í Arnhem. Þeir hafi síðan grafið ránsfenginn á f lótta undan herliði bandamanna í apríl 1945. Leyndardómar nasistanna „Þetta sýnir meðal annars að þótt söguþráður myndarinnar virðist ævintýralegur er hann alls ekki svo fjarstæðukenndur,“ segir Mar­ teinn Þórsson, handritshöfundur Napóleonsskjalanna, og bætir við að gömul, óupplýst leyndarmál nasistanna búi enn yfir drungalegu aðdráttarafli. „Bæði fyrir fjársjóðs­ leitarfólk og einnig rithöfunda og kvikmyndagerðarfólk.“ Fréttirnar frá Hollandi benda í það minnsta til þess að áhuginn á leyndardómum nasista lifi enn góðu lífi og þannig hefur The Obser­ ver eftir Annet Waalkens, ráðgjafa hjá þjóðskjalasafninu, að fjöldi rannsakenda, blaðamanna og frí­ stundafornleifafræðinga hafi sýnt skjölunum áhuga og séu spenntir. Glatað fé Sagnfræðingar efast þó margir hverjir um að fjársjóðurinn muni nokkurn tímann finnast og þannig telur sagnfræðiprófessorinn Joost Rosendaal að f lugher Breta hafi sprengt ofan af felustaðnum þegar hann lét sprengjum rigna yfir Omme­ ren og nágrenni í apríl 1945 og þá hljóti heima­ fólk eða hermenn bandamanna að hafa fundið þýfi þeirra þýsku. Nú eða að Þjóðverjarnir hafi þá þegar verið búnir að koma fjársjóðnum á annan felustað. Íbúar Ommeren eru síðan mis­ ánægðir með að fjársjóðskortið er nú öllum aðgengilegt og sveitar­ stjórnin hvetur lukkuriddara ein­ dregið til þess að láta meintan fjársjóðinn eiga sig enda sé í raun bannað að grafa eftir honum. Eitthvað sem persónur Napóle­ onsskjalanna myndu líklega láta segja sér í það minnsta kosti þrisv­ ar. n Nasisti á Vatnajökli með leyndarmál í skjalatösku í Napóleonsskjölunum. Elfar Aðalsteins og Anna María Pitt á hátíðinni um helgina. toti@frettabladid.is Kvikmyndin Sumarljós og svo kemur nóttin, eftir Elfar Aðal­ steins, hlaut um helgina verðlaun sem besta norræna kvikmyndin á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Santa Barbara þar sem mikið var um dýrðir á meðan hún stóð yfir í liðinni viku. Elfar, sem skrifaði handrit myndarinnar eftir samnefndri skáldsögu Jóns Kalmans, og eigin­ kona hans, Anna María Pitt, sem fer með eitt aðalhlutverkanna, voru viðstödd hátíðina og tóku við verðlaununum. „Það er mikill heiður fyrir okkur að vera verðlaunuð á þessari glæsilegu gamalgrónu hátíð og að fá svona innilegar viðtökur frá áhorfendum var alveg yndislegt,“ sagði Elfar þegar hann tók við verðlaununum. „Þetta gefur okkur mikinn meðbyr við kynningu og dreifingu á myndinni erlendis. Stjörnurnar skinu skært á há­ tíðinni þar sem leikararnir Cate Blanchett, Jamie Lee Curtis, Colin Farrell og Brendan Gleeson voru verðlaunaðir ásamt leikstjórunum Martin McDonagh og Darren Aron­ ofsky. Sumarljós og svo kemur nóttin var frumsýnd á Íslandi í október á síðasta ári og er nú aðgengileg í VOD­leigum landsins. n Sumarljós í Santa Barbara FRÉTTIR AF FÓLKI | toti@frettabladid.is Netflix aug­ lýsir nú grimmt endurkomu Joe, hins skæða en dagfarsprúða morðingja í fjórðu þáttaröð You, sem byggir á spennubókum Caroline Kepnes. Yfir kynningar­ stiklunni, sem flýgur hátt á YouTube og vitaskuld Netflix þessa dagana, ómar angurvær og undurfögur útgáfa af hinu sígilda lagi Always Something There To Remind Me, eftir textahöfundinn Hal David og nýlátna séníið Burt Bacharach. Þekktasta útgáfa lagsins með Naked Eye er miklum mun fjörlegri en tónlistarkonan Margrét Rán, stundum kennd við Vök, á heiðurinn af seiðandi söngnum að þessu sinni og gerir lagið algerlega að sínu. n Varist í vök Margrét Rán Magnúsdóttir, söngkona og lagahöfundur Joe er enn í drápshug og er kynntur til leiks undir ljúfum söng Margrétar. 24 LÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 22. FEBRÚAR 2023 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.