Veiðimaðurinn - 01.09.1953, Síða 21
ÞAÐ mun vera svo, að hver veiðiför
liefur sína sérstæðu sögu. ()g væru þær
allar færðar í letur, myndi þurfa að gera
Veiðimanninn að dagblaði, og dygði þó
varla til.
En af því að hér korna nokkuð sérstök
atvik til greina, datt mér í hug að senda
Veiðimanninum þessar línur.
Hefurðu gert þér grein fyrir því, les-
andi minn, hvernig það er, að ganga með
nokkurra mánaða gamlan hárlubba á
höfðinu? Nei, ég veit að þú hefur ekki
reynt það. Eg skal nti reyna að lýsa því
fyrir þér.
Það hafði verið samfelldnr þurrkur í
mánuð. Sífelldur hrakandi lieyþurrkur
— og í byrjun þurrksins hafði hárið á
mér verið minnst mánuði of gamalt. Hár-
luhhinn, sem var allur klístraður og svita-
storkinn að kvöldinu, var byrjaður að
lokka sig fallega upp aftur neðarlega á
hálsinum, upp með húfupottlokinu, svo
þegar rykið úr heyinu hrærðist saman við
svitann og allt fór í eitt þófaberði, var
varla hægt um vik að klóra sér, að ég nú
ekki tali um það, að bera greiðu að koll-
inum. Það var ég alveg hættur að reyna
— lét mér bara nægja að strjtika fingx-
unum gegnunt lubbann og reyndist það
líka fullerfitt. (Blessaðar kaupakonurnar
sögðu að ég gengi með sveitamann). Eða
þá koddinn manns! Það var nú verkun.
Konan mín var farin að hafa orð á að
láta mig sofa með belg á höfðinu. Sem
sagt — ég taldi mig aldrei hafa tíma til
að klippa mig eða hirða. Svona var nú
ástandið sunnudagsmorgun einn, þegar
bjargvætturin birtist í mynd Friðþjófs
Oskarssonar, rakara. Hugði ég nú að
grípa tækifærið og láta liann gera góð-
verk á kollinum á mér. Fann á mér að
nú myndi lausnarstundin upp runnin.
Herti ég því upp hugann og stundi upp
beiðni um klippingu. Friðþjófur tók nú
þessari málaleitun frekar dauflega, er
liann hafði litið á verkefnið, sagði eitt-
hvað á þá leið, að sauðaklippur myndu
hér helzt hæfa. Hef ég sennilega verið
nokkuð sauðarlegur á svipinn. Friðþjóf-
ur var annars kominn til að kaupa sér
Veiðimaðurinn
19