Veiðimaðurinn - 01.09.1953, Page 28

Veiðimaðurinn - 01.09.1953, Page 28
aldri?“ #) Þetta sagði hann aðeins við okkur, beztu vini sína. Þegar við höfðum fengið okkur vænan teyg úr glösunum hölluðum við okkur aftur á bak, og hinn gamli og virðulegi læknir hóf sögu sína. „Það var á árunum milli 1870 og 1880, skal ég segja ykkur, sem ég varð fyrir því, sem nú skal greina, og það gerðist hérna skammt frá“. Gamli maðurinn nefndi hérað, sem mikið orð fór af fyrir tígris- dýr. „Ég var í minni venjulegu veiðiferð á þurrkatímabilinu og kom dag nokk- urn í þorp nálægt frumskógi þar sem mér hafði verið sagt að mjög gamalt og feikna stórt tígrisdýr hefði haldið sig í mörg ár. Veiðimenn á þessum slóðum, bæði Ev- rópumenn og Indverjar, höfðu skotið á það og hitt það, og það fór af því sérstakt orð fyrir óbrigðula kænsku. Það var enn- fremur „mjög illskeytt dýr“ og hafði orð- ið þremur eða fjórum mönnum að bana. Síðasta afrek sitt á því sviði hafði það unnið rétt áður en ég kom. Skauzt það út úr skóginum um hábjartan dag og beit höfuðið af gamalli konu, sem var að tína mhowa-blóm undir tré einu. Það er ekki svo að skilja, að dýrið væri mannæta. Manndráp þess voru almennt talin hefnd fyrir þau mein, sem mennirnir höfðt unnið því — það var lialt á einum fætin- um og með stóra byssukúlu í hryggnum, í frumskóginum, þar sem dýrið hélt sig, var algerlega ómögulegt að veiða það, þótt hægt liefði verið að fá einhvern veiði mann til þess að fara inn í hann. Um leið og það sá vísund, sem hafði verið hengd *) SAWBONES er algengt nafn á læknum meðal enskra hermanna. ÞýO. ur upp sem agn, hvarf það og sást ekki v marga daga. Og það nálgaðist aldrei nátt úrlega bráð eða vatnsból án þess að ganga hringinn í kringum það og skima um öll trén í nágrenninu. Stundum stöðvaði það al la umferð um skóginn svo dögum skipti. Það var í sannleika sagt hreinasta shaitán (illvættur). Mörg tígrisdýr hegða sér mjög svip- að að ýmsu leyti. Ég hafði lagt nokkur að velli, og einhvern veginn fann ég það á mér, að með þolinmæði, nægum tíma og heppni mundi mér auðnast að koma skinninu af þessu dýri örugglega og þægi- lega fyrir í skálanum mínum eða í gamla húsinu mínu heima. Og eins og venju- lega var hugboð mitt rétt!“ Um leið og læknirinn sagði þetta, lyngdi hann aug- tinum og blés gríðarstórum reykjarmekki úr vindlinum. „Jæja, ég fór að reyna að fást við dýrið. Staðurinn þar sem það hafðist aðallega við í skóginum var slétt dalverpi, um- kringt lágum klettastöllum, og eftir því rann hlykkjóttur, ljómandi fallegur læk- ur. Farvegur hans var hreinn og fíngerð- ur, gulur sandur, og yfir hann breiddust undurfögur tré og grænir runnar, sem á stöku stað voru rofnir af litlum sand- hólum; en í dalsmynninu, sem var um- girt stórum hitabeltistrjám (tamarinds) eins og eyðiþorpið við Páldi, var upp- sprettutjörn með fagurtæru vatni. Þetta notalega fylgsni hafði dýrið alveg fyrir sig, því það leyfði engum af kynþætti sín- úm að dvelja þar með sér, og skógar- höggsmennirnir úr þorpunum í nágrenn- inu, einu mannverurnar, sem áttu leið þarna um, þorðu ekki svo mikið sem að ganga fram hjá gilinu við tjörnina, sem lá að þessu skógarvígi dýrsins. 26 Veiðimaðurinn

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.