Veiðimaðurinn - 01.09.1953, Side 34
þeir, en við héldum áfram okkar leið.
Ekki þótti okkur vænlegar horfur um
veiðar, samt vildum við reyna að telja
okkur trú um að vel gengi, við nytum
þó alltaf góða veðursins, því vel leit út
fyrir að það mundi verða gott. Þegar í
liúsið kom, var það okkar fyrsta verk,
að líta eftir því, hvort lifandi væri í
eldavélinni og var það svo, að við bætt-
um kolum í liana, til þess að hlýtt, yrði
meðan við tækjum okkur bita og sopa,
og svo var það vistlegra fyrir félagana að
koma í hlýtt hús. Ekki komu félagarnir
og fórum við að búa um okkur og hátta,
og var ég sofnaður þegar þeir konm, en
vaknaði brátt við glaðlegan söng. Þá
voru nú ekki maðkarnir í blöndunni,
enda var því spáð, að nú mundum við
fiska vel á morgun, og lögðumst allir
glaðir til svefns, vongóðir um veiðifeng
og frjálst Hf næsta dag.
Snemma var vaknað og drukkið gott
kaffi, eins og vant er ltjá veiðimönnum.
Skiftum við okkur á ákveðin veiðisvæði.
Við Jón vorum á efri veiðunum, en Finn-
bogi og Baldur á þeim neðri. Jón var
fyrri til á veiðarnar og fór í kisturnar,
og kom ég til hans og kvað bezt að hann
væri hér einn í næði, fór svo neðar með
ánni.
Þegar lieim var komið til hádegismat-
ar, var Jón með 3 laxa, ég með engan.
Finnbogi með 2, Baldur með engan.
Nú liafði heldur fjölgað í húsinu. Var
komin ráðskona og nokkrir rafmagns-
menn til að raflýsa húsið, og jók allt
þetta á ánægju lífsins. Var nú sezt að
borðum og allir leituðu ánægjulega í mal
sínum og tóku hressilega til matar og
kaffilyktin ihnaði um allt húsið og fyllti
hvers manns lungu með fjöri og áræði
til hvers, sem vera skyldi. Var nú skipt
um veiðisvæði enn á ný, og hlutum við
Jón Grjóthyl og upp með ánni, en Finn-
3g
bogi og Baidur Staðarbakkaveiðarnar.
Nú var lagt af stað og var veiðihugur
mikill.
Þegar við Jón komum í Grjóthyl, sagði
hann við mig: „Nú rennir þú hér, Gísli,
Ég fer yfir ána og upp með henni. Þú
varst svo góður við mig í morgun.“ Svona
eiga veiðimenn að vera hver við annan.
Ég renni efst í Grjóthyl, og undir eins
var þrifið rösklega í. Fann ég fljótt að
hér var góður fiskur. Var hressilegt að
takast á \ ið hann; samt vannst það að
landa honum, og var það nýrunninn
hrygna. Ég beitti öngulinn enn á ný og
kastaði á sama stað. Sá ég þá lax vaða
uppi. Tók hann undir eins og beitan
datt á vatnið, lét mikið og var allerfið-
ur. Samt tókst vel með að þreyta hann.
Þá var nú minn maður kominn á móti
mér. Þegar ég hafði landað laxinum leit
ég á klukkuna og voru liðnar 40 mínútur
frá því að ég beitti fyrst öngulinn. Þetta
var hrygna og hængur, báðir nýrunnir, og
14 pund livor, fallegir fiskar. Reyndum
við að fá meira af svo góðu, en það tókst
ekki. Héldum við þá ujtp með ánni, en
allt var það án árangurs. Haldið var svo
heim í miðdegiskaffið. Komu félagarnir
litlu seinna án nokkurs veiðiárangurs.
Ég var ansi rogginn þegar ég kom upp
með ískofanum. Kallar þá einn rafmagns-
maðurinn til mín og biður mig að stansa,
lxann ætli að taka mynd af mér, og tókst
það vel. Maður var þar nærri og varð
naumt fyrir, og faldi hann sig því á bak
við mig, en ekki samt nógu vel til að
sjást ekki. Síðan var drukkið kaffið og
eitthvað bætt á sig af mat og öðru góð-
gæti. Enn var lagt af stað á veiðar og
voru menn frjálsir ferða sinna til kvölds.
Bættu hinir félagarnir þrem löxum við
sína fyrri veiði, svo allir voru glaðir yfir
að vera búnir að veiða 10 laxa þennan
dag. Þótti okkur þetta góð veiði. Loks
VeIÐIMAPURINN