Veiðimaðurinn - 01.12.1956, Page 7

Veiðimaðurinn - 01.12.1956, Page 7
rangt staðsettur. Eins og myndin sýnir, fellur fossinn í tvennu lagi, og er eyja á milli. í þessa eyju var stiginn settur. Eins og áður var sagt hefur alltaf veiðzt eitthvað af laxi fyrir neðan fossinn, en aðeins á litlum bletti við austurbakk- ann. Bendir það ákveðið til þess, að fiskurinn komi þar að fossinum og að þar hefði stiginn átt að vera. Veiðimála- stjóri telur að rétt sé að sleppa seiðum á svæðið fyrir ofan fossinn og athuga síðan hvar þau koma að honum þegar þau skila sér aftur úr sjó. Það er engum vafa bundið, að eitt- hvað er að stiganum, því annars myndi fiskurinn, sem gengur að fossinum halda áfram upp. Hér þarf því endurbóta við. Ef þessu væri kippt í lag kæmu til sög- unnar allmargar þverár, sem falla í Lag- arfljót. Má þar fyrst til nefna Eyvindará og Grímsá, sem hvorug er að vísu stór, en virðast hafa sæmileg uppeldisskilyrði. Líklega eru þær þó nú sem stendur í kaldara lagi, en þegar virkjun Grímsár er lokið telur veiðimálastjóri, að neðri hluti hennar muni verða nokkru heitari en nú er. Segir hann að vatnið í uppi- stöðunni muni hitna svo mikið á sumr- in, að það haldi ánni hlýrri nokkuð lengi fram eftir haustinu. Bætir það að sjálfsögðu uppeldisskilyrðin mikið, svo að ástæða er til að vona, að klak, sem sett yrði í ána mundi dafna sæmilega. Ennfremur eru þarna Rangá og Kelduá, sem báðar gætu komið til greina sem veiðiár. Þess má geta, að sl. sumar veiddist einn lax á Eyvindará. Hefur hann senni- lega farið upp stigann í Lagarfossi, því að um aðra leið er vart að ræða. Er það þá fyrsti fiskurinn, sem menn vita til að hafi farið þar upp. Sveinn bóndi á Egilsstöðum keypti fiskinn af veiðimann- inum og sendi veiðimálaskrifstofunni hann til athugunar. Laxinn var rúm Lagarjoss. Stiginti sést i miðjunni. Þar vill laxinn ckki fara npp. 9 pund og 78 cm á lengd. Hafði hann verið 3 vetur í sjó og var nú að koma í annað sinn til hrygningar. Ekki sann- ar það þó, að fiskur hafi farið upp foss- ínn áður, því að lax þessi hefði getað hrygnt fyrir neðan. Hins vegar er nokk- ur ástæða til að ætla, að hann hafi verið að leita á fyrri hrygningarstöðvar, enda engan veginn ómögulegt að nokkrir fisk- ar kunni áð hafa slæðst þar upp við og við, þótt menn hafi hvorki orðið þeirra varir né seiðin skilað sér þangað aftur. Sveinn á Egilsstöðum liefur alla tíð liaft mikinn áliuga fyrir að koma vatna- svæðinu í rækt. Væri óskandi að barátta lians fyrir því bæri verðskuldaðan ár- angur áður en langir tímar líða. Má telja víst að hann yrði mjög fús til sam- starfs og fyrirgreiðslu við þá, sem vildu kynna sér þá möguleika, sem þarna eru fyrir hendi til fiskræktar. Veiðimálastjóri telur sennilegast að byggja þurfi nýjan stiga, sem vitanlega myndi kosta mikið Veiðimaðurinn

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.