Veiðimaðurinn - 01.09.1953, Page 31

Veiðimaðurinn - 01.09.1953, Page 31
Dökk l>úst rauf silfurgljáandi vatnsflötinn. sem kemur a£ sjúklingum, sem eru dauð- vona af blóðeitrun. Ég fálmaði í kringum mig. Það var eng- inn hjá mér í sætinu. Ég var aleinn. Ekk- ert hljóð rauf bleika næturkyrrðina nema óhugnanlegar dauðastunur dýrsins. Ugla lieyrðist þó væla langt uppi í gilinu. En þessi hryllilega fýla af rotnuðum manns- líkama, þykk, ógnþrungin og allt að því áþreifanleg, var ennþá yfir mér, undir mér og umhverfis mig. Ekki veit ég hvers vegna ég brá fyrir mig enskunni þarna, en ég hallaði mér áfram og spurði lágum rómi: Elver er þarna? En þá áttaði ég mig og sagði: Kaon hai? Ég endurtók spurninguna aftur með rödd, sem ég kannaðist tæplega við: Kaon hui? Þögnin var lamandi og óbærileg. Þið getið hugsað ykkur hve hryllilegt þetta ástand var. Þið vitið að ég er ekki ímyndunarveikur. Ég hef séð margt und- arlegt um ævina, en hin ægilegu, stirðn- andi áhrif þessara tunglskinsógna, ásamt þeim líkamlega viðbjóði, sem þeirn fylgdi, drógu svo gersamlega úr mér allan kjark, að mér var innanbrjósts eins og barni, sem vaknar af martröð volandi og skjálf- andi af hræðslu í kolniðamyrkri. Ég herti upp hugann svolitla stund, en hræðslan óx stöðugt og náði yfirtökunum. Loks stóðst ég ekki mátið lengur. Ég leysti snærið, sem var vafið utan urn vatnsbrús- ann niinn, lét riffilinn síga til jarðar, og renndi mér svo sjálfur í ofboði á eftir, án þess að hugsa um, hvort ég hruflaði mig á leggjum og lófum, og síðustu fetin fór höfuðið á undan. Ég þreif riffilinn, leit snöggvast á dautt dýrið, hélt síðan af stað lieim í skálann og reyndi árangurs- Veiðimaðurinn 29

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.