Veiðimaðurinn - 01.09.1953, Blaðsíða 12

Veiðimaðurinn - 01.09.1953, Blaðsíða 12
um landið, þar sem fiskur er fyrir, en nauðsynlegt þykir að bæta við stofninn. Þá hefur talsvert verið unnið að bygg- ingum og lagfæringum á fiskistigum á ýmsum stöðum. Hluti af laxastiga i Eyrarfossi i Laxá i Leirársveit. í Laxá i Leirársveit er lokið stigabygg- ingu í Eyrarfossi, og verða sett í hana seiði árlega næstu árin. í Brynjudalsá var enn haldið áfranr stigagerð í sumar og miðar því verki vel áfram. Hafa þegar verið sprengdir tveir fossar og nýlega var byrjað á þeim þriðja. Flekkudalsá. í Gullbráarfossi var gam- all stigi, sem reyndist ónothæfur, en hefur nú verið gerður upp að nýju. Opnast þar 15—20 km. veiðisvæði. Verða sett í ána bæði kviðpokaseiði og aliseiði. Laxá Ytri (við Höskuldsstaði). Þar er verið að gera tvo stiga, sem eru mikil mannvirki. Hefur á þessi hingað til verið ófiskgeng nema fyrstu 1—2 km. Spreng- ingar voru gerðar í sumar og ætlunin að steypa á næsta vori. Opnast þar langt svæði, senr menn gera sér góðar vonir um að fiskur uni sér vel á þegar fram líða stundir. Mikil verkefni bíða enn, bæði nýbygg- ingar og lagfæringar á gömlum stigum. T. d. þarf að laga stigann í Laxfossi í Norðurá hið bráðasta. Laxastigar eru ekki mannvirki, sem hægt er að byggja í eitt skipti fyrir öll. Endurbóta og við- lialds er alltaf þörf. KORPA (Úlfarsá). EINS og kunnugt er, stendur til að taka 250 sekúndlítra af vatni úr Korpn til áburðarverksmiðjunnar. I því sam- bandi hefur verið byggð stífla, rétt fyrir neðan veginn, hjá Lambhaga. Laxastigi Stiflan i Korpu og laxastiginn. hefur verið byggður í stífluna til þess að fiskur geti gengið þar upp. Ætlunin er að loka lóninu, sem þarna myndast, svo að fiskurinn gangi framhjá, en safnist þar ekki fyrir. Aðal vandkvæðin í sambandi t ið vatnstökuna eru þau, að vafasamt er að áin þoli að missa allt þetta vatn — verði ekki svo lítil að fiskurinn komist 10 Veiðimaðurinn

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.