Veiðimaðurinn - 01.09.1953, Qupperneq 3

Veiðimaðurinn - 01.09.1953, Qupperneq 3
SVFR VEIÐIMAÐURINN i MÁLGAGN STANGAVEIÐIMANNA Á ÍSLANDI NR. 25 SEPT. 1953 ltitstjóri: Viglundur Möller, Útgejandi: Stangaveiðifélag Reykjavikur Ægissiðu 92. — Simi 9755. Afgreiðsla i Veiðimanninum, Lcckjartorgi Prentað i Ingólfsprenti Oséð 09 liðið. „Stundin deyr og dvinar burt sem dropi i straumaniðinn, Öll vor sœla er annaðhvurt ósrð — eða liðin.“ ÞAÐ er ekki ósennilegt, að skdldjöf- urinn, Einar Benediktsson, hafi setið við einhverja veiðiá jregar hann orti pessa vísu — setið og horft á strauminn og hlustað á niðinn. Hann var veiðimaður sjálfur og vissi, hve stundin við ána er oft fljót að líða. Honum var Ijóst „hve stundin er hröð og heimslífið skarnmt“, eins og hann kemst að orði á öðrum stað, og hann sá það líka, að lífshamingja okkar er annaðhvort fólgin í endurminn- ingum liðinna daga eða óskadraumum um framtiðina. Augnablikið — nútiðin — er orðið fortíð um leið og það renn- ur uþp — liðið um leið og það er lifað. ★ Þegar bliðviðrið var mest í siðari hluta maírnánaðar, urðu margir veiðimenn tniklir sþámenn og sjáendur. Þeirn oþn- aðist sýn gegnum hauður og höf. Ora- vúldir Atlantshafsins lágu eins og landa- bréf fyrir sálarsjónurn þeirra. Þeir sáu fylkingar fagurgljáandi laxa bruna upp að landinu sunnan frá Saragossa eða döl- urn hins sokkna Atlantis, þar sem for- feður þessara fögru fiska átt.u, ef til vill, eitt sinn heirnkynni og þreyttu bratta fossa í frábcerum veiðiám, meðan land- ið var enn legi ofar, en ísland ekki risið úr sœ. Og þeir sáu meira. Það rigndi í marga daga og rnargar nœtur og flóð kotnu svo tnikil i allar veiðiár, einkan- lega þar sem net eru lögð, að engutn gildrum varð niður komið og laxafylk- ingarnar streymdu viðstöðulaust upp á veiðisvœðin og biðu þess að bíta á flug- ur stangveiðimannanna, sem aftur biðu með óþreyju eftir því, að hinn 1. júní rynni uþp og veiðitiminn hæfist. Menn hugsuðu með hálfgerðri öfund til þeirra, sem fyrstir fengju að fara á þessar slóð- ir og leggja til leiks við stórlaxana úr fyrstu göngunni. Þá hugsaði einnig tnarg- ur þunglega til úthlutunarnefndarinnar, VeHHMAÐI'RINN 1

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.