Veiðimaðurinn - 01.12.1956, Page 12

Veiðimaðurinn - 01.12.1956, Page 12
eins og þríhyrningur, og þegar flugan rennur yfir neðsta horn hans, kemur stór, leginn hængur skáhallt undan straumnum og hvolfir sér á hana. Hann veit hvað hann vill og ætlar ekki að láta hlut sinn fyrr en í fulla hnefana. En nú eru góð ráð dýr; ég er búinn að vera með hann í hálftíma og hættur að sjá línuna, vegna myrkursins. Sem betur fer er hann hættur að stökkva, en hann er níðþungur, liggur við botn og þumb- ast. Ég er að vona að einhver komi mér til aðstoðar, en það virðist ekki ætla að verða. Rétt eftir að ég setti í laxinn sá ég, að tveir strákar fóru til hrossa skammt frá bænum. Ég kallaði til þeirra, en þeir heyrðu ekki til mín, hvernig sem ég lét. Nú eru 45 mínútur liðnar síðan laxinn tók, og ég fer að finna á honum nokkur þreytumerki. Ég nota mér það til þess að ná honum inn í lygnuna, en hann berst fyrir frelsinu í lengstu lög, tekur smá- rokur og þumbast þess á milli. Það er slæmt að geta ekkert séð til hans. Við vikið þar sem ég landaði hinum löxun- um er hnaus. Ég fer fram á hnausinn og rýni út í myrkrið. Jú, þarna er liann. Það vatnar yfir bakið á honum; því leggst hann ekki á hliðina? Ég sveigi hann nær hnausnum, krýp mjög varlega, til þess að ná um sporðinn. Nú ætti mér að tak- ast að ná honum, ef ekkert óvænt kem- ur fyrir. Hann er að velta á hliðina, en í því að ég seilist til hans, réttist stöngin skyndilega og allt er laust! Ég kasta mér yfir hann og ligg ofan á honum góða stund í fetsdjúpu vatninu. Hann sprikl- ar undir brjóstinu á mér, en hann er sleipur og ég fæ ekki handsamað liann, og eftir nokkra stund hverfur hann út í myrkrið og frelsið. Jóh. Kr. Hann hætti að kyssa hana. KONA nokkur átti gullfisk í keri og hafði á honum miklar mætur. Einkan- lega var hún mjög hrifin af því, að hvert sinn er hún laut niður að kerinu og kallaði á fiskinn, kom hann upp á yfir- borðið og kyssti hana. Þótti henni þetta góð sönnun þess, að gullfiskar hefðu sál og tilfinningalíf. Einhver þeirra, sem konan sagði frá þessum ástaratlotum gullfisksins, vildi draga það í efa, að þau stöfuðu af vænt- umþykju hans á henni, heldur mundi hann skorta súrefni. Ráðlagði hann henni að prófa, að láta fiskinn í stærra ker með meira vatni. Ef hann héldi þá enn áfram að koma upp og kyssa hana, mætti fara að endurskoða vísindin um vitund- ar- og tilfinningalíf fiskanna. Frúin gerði eins og henni var ráðlagt, en þá brá svo við, að gullfiskurinn steinhætti að koma upp og kyssa hana. Það fylgir ekki sögunni, hvort hún setti hann í gamla kerið aftur, en ekki væri það ósennilegt. Þegar heitt er minnkar súrefnið í vatn- inu mjög ört, og þá líður fiskunum illa. Gullfiskurinn hefur eflaust komið upp í yfirborðið vegna þess, að hreyfing kom á vatnið þegar frúin laut niður og and- aði á það. Blindir fiskar. BLINDIR fiskar verða venjulega svartir. I.itur- inn er bundinn sjónskynjuninni. Um leið og birtan hættir að berast inn um augun, missir fiskurinn litaðlögunar-hæfnina. Talið er, að það sé flatorma- lirfa, sem sezt á augu fisksins og blindar hann. Þetta hefur verið rannsakað á fiskum í eldistjörnum. 10 Vf.iðimadurinn

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.